Tveir nýir strengir tryggi öryggi í Vestmannaeyjum Lovísa Arnardóttir skrifar 20. febrúar 2024 15:12 Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum segir ánægjulegt að framkvæmdunum hafi verið flýtt. Vísir/Egill Leggja á tvo nýja rafstrengi, Vestmannaeyjastrengi 4 og 5, til Vestmannaeyja. Í tilkynningu frá Landsnet segir að viðskiptalegar forsendur séu fyrir lagningu beggja strengjanna samtímis og mikill vilji og áhugi iðnaðar í Vestmannaeyjum til að vaxa og stuðla að orkuskiptum. „Raforkuöryggi skiptir íbúa og fyrirtæki í Eyjum miklu máli. Því hefur verið ábótavant eins og kom bersýnilega í ljós þegar bilun varð í VM3. Ef horfa á til orkuskipta í Vestmannaeyjum þá verður að tryggja öruggan flutning raforku og hringtengingu. Þessir tveir nýju strengir tryggja það öryggi og eru þeir braut til orkuskipta. Það er afar ánægjulegt að Landsnet skuli hafa flýtt þessu verkefni og ætli að klára það árið 2025,“ segir Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og að lagning strengjanna sé lykilþáttur í að tryggja raforkuöryggi í Eyjum. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri Landsnets, Páll Erland forstjóri HS Veitna og Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum skrifuðu í dag undir viljayfirlýsingu um að um aukið afhendingaröryggi í Vestmannaeyjum og leiðir í átt að fullum orkuskiptum. Í tilkynningu segir að á næstu áratugum sé fyrirsjáanleg verulega aukin eftirspurn raforku í Vestmannaeyjum. Til að fylgja eftir stefnu stjórnvalda þegar kemur að orkuskiptum hafi allir sem komu að viljayfirlýsingunni í dag lýst vilja til að auka notkun á raforku í þeim tilgangi að stefna að orkuskiptum í Vestmannaeyjum. Guðlaugur Þór Þórðarson ráðherra umhverfis- og loftslagsmála.Vísir/Vilhelm „Við höfum séð það í vetur og Eyjamenn hafa fundið fyrir því undanfarna vetur að orkuöryggi er ábótavant í Vestmannaeyjum. Það var ein af ábendingum í skýrslu um málefni Vestmannaeyja sem við koma mínu ráðuneyti síðasta haust að tryggja þurfi orkuöryggi Eyjamanna. Það er ánægjulegt að sjá að Landsnet ætlar að bregðast við stöðunni með því að flýta lagningu strengja til Vestmannaeyja og hefja framkvæmdir á næsta ári. Þetta er mikilvægur þáttur í því að tryggja afhendingaröryggi raforku um land allt,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Hann segir ánægjulegt að geta fylgt eftir þeim tillögum sem fram komu í nýútgefinni skýrslu um málefni Vestmannaeyja sem varða málefnasvið umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. Tryggja afhendingaröryggi Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri Landsnets segir að með því að flýta lagningu á nýju Vestmannaeyjastrengjunum sé verið að tryggja afhendingaröryggi raforku í Vestmannaeyjum. „ Ákvörðun um lagningu á nýjum Vestmannaeyjastreng hefur verið í umræðunni um tíma og höfum við nú þegar ákveðið að flýta framkvæmdum og leggja strengina samhliða sumarið 2025 til að tryggja afhendingaröryggi rafmagns í Vestmannaeyjum og um leið að stuðla að orkuskiptum í Eyjum. Það er líka æskilegt að leggja tvo strengi samtímis og verður fjárfestingin þannig arðbærari til lengra tíma litið. Það kom berlega í ljós síðasta vetur þegar Vestmannaeyjastrengur 3 bilaði hvað það getur verið erfitt að eiga við bilanir á sjó, á svæði sem er erfitt viðureignar og því mikilvægt að geta tryggt að hægt sé að flytja raforku inn á svæðið.“ Páll Erland forstjóri HS Veitna segir tilkomu tveggja nýrra rafstrengja Landsnets vera stórt skref í að auka raforkuöryggi í Vestmannaeyjum og að traustir raforkuinnviðir, bæði flutnings- og dreifikerfin, séu forsenda orkuskipta bæði heimila og atvinnulífs. Orkumál Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Eyja í raforkuvanda Í síðustu viku kom upp bilun í rafstreng VM 3, sæstrengnum sem flytur rafmagn á milli lands og Vestmannaeyja. Þetta gerir það að verkum að nú í miðri lægðarhrinu og í upphafi öflugrar loðnuvertíðar er staðan sú að Vestmannaeyjar þurfa að stóla á 60 ára gamlan streng, VM 1 sem var tekinn úr notkun fyrir nokkrum árum síðan. Þar að auki reiða Eyjamenn sig á varaaflsvélar Landsnets og HS veitna. 9. febrúar 2023 10:30 Orsök bilunarinnar óljós og tímafrek viðgerð fram undan Bilunin á Vestmannaeyjastreng 3 sem kom upp í vikunni reyndist ekki vera á landi eins of fyrst var talið heldur á sjó. Landsnet segir umfangsmikla, flókna og tímafreka viðgerð fram undan. Ekki liggur fyrir hvað olli biluninni en fyrir viðgerðina þarf að kalla inn sérhæft viðgerðarskip og sérfræðinga til landins. 1. febrúar 2023 14:34 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
