Skella á þegar Lára er nefnd á nafn: „Okkur vantar alla hjálp sem er hægt að fá“ Bjarki Sigurðsson skrifar 18. febrúar 2024 19:08 Mæðgunar Nadia Rós Sherif og Lára Björk Sigrúnardóttir. Vísir Íslensk kona liggur þungt haldin á spítala í Búlgaríu en vill komast til Íslands til þess að gangast undir aðgerð. Fjölskyldan hennar kemur að lokuðum dyrum alls staðar og fær hvorki að hitta hana, né pappíra, til þess að flytja hana heim. Hin 51 árs gamla Lára Björk Sigrúnardóttir liggur þungt haldin á gjörgæslu í borginni Varna í Búlgaríu eftir að hún fékk sýklasótt sem þróaðist út frá þvagfærasýkingu. Varð það til þess að hún fékk blóðsýkingu sem barst í nýrun og svo í lifrina. Klippa: Fá ekki nauðsynlega pappíra Vegna veikindanna er Lára komin með drep í fingur og tær sem gæti þurft að fjarlægja. Lára vill síður að það sé gert í Búlgaríu og vill komast heim til Íslands svo hægt sé að framkvæma aðgerðina þar en hún var stödd í Búlgaríu í fríi með vinafólki sínu. Skella á þegar Lára er nefnd á nafn Það hefur ekki gengið hingað til þar sem spítalinn hefur ekki viljað afhenda ákveðin skjöl sem Lára þarf til að mega vera flutt með sjúkraflugi. Nú er fjölskylda hennar komin út og reynir að aðstoða hana. „Þeir segja við okkur að við getum sótt um það á mánudaginn en miðað við að við erum búin að reyna að sækja um þetta síðan á þriðjudaginn þá veit ég ekki hvernig það mun enda. En það eru allir búnir að reyna að gera sitt besta að hafa samband við þá en þeir eru bara að skella á þegar nafnið hennar er sagt þannig það er mjög erfitt að vinna í kringum þetta,“ segir Nadia Rós Sheriff, dóttir Láru. Lára liggur inni á St. Martin-spítalanum í Varna.St. Martin-spítalinn Fengu aðeins fimm mínútur saman Borgaraþjónustan hér á landi hefur einnig reynt að setja sig í samband við sjúkrahúsið, sem og kjörræðismaður Íslands þar úti. Það breytir engu, það virðist ekki vera hægt að fá réttu pappírana. Og á meðan liggur Lára ein á spítalanum en Nadía og systkini hennar hafa einungis fengið að hitta hana í fimm mínútur síðan þau mættu til borgarinnar. „Hún var þyrst og svöng og sagði að þau væru að hunsa hana þegar hún er að biðja um aðstoð. Það er engin bjalla þannig ef henni vantar eitthvað þá getur hún ekkert gert. Þannig já, henni leið mjög illa þarna,“ segir Nadia. Vantar alla þá hjálp sem þau geta fengið Þau finna fyrir miklu vanmætti. „Þetta er ömurlegt. Það er lítið sem ekkert sem við getum gert og við erum bara vonlaus. Þetta er ótrúlega erfitt þegar það er ekki hægt að gera neitt. Það er ekki hægt að sjá hana, það er ekki hægt að upplýsa hana og já, bara ömurlegt að vita ekki hvernig framhaldið verður. Okkur vantar hjálp. Alla hjálp sem er hægt að fá,“ segir Nadia. Búlgaría Íslendingar erlendis Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Hin 51 árs gamla Lára Björk Sigrúnardóttir liggur þungt haldin á gjörgæslu í borginni Varna í Búlgaríu eftir að hún fékk sýklasótt sem þróaðist út frá þvagfærasýkingu. Varð það til þess að hún fékk blóðsýkingu sem barst í nýrun og svo í lifrina. Klippa: Fá ekki nauðsynlega pappíra Vegna veikindanna er Lára komin með drep í fingur og tær sem gæti þurft að fjarlægja. Lára vill síður að það sé gert í Búlgaríu og vill komast heim til Íslands svo hægt sé að framkvæma aðgerðina þar en hún var stödd í Búlgaríu í fríi með vinafólki sínu. Skella á þegar Lára er nefnd á nafn Það hefur ekki gengið hingað til þar sem spítalinn hefur ekki viljað afhenda ákveðin skjöl sem Lára þarf til að mega vera flutt með sjúkraflugi. Nú er fjölskylda hennar komin út og reynir að aðstoða hana. „Þeir segja við okkur að við getum sótt um það á mánudaginn en miðað við að við erum búin að reyna að sækja um þetta síðan á þriðjudaginn þá veit ég ekki hvernig það mun enda. En það eru allir búnir að reyna að gera sitt besta að hafa samband við þá en þeir eru bara að skella á þegar nafnið hennar er sagt þannig það er mjög erfitt að vinna í kringum þetta,“ segir Nadia Rós Sheriff, dóttir Láru. Lára liggur inni á St. Martin-spítalanum í Varna.St. Martin-spítalinn Fengu aðeins fimm mínútur saman Borgaraþjónustan hér á landi hefur einnig reynt að setja sig í samband við sjúkrahúsið, sem og kjörræðismaður Íslands þar úti. Það breytir engu, það virðist ekki vera hægt að fá réttu pappírana. Og á meðan liggur Lára ein á spítalanum en Nadía og systkini hennar hafa einungis fengið að hitta hana í fimm mínútur síðan þau mættu til borgarinnar. „Hún var þyrst og svöng og sagði að þau væru að hunsa hana þegar hún er að biðja um aðstoð. Það er engin bjalla þannig ef henni vantar eitthvað þá getur hún ekkert gert. Þannig já, henni leið mjög illa þarna,“ segir Nadia. Vantar alla þá hjálp sem þau geta fengið Þau finna fyrir miklu vanmætti. „Þetta er ömurlegt. Það er lítið sem ekkert sem við getum gert og við erum bara vonlaus. Þetta er ótrúlega erfitt þegar það er ekki hægt að gera neitt. Það er ekki hægt að sjá hana, það er ekki hægt að upplýsa hana og já, bara ömurlegt að vita ekki hvernig framhaldið verður. Okkur vantar hjálp. Alla hjálp sem er hægt að fá,“ segir Nadia.
Búlgaría Íslendingar erlendis Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira