Myndi gista í Grindavík, en ekki með börn Ólafur Björn Sverrisson skrifar 19. febrúar 2024 22:33 Magnús Tumi ræddi stöðuna í Grindavík í kvöldfréttum. vísir/vilhelm Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur segist myndu gista í Grindavík ef hann þyrfti þess, en ekki með börn. Hann segir fólk þurfa að vera viðbúið, ætli það sér að dvelja í bænum, að yfirgefa bæinn á hálftíma. Magnús Tumi var inntur eftir viðbrögðum við ákvörðun lögreglustjórans á Suðurnesjum um að opna fyrir aðgengi íbúa Grindavíkur að bænum í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það eru alls kyns varnaðarorð sem fylgja þessari opnun og bara Grindvíkingar sem mega fara inn. Fólk er ekki hvatt til að gista þarna og þetta er auðvitað enginn staður fyrir börn, það er alveg ljóst. Þú tjaldar ekki á sprungusvæði,“ segir Magnús Tumi. Öðru gegni um fyrirtæki sem kallað hafa eftir því að komast til vinnu í Grindavík. „Það er allt í lagi að vera þarna og vinna. Ég held að það sé bara gott, svona fyrir þjóðfélagið. Það er ákveðin áhætta en ég held að það sé ásættanleg áhætta, á meðan fólk tekur þessu alvarlega,“ segir Magnús Tumi en tekur fram að það sé ekki skynsamlegt að halda partí. Menn verði hins vegar að vera tilbúnir að yfirgefa svæðið um leið og móðir jörð geri sig líklega. „Við gætum fengið endurtekningu á atburðunum í janúar, þegar hraun fór í bæinn. Hvort það gerist vitum við auðvitað ekki. Miðað við síðasta gos, þar sem kvikan fór bara beint upp og það gliðnaði ekkert. Hvort að það sé komið til að vera, vitum við ekki. Við verðum að vera viðbúin því. Nauðsyn að vera alltaf tilbúinn Það sem við sjáum líka að ef kvikan fer upp austan Sýlingarfells eða Skógfells, til að fara lágrétt við Grindavík, er líklegt að það taki hana lengri tíma. Það breytir því hins vegar ekki, að fólk verður að vera tilbúið að yfirgefa staðinn á hálftíma.“ Myndir þú gista í bænum, sem Grindvíkingur? „Ef ég þyrfti þess, þá myndi ég nú alveg sofa þar. En ef ég væri með krakka, þá myndi ég aldrei gera það. Og fólk sem hefur ekki fulla hreyfigetu, ég held að þetta sé ekki staður fyrir það. En sá sem er tilbúinn að vera þarna, með allt pakkað og er alltaf tilbúinn, fyrir hann myndi ég telja þetta ásættanlega áhættu,“ segir Magnús Tumi að lokum. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Býst við að fáir muni gista í bænum Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir nýjar aðgengisreglur í bænum fyrst og fremst breyta miklu fyrir fyrirtækin. Hann býst ekki við að margir muni gista í bænum og brýnir fyrir íbúum að fara varlega. 19. febrúar 2024 14:56 Nýtt hættusvæði í uppfærðu hættumati Líkanareikningar benda til að kvika nái svipaðri stöðu og fyrir síðasta eldgos í lok febrúar eða byrjun mars. Þetta kemur fram í uppfærðu hættumati. 19. febrúar 2024 17:17 Grindvíkingar sem fá að skreppa heim þurfa að kynna sér leiðina vel Íbúar Grindavíkur sem Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur haft samband við fá að skreppa heim til sín eftir verðmætum í dag. Tvær leiðir eru aðgengilegar eftir því hvar í bænum fólkið býr. 15. nóvember 2023 09:00 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira
