Félagið var stofnað árið 2010 og var í eigu Lýðs B. Skarphéðinssonar og Elvu Bjarkar Sveinsdóttur. Það bauð upp á göngugreiningu, innlegg og skó í verslunum sínum í Kringlunni og síðar Höfðabakka.
Tilkynning um lokun verslana tímabundið á Facebook-síðu verslunarinnar seinni hluta mars í fyrra kom mörgum í opna skjöldu. Vísað var á lögfræðing Logos. Kom í ljós að Héraðdsómur Reykjavíkur hafði tekið verslunina til gjaldþrotaskipta.
Bjarki Már Magnússon, lögfræðingur hjá Logos, sagðist vonast til að koma rekstrinum aftur í gang. Svo fór að heildsalan Run2 tók við rekstrinum og hefur starfsemi verslunarinnar í Höfðabakka verið undir heitinu Fætur toga. Fjóla Signý Hannesdóttir er eigandi Run2.
Lýstar kröfur í þrotabúið námu 124 milljónum króna. Þar af voru lýstar veðkröfur tæplega 18 milljónir króna sem fengust að fullu greiddar. Lýstar forgangskröfur námu tæplega 38 milljónum króna en aðeins fengust tvær milljónir króna greiddar.