Læknar mótmæla fjölgun lækna þrátt fyrir læknaskort Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. febrúar 2024 07:47 Læknar mótmæla harðlega fyrirætlunum stjórnvalda um að stuðla að fjölgun í stéttinni. Getty/NurPhoto/Chris Jung Aðgerðum hefur verið frestar og sjúkrahús hafa neyðst til að vísa sjúklingum annað eftir að 6.500 unglæknar sögðu upp störfum á heilbrigðisstofnunum í Suður-Kóreu. Af þeim mættu 1.600 ekki til vinnu í gær. Um er að ræða mótmæli læknanna gegn fyrirætlunum stjórnvalda um að fjölga læknanemum úr 3.000 í 5.000. Um það bil 90 prósent heilbrigðiskerfisins í Suður-Kóreu er einkarekið en þjónustan er niðurgreidd af sjúkratryggingum. Læknarnir óttast að með fjölgun í stéttinni aukist samkeppnin. Gríðarstór vandi blasir hins vegar við en hlutfall lækna á íbúa er 2,5 á móti þúsund. Verulegur skortur er á læknum á landsbyggðinni og innan ákveðinna sérgreina, á borð við barna- og fæðingalækningar, sem gefa ekki jafn mikið í aðra hönd samanborið við til dæmis húð- og lýtalækningar. Læknar í Suður-Kóreu eru afar vel launaðir og tekjur lækna óvíða hærri. Meðalaun sérfræðilæknis á opinberu sjúkrahúsi er um það bil 200 þúsund dalir á ári, sem er langt umfram meðallaun í landinu. Stjórnvöld eru harðákveðin í því að fjölga læknum og hafa skipað unglæknunum að mæta aftur til starfa. Saka þeir læknana um að halda lífi og heilsu sjúklinga í gíslingu. Forsetinn, Yoon Suk-yeol, segir krabbameinsaðgerðum meðal annars hafa verið frestað vegna mótmælanna. Yfirvöld hafa hótað því að höfða mál gegn læknunum og þá hafa þau einnig vald til að svipta þá lækningaleyfinu fyrir að grafa undan heilbrigðiskerfinu. Forsetinn segir nauðsynlegt að fjölga í stéttinni en að óbreyttu muni skorta 15.000 lækna árið 2035. Stefna stjórnvalda nýtur stuðnings um 80 prósent þjóðarinnar en sérfræðingar segja ómögulegt að spá fyrir hvernig fer. Forsetinn sé ákveðinn í að koma breytingunum í gegn en hið einkarekna heilbrigðiskerfi sé afar viðkvæmt fyrir verkfallsaðgerðum. Suður-Kórea Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Um er að ræða mótmæli læknanna gegn fyrirætlunum stjórnvalda um að fjölga læknanemum úr 3.000 í 5.000. Um það bil 90 prósent heilbrigðiskerfisins í Suður-Kóreu er einkarekið en þjónustan er niðurgreidd af sjúkratryggingum. Læknarnir óttast að með fjölgun í stéttinni aukist samkeppnin. Gríðarstór vandi blasir hins vegar við en hlutfall lækna á íbúa er 2,5 á móti þúsund. Verulegur skortur er á læknum á landsbyggðinni og innan ákveðinna sérgreina, á borð við barna- og fæðingalækningar, sem gefa ekki jafn mikið í aðra hönd samanborið við til dæmis húð- og lýtalækningar. Læknar í Suður-Kóreu eru afar vel launaðir og tekjur lækna óvíða hærri. Meðalaun sérfræðilæknis á opinberu sjúkrahúsi er um það bil 200 þúsund dalir á ári, sem er langt umfram meðallaun í landinu. Stjórnvöld eru harðákveðin í því að fjölga læknum og hafa skipað unglæknunum að mæta aftur til starfa. Saka þeir læknana um að halda lífi og heilsu sjúklinga í gíslingu. Forsetinn, Yoon Suk-yeol, segir krabbameinsaðgerðum meðal annars hafa verið frestað vegna mótmælanna. Yfirvöld hafa hótað því að höfða mál gegn læknunum og þá hafa þau einnig vald til að svipta þá lækningaleyfinu fyrir að grafa undan heilbrigðiskerfinu. Forsetinn segir nauðsynlegt að fjölga í stéttinni en að óbreyttu muni skorta 15.000 lækna árið 2035. Stefna stjórnvalda nýtur stuðnings um 80 prósent þjóðarinnar en sérfræðingar segja ómögulegt að spá fyrir hvernig fer. Forsetinn sé ákveðinn í að koma breytingunum í gegn en hið einkarekna heilbrigðiskerfi sé afar viðkvæmt fyrir verkfallsaðgerðum.
Suður-Kórea Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira