Við ræðum við Ólaf Stephensen framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda um málið sem segir grundvöll kominn að skaðabótamálum á hendur skipafélögunum.
Einnig segjum við frá því að byrjað sé að hleypa köldu vatni á kerfið á hafnasvæðinu í Grindavík, slökkviliðsstjóri bæjarins segir það skipta miklu að koma vatni á bæinn.
Einnig verður rætt við Þórólf Guðnason fyrrverandi sóttvarnalækni um tillögur starfshóps sem vill draga úr notkun sýklalyfja eins og kostur er hér á landi.
Í íþróttapakkanum verður síðan fjallað um landsleikinn í körfubolta í kvöld og einnig farið yfir úrslit í Subway deild kvenna frá því í gær.