„Ég verð lengi að komast yfir þetta“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2024 10:00 Eygló Fanndal Sturludóttir hefur gert frábæra hluti síðustu vikur og mánuði og setti enn eitt Norðurlandametið á EM í Búlgaríu. @eyglo_fanndal Eygló Fanndal Sturludóttir átti mjög flott Evrópumeistaramót í Búlgaríu og var á endanum aðeins einu kílói frá verðlaunasæti. Hún setti bæði Íslandsmet og Norðurlandamet og náði bestum árangri Íslendinga frá upphafi. Það var samt erfitt fyrir þessa miklu keppniskonu að sætta sig við það að komast ekki á verðlaunapallinn þegar það munaði svo ofboðslega litlu. Eygló endaði í fjórða sætinu en einu kílói á undan henni var hin þýska Lisa Marie Schweizer með 231 kíló samanlagt. Rúmeninn Loredana Toma varð Evrópumeistari en hún lyfti alls 241 kílói. Rússinn Siuzanna Valodzka varð önnur með 235 kíló. Eygló hefði þá orðið fyrst Íslendinga til að vinna til verðlauna á stórmóti í ólympískum lyftingum. Hún náði sínum næstbesta árangri á móti með því lyfta samtals 230 kílóum og hún setti einnig Norðurlandamet í snörun í -71 kg flokki kvenna þegar hún lyfti 105 kílóum. Fjórða sætið er besti árangur Íslendings á stórmóti í ólympískum lyftingum. Eygló gerði upp mótið á samfélagsmiðlum sínum og þar fór ekki á milli mála að það var erfitt fyrir okkar konu að kyngja úrslitunum. „Ég verð lengi að komast yfir þetta,“ byrjaði Eygló stuttan pistil sinn. „Ég fór inn í þessa keppni með stór markmið og ég var algjörlega miður mín yfir því að hafa misst af verðlaunapallinum út af einu kílói,“ skrifaði Eygló. „Þessi 129 kílóa tilraun mín í jafnhendingu mun ásækja mig en ég ætla að nota þessi vonbrigði til að gefa enn meira af mér í æfingarnar,“ skrifaði Eygló. Hún hafði lyft 125 kílóum en hækkaði upp í 129 kíló. Eygló var nálægt því að lyfta þessari miklu þyngd en tókst ekki. „Að ganga í burtu með fjórða sætið á mínu þriðja Evrópumóti en er eitthvað sem ég verið stolt af ekki síst eftir svona harða keppni með öllum þessum stórkostlegum lyftingakonum,“ skrifaði Eygló. View this post on Instagram A post shared by Eyglo Fanndal Sturludo ttir (@eyglo_fanndal) Lyftingar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Frakkar fóru létt með Belgana Í beinni: Tindastóll - Víkingur | Svakalegur fallslagur á Króknum Í beinni: FH - Þróttur | Stórleikur í Krikanum Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Sjá meira
Hún setti bæði Íslandsmet og Norðurlandamet og náði bestum árangri Íslendinga frá upphafi. Það var samt erfitt fyrir þessa miklu keppniskonu að sætta sig við það að komast ekki á verðlaunapallinn þegar það munaði svo ofboðslega litlu. Eygló endaði í fjórða sætinu en einu kílói á undan henni var hin þýska Lisa Marie Schweizer með 231 kíló samanlagt. Rúmeninn Loredana Toma varð Evrópumeistari en hún lyfti alls 241 kílói. Rússinn Siuzanna Valodzka varð önnur með 235 kíló. Eygló hefði þá orðið fyrst Íslendinga til að vinna til verðlauna á stórmóti í ólympískum lyftingum. Hún náði sínum næstbesta árangri á móti með því lyfta samtals 230 kílóum og hún setti einnig Norðurlandamet í snörun í -71 kg flokki kvenna þegar hún lyfti 105 kílóum. Fjórða sætið er besti árangur Íslendings á stórmóti í ólympískum lyftingum. Eygló gerði upp mótið á samfélagsmiðlum sínum og þar fór ekki á milli mála að það var erfitt fyrir okkar konu að kyngja úrslitunum. „Ég verð lengi að komast yfir þetta,“ byrjaði Eygló stuttan pistil sinn. „Ég fór inn í þessa keppni með stór markmið og ég var algjörlega miður mín yfir því að hafa misst af verðlaunapallinum út af einu kílói,“ skrifaði Eygló. „Þessi 129 kílóa tilraun mín í jafnhendingu mun ásækja mig en ég ætla að nota þessi vonbrigði til að gefa enn meira af mér í æfingarnar,“ skrifaði Eygló. Hún hafði lyft 125 kílóum en hækkaði upp í 129 kíló. Eygló var nálægt því að lyfta þessari miklu þyngd en tókst ekki. „Að ganga í burtu með fjórða sætið á mínu þriðja Evrópumóti en er eitthvað sem ég verið stolt af ekki síst eftir svona harða keppni með öllum þessum stórkostlegum lyftingakonum,“ skrifaði Eygló. View this post on Instagram A post shared by Eyglo Fanndal Sturludo ttir (@eyglo_fanndal)
Lyftingar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Frakkar fóru létt með Belgana Í beinni: Tindastóll - Víkingur | Svakalegur fallslagur á Króknum Í beinni: FH - Þróttur | Stórleikur í Krikanum Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Sjá meira