Stúlka lést þegar hola í sandi féll saman Samúel Karl Ólason skrifar 22. febrúar 2024 11:56 Plastfata við hlið holunnar þar sem stúlkan varð undir sandinum. AP/Mike Stocker Sjö ára stúlka lét lífið og níu ára bróðir hennar slasaðist þegar hola sem þau voru að grafa á strönd í Flórída féll saman í gær. Fjöldi fólks reyndi að grafa stúlkuna upp með höndunum en holan féll sífellt aftur saman. Talið er að holan hafi verið allt að eins og hálfs metra djúp þegar hún féll saman en óljóst er hve lengi hin sjö ára gamla Sloan Mattingly var á kafi undir sandinum. Vitni segja það hafa verið nokkra stund. Myndbönd af vettvangi sýna um tuttugu manns reyna að grafa hana upp en það gekk erfiðlega vegna þess að sandurinn færðist aftur ofan í holuna. Engir strandverðir eru á umræddri strönd í Fort Lauderdale en fyrstu lögregluþjónarnir mættu á vettvang fjórum mínútum eftir að holan féll saman. Sjúkraflutningamenn komu skömmu síðar. A 7-year-old girl has died after a sand hole she was digging on a beach in South Florida collapsed on top of her and her 9-year-old brother. pic.twitter.com/yF4tuEzOT5— CBS Evening News (@CBSEveningNews) February 22, 2024 Í símtölum til Neyðarlínunnar má heyra hvernig fólk lýsir því að erfiðlega gangi að grafa stúlkuna upp úr holunni, því sandurinn falli sífellt ofan í holuna aftur. Þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang tóku þeir við af mönnunum sem voru að reyna að grafa stúlkuna upp og notuðu þeir skóflur til að grafa og borð til að reyna að halda aftur af sandinum. þegar stúlkan náðist upp var hún meðvitundarlaus og ekki með púls. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur. Talskona slökkviliðsins á svæðinu segir foreldra barnanna hafa verið í öngum sínum og að sjúkraflutningamennirnir hafi ekki getað unnið meira þann dag. Aðstæður hafi verið hræðilegar. Nokkur börn deyja með þessum hætti á ári hverju í Bandaríkjunum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Í frétt frá AP segir að þrjú til fimm börn deyi á ári við að grafa holur í sandi á ströndinni, í almenningsgörðum eða sandkössum heima. Kona sem rekur fyrirtæki sem þjálfar strandverði segir foreldra vanmeta hættuna af því að grafa holur í sandi. Flestir átti sig á því að það geti gerst en fólk átti sig ekki á því hve hratt það gerist og hver erfitt sé að grafa börnin upp. Bandaríkin Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Innlent Þróuðu vefsíðu sem segir til um umferð Innlent Fleiri fréttir Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Talið er að holan hafi verið allt að eins og hálfs metra djúp þegar hún féll saman en óljóst er hve lengi hin sjö ára gamla Sloan Mattingly var á kafi undir sandinum. Vitni segja það hafa verið nokkra stund. Myndbönd af vettvangi sýna um tuttugu manns reyna að grafa hana upp en það gekk erfiðlega vegna þess að sandurinn færðist aftur ofan í holuna. Engir strandverðir eru á umræddri strönd í Fort Lauderdale en fyrstu lögregluþjónarnir mættu á vettvang fjórum mínútum eftir að holan féll saman. Sjúkraflutningamenn komu skömmu síðar. A 7-year-old girl has died after a sand hole she was digging on a beach in South Florida collapsed on top of her and her 9-year-old brother. pic.twitter.com/yF4tuEzOT5— CBS Evening News (@CBSEveningNews) February 22, 2024 Í símtölum til Neyðarlínunnar má heyra hvernig fólk lýsir því að erfiðlega gangi að grafa stúlkuna upp úr holunni, því sandurinn falli sífellt ofan í holuna aftur. Þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang tóku þeir við af mönnunum sem voru að reyna að grafa stúlkuna upp og notuðu þeir skóflur til að grafa og borð til að reyna að halda aftur af sandinum. þegar stúlkan náðist upp var hún meðvitundarlaus og ekki með púls. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur. Talskona slökkviliðsins á svæðinu segir foreldra barnanna hafa verið í öngum sínum og að sjúkraflutningamennirnir hafi ekki getað unnið meira þann dag. Aðstæður hafi verið hræðilegar. Nokkur börn deyja með þessum hætti á ári hverju í Bandaríkjunum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Í frétt frá AP segir að þrjú til fimm börn deyi á ári við að grafa holur í sandi á ströndinni, í almenningsgörðum eða sandkössum heima. Kona sem rekur fyrirtæki sem þjálfar strandverði segir foreldra vanmeta hættuna af því að grafa holur í sandi. Flestir átti sig á því að það geti gerst en fólk átti sig ekki á því hve hratt það gerist og hver erfitt sé að grafa börnin upp.
Bandaríkin Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Innlent Þróuðu vefsíðu sem segir til um umferð Innlent Fleiri fréttir Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Sjá meira