„Raforkuöryggi skiptir íbúa og fyrirtæki í Eyjum miklu máli. Því hefur verið ábótavant eins og kom bersýnilega í ljós þegar bilun varð í VM3. Ef horfa á til orkuskipta í Vestmannaeyjum þá verður að tryggja öruggan flutning raforku og hringtengingu. Þessir tveir nýju strengir tryggja það öryggi og eru þeir braut til orkuskipta. Það er afar ánægjulegt að Landsnet skuli hafa flýtt þessu verkefni og ætli að klára það árið 2025,“ segir Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og að lagning strengjanna sé lykilþáttur í að tryggja raforkuöryggi í Eyjum. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri Landsnets, Páll Erland forstjóri HS Veitna og Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum skrifuðu í dag undir viljayfirlýsingu um að um aukið afhendingaröryggi í Vestmannaeyjum og leiðir í átt að fullum orkuskiptum. Í tilkynningu segir að á næstu áratugum sé fyrirsjáanleg verulega aukin eftirspurn raforku í Vestmannaeyjum. Til að fylgja eftir stefnu stjórnvalda þegar kemur að orkuskiptum hafi allir sem komu að viljayfirlýsingunni í dag lýst vilja til að auka notkun á raforku í þeim tilgangi að stefna að orkuskiptum í Vestmannaeyjum. Guðlaugur Þór Þórðarson ráðherra umhverfis- og loftslagsmála.Vísir/Vilhelm „Við höfum séð það í vetur og Eyjamenn hafa fundið fyrir því undanfarna vetur að orkuöryggi er ábótavant í Vestmannaeyjum. Það var ein af ábendingum í skýrslu um málefni Vestmannaeyja sem við koma mínu ráðuneyti síðasta haust að tryggja þurfi orkuöryggi Eyjamanna. Það er ánægjulegt að sjá að Landsnet ætlar að bregðast við stöðunni með því að flýta lagningu strengja til Vestmannaeyja og hefja framkvæmdir á næsta ári. Þetta er mikilvægur þáttur í því að tryggja afhendingaröryggi raforku um land allt,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Hann segir ánægjulegt að geta fylgt eftir þeim tillögum sem fram komu í nýútgefinni skýrslu um málefni Vestmannaeyja sem varða málefnasvið umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. Tryggja afhendingaröryggi Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri Landsnets segir að með því að flýta lagningu á nýju Vestmannaeyjastrengjunum sé verið að tryggja afhendingaröryggi raforku í Vestmannaeyjum. „ Ákvörðun um lagningu á nýjum Vestmannaeyjastreng hefur verið í umræðunni um tíma og höfum við nú þegar ákveðið að flýta framkvæmdum og leggja strengina samhliða sumarið 2025 til að tryggja afhendingaröryggi rafmagns í Vestmannaeyjum og um leið að stuðla að orkuskiptum í Eyjum. Það er líka æskilegt að leggja tvo strengi samtímis og verður fjárfestingin þannig arðbærari til lengra tíma litið. Það kom berlega í ljós síðasta vetur þegar Vestmannaeyjastrengur 3 bilaði hvað það getur verið erfitt að eiga við bilanir á sjó, á svæði sem er erfitt viðureignar og því mikilvægt að geta tryggt að hægt sé að flytja raforku inn á svæðið.“ Páll Erland forstjóri HS Veitna segir tilkomu tveggja nýrra rafstrengja Landsnets vera stórt skref í að auka raforkuöryggi í Vestmannaeyjum og að traustir raforkuinnviðir, bæði flutnings- og dreifikerfin, séu forsenda orkuskipta bæði heimila og atvinnulífs.
Orkumál Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Eyja í raforkuvanda Í síðustu viku kom upp bilun í rafstreng VM 3, sæstrengnum sem flytur rafmagn á milli lands og Vestmannaeyja. Þetta gerir það að verkum að nú í miðri lægðarhrinu og í upphafi öflugrar loðnuvertíðar er staðan sú að Vestmannaeyjar þurfa að stóla á 60 ára gamlan streng, VM 1 sem var tekinn úr notkun fyrir nokkrum árum síðan. Þar að auki reiða Eyjamenn sig á varaaflsvélar Landsnets og HS veitna. 9. febrúar 2023 10:30 Orsök bilunarinnar óljós og tímafrek viðgerð fram undan Bilunin á Vestmannaeyjastreng 3 sem kom upp í vikunni reyndist ekki vera á landi eins of fyrst var talið heldur á sjó. Landsnet segir umfangsmikla, flókna og tímafreka viðgerð fram undan. Ekki liggur fyrir hvað olli biluninni en fyrir viðgerðina þarf að kalla inn sérhæft viðgerðarskip og sérfræðinga til landins. 1. febrúar 2023 14:34 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Eyja í raforkuvanda Í síðustu viku kom upp bilun í rafstreng VM 3, sæstrengnum sem flytur rafmagn á milli lands og Vestmannaeyja. Þetta gerir það að verkum að nú í miðri lægðarhrinu og í upphafi öflugrar loðnuvertíðar er staðan sú að Vestmannaeyjar þurfa að stóla á 60 ára gamlan streng, VM 1 sem var tekinn úr notkun fyrir nokkrum árum síðan. Þar að auki reiða Eyjamenn sig á varaaflsvélar Landsnets og HS veitna. 9. febrúar 2023 10:30
Orsök bilunarinnar óljós og tímafrek viðgerð fram undan Bilunin á Vestmannaeyjastreng 3 sem kom upp í vikunni reyndist ekki vera á landi eins of fyrst var talið heldur á sjó. Landsnet segir umfangsmikla, flókna og tímafreka viðgerð fram undan. Ekki liggur fyrir hvað olli biluninni en fyrir viðgerðina þarf að kalla inn sérhæft viðgerðarskip og sérfræðinga til landins. 1. febrúar 2023 14:34