Stúlka lést þegar hola í sandi féll saman Samúel Karl Ólason skrifar 22. febrúar 2024 11:56 Plastfata við hlið holunnar þar sem stúlkan varð undir sandinum. AP/Mike Stocker Sjö ára stúlka lét lífið og níu ára bróðir hennar slasaðist þegar hola sem þau voru að grafa á strönd í Flórída féll saman í gær. Fjöldi fólks reyndi að grafa stúlkuna upp með höndunum en holan féll sífellt aftur saman. Talið er að holan hafi verið allt að eins og hálfs metra djúp þegar hún féll saman en óljóst er hve lengi hin sjö ára gamla Sloan Mattingly var á kafi undir sandinum. Vitni segja það hafa verið nokkra stund. Myndbönd af vettvangi sýna um tuttugu manns reyna að grafa hana upp en það gekk erfiðlega vegna þess að sandurinn færðist aftur ofan í holuna. Engir strandverðir eru á umræddri strönd í Fort Lauderdale en fyrstu lögregluþjónarnir mættu á vettvang fjórum mínútum eftir að holan féll saman. Sjúkraflutningamenn komu skömmu síðar. A 7-year-old girl has died after a sand hole she was digging on a beach in South Florida collapsed on top of her and her 9-year-old brother. pic.twitter.com/yF4tuEzOT5— CBS Evening News (@CBSEveningNews) February 22, 2024 Í símtölum til Neyðarlínunnar má heyra hvernig fólk lýsir því að erfiðlega gangi að grafa stúlkuna upp úr holunni, því sandurinn falli sífellt ofan í holuna aftur. Þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang tóku þeir við af mönnunum sem voru að reyna að grafa stúlkuna upp og notuðu þeir skóflur til að grafa og borð til að reyna að halda aftur af sandinum. þegar stúlkan náðist upp var hún meðvitundarlaus og ekki með púls. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur. Talskona slökkviliðsins á svæðinu segir foreldra barnanna hafa verið í öngum sínum og að sjúkraflutningamennirnir hafi ekki getað unnið meira þann dag. Aðstæður hafi verið hræðilegar. Nokkur börn deyja með þessum hætti á ári hverju í Bandaríkjunum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Í frétt frá AP segir að þrjú til fimm börn deyi á ári við að grafa holur í sandi á ströndinni, í almenningsgörðum eða sandkössum heima. Kona sem rekur fyrirtæki sem þjálfar strandverði segir foreldra vanmeta hættuna af því að grafa holur í sandi. Flestir átti sig á því að það geti gerst en fólk átti sig ekki á því hve hratt það gerist og hver erfitt sé að grafa börnin upp. Bandaríkin Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Sjá meira
Talið er að holan hafi verið allt að eins og hálfs metra djúp þegar hún féll saman en óljóst er hve lengi hin sjö ára gamla Sloan Mattingly var á kafi undir sandinum. Vitni segja það hafa verið nokkra stund. Myndbönd af vettvangi sýna um tuttugu manns reyna að grafa hana upp en það gekk erfiðlega vegna þess að sandurinn færðist aftur ofan í holuna. Engir strandverðir eru á umræddri strönd í Fort Lauderdale en fyrstu lögregluþjónarnir mættu á vettvang fjórum mínútum eftir að holan féll saman. Sjúkraflutningamenn komu skömmu síðar. A 7-year-old girl has died after a sand hole she was digging on a beach in South Florida collapsed on top of her and her 9-year-old brother. pic.twitter.com/yF4tuEzOT5— CBS Evening News (@CBSEveningNews) February 22, 2024 Í símtölum til Neyðarlínunnar má heyra hvernig fólk lýsir því að erfiðlega gangi að grafa stúlkuna upp úr holunni, því sandurinn falli sífellt ofan í holuna aftur. Þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang tóku þeir við af mönnunum sem voru að reyna að grafa stúlkuna upp og notuðu þeir skóflur til að grafa og borð til að reyna að halda aftur af sandinum. þegar stúlkan náðist upp var hún meðvitundarlaus og ekki með púls. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur. Talskona slökkviliðsins á svæðinu segir foreldra barnanna hafa verið í öngum sínum og að sjúkraflutningamennirnir hafi ekki getað unnið meira þann dag. Aðstæður hafi verið hræðilegar. Nokkur börn deyja með þessum hætti á ári hverju í Bandaríkjunum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Í frétt frá AP segir að þrjú til fimm börn deyi á ári við að grafa holur í sandi á ströndinni, í almenningsgörðum eða sandkössum heima. Kona sem rekur fyrirtæki sem þjálfar strandverði segir foreldra vanmeta hættuna af því að grafa holur í sandi. Flestir átti sig á því að það geti gerst en fólk átti sig ekki á því hve hratt það gerist og hver erfitt sé að grafa börnin upp.
Bandaríkin Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Sjá meira