Kerecis aðalstyrktaraðili Vestra: „Afar þakklát fyrir veglegan stuðning“ Sindri Sverrisson skrifar 22. febrúar 2024 09:00 Nýr heimavöllur Vestra mun heita Kerecisvöllurinn, samkvæmt nýjum samningi, og á honum verður spilað í Bestu deild karla í vor, þegar snjórinn fer. Vestri Líftæknifyrirtækið Kerecis er nýr aðalstyrktaraðili knattspyrnudeildar Vestra á Ísafirði. Heimavöllur félagsins fær nú nafnið Kerecisvöllurinn og munu öll lið Vestra leika í búningum merktum fyrirtækinu, sem í fyrra var selt fyrir 175 milljarða króna. Samúel Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs karla hjá Vestra, segir að þessi „stærsti samningur“ í sögu Vestra muni hjálpa félaginu gríðarlega mikið í komandi verkefnum. „2024 er tímamótaár hjá Vestra. Félagið mun leika í efstu deild karla í fyrsta sinn í ár og jafnframt tefla fram liði í meistaraflokki kvenna í fyrsta skipti síðan 2013. Þá er barna- og ungmennastarfið í miklum blóma og hér ríkir mikil eftirvænting fyrir sumrinu. Kostnaður vegna alls þessa er verulegur, sérstaklega vegna ferðalaga, og við erum afar þakklát fyrir veglegan stuðning Kerecis og þeirra hjóna við félagið,“ segir Samúel í fréttatilkynningu. Klippa: Kerecis styrkir Vestra Guðmundur Fertram, stofnandi Kerecis, segir að hjarta fyrirtækisins slái á Ísafirði og það sé gaman að geta lagt knattspyrnudeild Vestra lið. Félagið sé einn af máttarstólpum samfélagsins og frábær árangur Vestra sé mikil lyftistöng fyrir Vestfirði. „Árangur Vestra er táknrænn fyrir uppganginn á Ísafirði og nágrenni undanfarin ár. Atvinnulífið blómstrar, íbúum fjölgar og mannlífið dafnar. Allt helst þetta í hendur og við viljum taka þátt í því að efla samfélagið í okkar heimabæ.” Vestri teflir fram kvennaliði í sumar, í fyrsta sinn síðan 2013.Vestri „Hið eina sanna Frostaskjól“ Vestramenn undirbúa sig nú af fullum krafti fyrir komandi keppnistímabil og vonast til að geta spilað fyrsta leik sinn á Kerecisvellinum gegn KA 20. apríl. Til þess þarf þó margt að ganga upp, og veðurguðirnir að vera þeim hliðhollir svo að nýtt gervigras verði komið á völlinn. Í myndbandinu hér að ofan, til kynningar á styrktarsamningnum, má sjá leikmenn Vestra æfa við krefjandi aðstæður í snjónum, og þá Guðmund og Samúel ræða mikilvægi samningsins og þess að efla áfram mannlíf á Ísafirði. „Ég hef miklar væntingar til liðsins núna á leiktímabilinu. Þeir eru ískaldir, grjótharðir, og eru sannarlega til í að spila hér í hinu eina sanna Frostaskjóli,“ sagði Guðmundur sposkur, en myndbandið má sjá hér að ofan. Besta deild karla Vestri Ísafjarðarbær Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Sjá meira
Samúel Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs karla hjá Vestra, segir að þessi „stærsti samningur“ í sögu Vestra muni hjálpa félaginu gríðarlega mikið í komandi verkefnum. „2024 er tímamótaár hjá Vestra. Félagið mun leika í efstu deild karla í fyrsta sinn í ár og jafnframt tefla fram liði í meistaraflokki kvenna í fyrsta skipti síðan 2013. Þá er barna- og ungmennastarfið í miklum blóma og hér ríkir mikil eftirvænting fyrir sumrinu. Kostnaður vegna alls þessa er verulegur, sérstaklega vegna ferðalaga, og við erum afar þakklát fyrir veglegan stuðning Kerecis og þeirra hjóna við félagið,“ segir Samúel í fréttatilkynningu. Klippa: Kerecis styrkir Vestra Guðmundur Fertram, stofnandi Kerecis, segir að hjarta fyrirtækisins slái á Ísafirði og það sé gaman að geta lagt knattspyrnudeild Vestra lið. Félagið sé einn af máttarstólpum samfélagsins og frábær árangur Vestra sé mikil lyftistöng fyrir Vestfirði. „Árangur Vestra er táknrænn fyrir uppganginn á Ísafirði og nágrenni undanfarin ár. Atvinnulífið blómstrar, íbúum fjölgar og mannlífið dafnar. Allt helst þetta í hendur og við viljum taka þátt í því að efla samfélagið í okkar heimabæ.” Vestri teflir fram kvennaliði í sumar, í fyrsta sinn síðan 2013.Vestri „Hið eina sanna Frostaskjól“ Vestramenn undirbúa sig nú af fullum krafti fyrir komandi keppnistímabil og vonast til að geta spilað fyrsta leik sinn á Kerecisvellinum gegn KA 20. apríl. Til þess þarf þó margt að ganga upp, og veðurguðirnir að vera þeim hliðhollir svo að nýtt gervigras verði komið á völlinn. Í myndbandinu hér að ofan, til kynningar á styrktarsamningnum, má sjá leikmenn Vestra æfa við krefjandi aðstæður í snjónum, og þá Guðmund og Samúel ræða mikilvægi samningsins og þess að efla áfram mannlíf á Ísafirði. „Ég hef miklar væntingar til liðsins núna á leiktímabilinu. Þeir eru ískaldir, grjótharðir, og eru sannarlega til í að spila hér í hinu eina sanna Frostaskjóli,“ sagði Guðmundur sposkur, en myndbandið má sjá hér að ofan.
Besta deild karla Vestri Ísafjarðarbær Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Sjá meira