Magnús Tumi var inntur eftir viðbrögðum við ákvörðun lögreglustjórans á Suðurnesjum um að opna fyrir aðgengi íbúa Grindavíkur að bænum í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það eru alls kyns varnaðarorð sem fylgja þessari opnun og bara Grindvíkingar sem mega fara inn. Fólk er ekki hvatt til að gista þarna og þetta er auðvitað enginn staður fyrir börn, það er alveg ljóst. Þú tjaldar ekki á sprungusvæði,“ segir Magnús Tumi. Öðru gegni um fyrirtæki sem kallað hafa eftir því að komast til vinnu í Grindavík. „Það er allt í lagi að vera þarna og vinna. Ég held að það sé bara gott, svona fyrir þjóðfélagið. Það er ákveðin áhætta en ég held að það sé ásættanleg áhætta, á meðan fólk tekur þessu alvarlega,“ segir Magnús Tumi en tekur fram að það sé ekki skynsamlegt að halda partí. Menn verði hins vegar að vera tilbúnir að yfirgefa svæðið um leið og móðir jörð geri sig líklega. „Við gætum fengið endurtekningu á atburðunum í janúar, þegar hraun fór í bæinn. Hvort það gerist vitum við auðvitað ekki. Miðað við síðasta gos, þar sem kvikan fór bara beint upp og það gliðnaði ekkert. Hvort að það sé komið til að vera, vitum við ekki. Við verðum að vera viðbúin því. Nauðsyn að vera alltaf tilbúinn Það sem við sjáum líka að ef kvikan fer upp austan Sýlingarfells eða Skógfells, til að fara lágrétt við Grindavík, er líklegt að það taki hana lengri tíma. Það breytir því hins vegar ekki, að fólk verður að vera tilbúið að yfirgefa staðinn á hálftíma.“ Myndir þú gista í bænum, sem Grindvíkingur? „Ef ég þyrfti þess, þá myndi ég nú alveg sofa þar. En ef ég væri með krakka, þá myndi ég aldrei gera það. Og fólk sem hefur ekki fulla hreyfigetu, ég held að þetta sé ekki staður fyrir það. En sá sem er tilbúinn að vera þarna, með allt pakkað og er alltaf tilbúinn, fyrir hann myndi ég telja þetta ásættanlega áhættu,“ segir Magnús Tumi að lokum.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Býst við að fáir muni gista í bænum Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir nýjar aðgengisreglur í bænum fyrst og fremst breyta miklu fyrir fyrirtækin. Hann býst ekki við að margir muni gista í bænum og brýnir fyrir íbúum að fara varlega. 19. febrúar 2024 14:56 Nýtt hættusvæði í uppfærðu hættumati Líkanareikningar benda til að kvika nái svipaðri stöðu og fyrir síðasta eldgos í lok febrúar eða byrjun mars. Þetta kemur fram í uppfærðu hættumati. 19. febrúar 2024 17:17 Grindvíkingar sem fá að skreppa heim þurfa að kynna sér leiðina vel Íbúar Grindavíkur sem Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur haft samband við fá að skreppa heim til sín eftir verðmætum í dag. Tvær leiðir eru aðgengilegar eftir því hvar í bænum fólkið býr. 15. nóvember 2023 09:00 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira
Býst við að fáir muni gista í bænum Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir nýjar aðgengisreglur í bænum fyrst og fremst breyta miklu fyrir fyrirtækin. Hann býst ekki við að margir muni gista í bænum og brýnir fyrir íbúum að fara varlega. 19. febrúar 2024 14:56
Nýtt hættusvæði í uppfærðu hættumati Líkanareikningar benda til að kvika nái svipaðri stöðu og fyrir síðasta eldgos í lok febrúar eða byrjun mars. Þetta kemur fram í uppfærðu hættumati. 19. febrúar 2024 17:17
Grindvíkingar sem fá að skreppa heim þurfa að kynna sér leiðina vel Íbúar Grindavíkur sem Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur haft samband við fá að skreppa heim til sín eftir verðmætum í dag. Tvær leiðir eru aðgengilegar eftir því hvar í bænum fólkið býr. 15. nóvember 2023 09:00