„Þurfum að þora og þora að vera til“ Siggeir Ævarsson skrifar 20. febrúar 2024 20:49 Ingvar hafði ástæðu til að fagna í kvöld Vísir/Anton Brink Haukar glímdu við þriðja Suðurnesjaliðið í kvöld þegar liðið tók á móti Njarðvík í miklum spennuleik. Öfugt við síðustu tvo leiki þá kláruðu Haukar þennan jafna leik að lokum, lokatölur á Ásvöllum 88-78. Njarðvík jafnaði leikinn í stöðunni 72-72 og virtust Haukar þá mögulega hreinlega ætla að kasta leiknum frá sér. Ingvar Guðjónsson, þjálfari Hauka, viðurkenndi fúslega að síðustu tveir leikir hefðu verið fast á bakið eyrað á þeim tímapunkti. „Að sjálfsögðu, ég væri að ljúga ef ég myndi segja að ég hafi verið rólegur. Við sýndum karakter. Við erum búin að tala um þetta núna alla vikuna og síðustu vikur, að við þurfum að þora og þora að vera til. Láta finna fyrir okkur og klára þessa leiki. Hvernig þær svöruðu því að þær hafi jafnað hér í lokin var frábært.“ Miðað við hvernig leikurinn spilaðist og síðustu tveir leikir spiluðust, þá hefði það sennilega komið fáum á óvart ef þessi hefði þróast á sama veg. „Það hefði bara verið mjög eðlilegt að brotna í rauninni enn og aftur og kasta frá okkur tækifæri til að sigra leik í enn eitt skiptið. En eins og ég segi, þær sýndu mikinn karakter og kláruðu leikinn virkilega sterkt og ég er ánægður með það.“ Liðsframmistaða í vörn og sókn Aðspurður hvað það hefði verið sem skóp sigurinn fyrir utan mikinn karakter nefndi Ingvar liðsframmistöðuna þar sem allir hefðu lagt sig fram á báðum endum vallarins. „Mér fannst við fá framlag frá öllum, sama hvort það var varnar- eða sóknarlega. Allar sem komu inn á voru að leggja sig fram. Margar að leggja í púkkið sóknarlega þó þær hafi kannski ekki verið að skora mikið en voru að setja nokkur stig og stór stig. Varnarlega vorum við heilt yfir bara nokkuð góður en áttum að vísu í töluverðum vandræðum með Selenu. Sóknarfráköstin, ég hefði viljað gera betur þar og stíga betur út klára fráköstin. En bara frábær liðsframmistaða.“ Liðið stóð sig sannarlega vel en það var þó einn leikmaður sem stóð framar öðrum, Tinna Guðrún Alexendarsdóttir, sem skoraði körfur í öllum regnbogans litum og setti sex þrista í aðeins átta tilraunum. „Ég meina þetta getur hún. Seinustu fimm mínúturnar var kannski aðeins farið að draga af henni, hún fékk enga hvíld í seinni hálfleiknum. Hún var einhvern veginn þannig stemmd að við fundum ekki alveg mómentið til að gefa henni hvíld þannig að við reyndum að mjólka hana meðan við gátum. Hún spilaði frábærlega í kvöld.“ Tinna Guðrún Alexandersdóttir var að öðrum ólöstuðu besti leikmaður Hauka í kvöld með 28 stig (6/8 í þristum) og níu fráköst.Vísir/Anton Brink Þessi frammistaða hér í kvöld hlýtur að vera eitthvað sem liðið getur byggt ofan á fyrir framhaldið? „Algjörlega. Við erum búin að vera að byggja ofan á síðustu leiki. Frammistaðan hefur verið að verða betri og betri og það að klára loksins svona jafnan leik núna það gefur okkur vonandi ennþá meira sjálfstraust.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Fleiri fréttir Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Sjá meira
Njarðvík jafnaði leikinn í stöðunni 72-72 og virtust Haukar þá mögulega hreinlega ætla að kasta leiknum frá sér. Ingvar Guðjónsson, þjálfari Hauka, viðurkenndi fúslega að síðustu tveir leikir hefðu verið fast á bakið eyrað á þeim tímapunkti. „Að sjálfsögðu, ég væri að ljúga ef ég myndi segja að ég hafi verið rólegur. Við sýndum karakter. Við erum búin að tala um þetta núna alla vikuna og síðustu vikur, að við þurfum að þora og þora að vera til. Láta finna fyrir okkur og klára þessa leiki. Hvernig þær svöruðu því að þær hafi jafnað hér í lokin var frábært.“ Miðað við hvernig leikurinn spilaðist og síðustu tveir leikir spiluðust, þá hefði það sennilega komið fáum á óvart ef þessi hefði þróast á sama veg. „Það hefði bara verið mjög eðlilegt að brotna í rauninni enn og aftur og kasta frá okkur tækifæri til að sigra leik í enn eitt skiptið. En eins og ég segi, þær sýndu mikinn karakter og kláruðu leikinn virkilega sterkt og ég er ánægður með það.“ Liðsframmistaða í vörn og sókn Aðspurður hvað það hefði verið sem skóp sigurinn fyrir utan mikinn karakter nefndi Ingvar liðsframmistöðuna þar sem allir hefðu lagt sig fram á báðum endum vallarins. „Mér fannst við fá framlag frá öllum, sama hvort það var varnar- eða sóknarlega. Allar sem komu inn á voru að leggja sig fram. Margar að leggja í púkkið sóknarlega þó þær hafi kannski ekki verið að skora mikið en voru að setja nokkur stig og stór stig. Varnarlega vorum við heilt yfir bara nokkuð góður en áttum að vísu í töluverðum vandræðum með Selenu. Sóknarfráköstin, ég hefði viljað gera betur þar og stíga betur út klára fráköstin. En bara frábær liðsframmistaða.“ Liðið stóð sig sannarlega vel en það var þó einn leikmaður sem stóð framar öðrum, Tinna Guðrún Alexendarsdóttir, sem skoraði körfur í öllum regnbogans litum og setti sex þrista í aðeins átta tilraunum. „Ég meina þetta getur hún. Seinustu fimm mínúturnar var kannski aðeins farið að draga af henni, hún fékk enga hvíld í seinni hálfleiknum. Hún var einhvern veginn þannig stemmd að við fundum ekki alveg mómentið til að gefa henni hvíld þannig að við reyndum að mjólka hana meðan við gátum. Hún spilaði frábærlega í kvöld.“ Tinna Guðrún Alexandersdóttir var að öðrum ólöstuðu besti leikmaður Hauka í kvöld með 28 stig (6/8 í þristum) og níu fráköst.Vísir/Anton Brink Þessi frammistaða hér í kvöld hlýtur að vera eitthvað sem liðið getur byggt ofan á fyrir framhaldið? „Algjörlega. Við erum búin að vera að byggja ofan á síðustu leiki. Frammistaðan hefur verið að verða betri og betri og það að klára loksins svona jafnan leik núna það gefur okkur vonandi ennþá meira sjálfstraust.“
Körfubolti Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Fleiri fréttir Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Sjá meira