Áfallið kalli á heildarendurskoðun Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. febrúar 2024 14:18 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármálaráðherra. Vísir/Ívar Þingmaður Pírata lýsir yfir áhyggjum af því að stjórnvöld hyggist fjármagna uppkaup á húsnæði Grindvíkinga með lántöku en ekki sértækri skattheimtu. Þá veltir hún því upp hvort verið sé að stefna getu þjóðarinnar til að bregðast við náttúruhamförum í hættu með því að ganga á sjóði náttúruhamfaratrygginga. Fjármálaráðherra segir þörf á heildarendurskoðun málaflokksins. Meirihlutar fjárlaganefndar og efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis leggja til talsverðar breytingar á frumvarpi fjármálaráðherra um uppkaup húsnæðis Grindvíkinga. Í álitunum, sem birt voru í gærkvöldi, kemur meðal annars fram að kostnaður ríkisins verði heldur meiri en áður var gert ráð fyrir - og þannig lagt til að ríkið megi taka 230 milljarða lán til að fjármagna uppkaupin í stað 200. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata gagnrýndi stjórnvöld í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun fyrir fyrirhugaða lántöku. „Hvers vegna var ekki farin sú leið að fjármagna þessar aðgerðir til dæmis með sértækri skattheimtu. Hækkun fjármagnstekjuskatts, hvalrekaskatts, bankaskatts, svo við séum að taka nokkur dæmi um skatta sem gætu slegið á þensluna og þar með unnið með markmiðum ríkisstjórnarinnar um að vera eitthvað annað en í besta falli hlutlaus þegar kemur að því að tækla verðbólguna,“ sagði Þórhildur Sunna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.Vísir/Arnar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra sagði það vissulega rétt að það aðhald sem lagt var upp með í fjárlögum fyrir árið þurrkist út við uppkaupin, að óbreyttu. Aðgerðin kalli á endurskoðun. „Vegna þess að ef að við meinum það að við viljum vera með ríkisfjármálin þannig að þau styðji við verðbólgumarkmið seðlabankans og við náum árangri í því stóra verkefni sem við erum öll sammála um að vilja gera, þá mun það kalla á fórnir,“ sagði Þórdís Kolbrún. Þá innti Þórhildur Sunna ráðherra eftir því hvernig hægt væri að taka háar fjárhæðir úr náttúruhamfaratryggingasjóði við uppkaupin en tryggja um leið að gjaldþol stofnunarinnar líði fyrir það. „Er ekki verið að stefna framtíðarviðnámsþoli gagnvart náttúruhamförum í tvísýnu með því að koma svona fram við þennan sjóð sem ekki er ætlaður að bæta annað en það tjón sem verður af náttúruhamförum?“ spurði Þórhildur Sunna. Ráðherra sagði þetta enn í skoðun. „Ég tel nú að þetta áfall kalli á heildarendurskoðun á því hvernig við fjármögnum náttúruhamfarir. Við erum með ofanflóðasjóð, náttúruhamfaratryggingar og það er þarna gat með það tjón sem við stöndum frammi fyrir núna og við þurfum einfaldlega að endurskoða það heilt yfir,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármálaráðherra. Efnahagsmál Grindavík Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Húsnæðismál Píratar Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Meirihlutar fjárlaganefndar og efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis leggja til talsverðar breytingar á frumvarpi fjármálaráðherra um uppkaup húsnæðis Grindvíkinga. Í álitunum, sem birt voru í gærkvöldi, kemur meðal annars fram að kostnaður ríkisins verði heldur meiri en áður var gert ráð fyrir - og þannig lagt til að ríkið megi taka 230 milljarða lán til að fjármagna uppkaupin í stað 200. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata gagnrýndi stjórnvöld í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun fyrir fyrirhugaða lántöku. „Hvers vegna var ekki farin sú leið að fjármagna þessar aðgerðir til dæmis með sértækri skattheimtu. Hækkun fjármagnstekjuskatts, hvalrekaskatts, bankaskatts, svo við séum að taka nokkur dæmi um skatta sem gætu slegið á þensluna og þar með unnið með markmiðum ríkisstjórnarinnar um að vera eitthvað annað en í besta falli hlutlaus þegar kemur að því að tækla verðbólguna,“ sagði Þórhildur Sunna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.Vísir/Arnar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra sagði það vissulega rétt að það aðhald sem lagt var upp með í fjárlögum fyrir árið þurrkist út við uppkaupin, að óbreyttu. Aðgerðin kalli á endurskoðun. „Vegna þess að ef að við meinum það að við viljum vera með ríkisfjármálin þannig að þau styðji við verðbólgumarkmið seðlabankans og við náum árangri í því stóra verkefni sem við erum öll sammála um að vilja gera, þá mun það kalla á fórnir,“ sagði Þórdís Kolbrún. Þá innti Þórhildur Sunna ráðherra eftir því hvernig hægt væri að taka háar fjárhæðir úr náttúruhamfaratryggingasjóði við uppkaupin en tryggja um leið að gjaldþol stofnunarinnar líði fyrir það. „Er ekki verið að stefna framtíðarviðnámsþoli gagnvart náttúruhamförum í tvísýnu með því að koma svona fram við þennan sjóð sem ekki er ætlaður að bæta annað en það tjón sem verður af náttúruhamförum?“ spurði Þórhildur Sunna. Ráðherra sagði þetta enn í skoðun. „Ég tel nú að þetta áfall kalli á heildarendurskoðun á því hvernig við fjármögnum náttúruhamfarir. Við erum með ofanflóðasjóð, náttúruhamfaratryggingar og það er þarna gat með það tjón sem við stöndum frammi fyrir núna og við þurfum einfaldlega að endurskoða það heilt yfir,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármálaráðherra.
Efnahagsmál Grindavík Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Húsnæðismál Píratar Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira