Íslenskur prjónahittingur á Tenerife í hverri viku Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. febrúar 2024 20:31 Hópurinn, sem hittist alltaf á miðvikudögum klukkan 14:00 á veitingastað á Tenerife til að prjóna saman, allt hressar og skemmtilegar konur, sem segja fátt betra en á vera á Tenerife á þessum tíma árs með prjónana sína. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þær eru kátar og hressar íslensku konurnar, sem hittast reglulega og prjóna saman á Tenerife. Aðallega er verið að prjóna á barnabörnin heima á Íslandi, þó þær séu með ýmislegt annað á prjónunum á vikulegum prjónahitting hópsins. Konurnar eiga það sameiginlegt að búa alveg á eyjunni, eða vera þar yfir veturinn á meðan svartasta skammdegið gengur yfir á Íslandi. Ingibjörg Bjarnadóttir stofnaði hópinn á sínum tíma. „Mér finnst þetta bara alveg nauðsynlegt og þetta er barnið mitt og ég er svo ánægð með það, sem ég er búin að gera og vil bara að þetta verði áfram þótt ég sé að fara heim á Selfoss, en ég ætla að koma aftur í haust og þá verður þetta bara enn þá stærri hópur heldur en er núna,” segir Ingibjörg alsæl. Ingibjörg Bjarnadóttir stofnaði hópinn á sínum tíma og segist vera mjög stolt af því enda framtakið hennar frábært.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Mér finnst þetta frábært framtak, alveg dásamlegt og virkilega gaman að koma og hittast líka og spjalla við fólkið,” segir Pálína Erna Ásgeirsdóttir. Pálína Erna Ásgeirsdóttir er mjög ánægð með framtakið í kringum prjónahittinginn enda reynir hún alltaf að mæta.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það gengur ekki mikið hjá mér prjónaskapurinn, ég skal viðurkenna það, en ég er búin með hælinn þannig að þetta verður allavega einn sokkur,” segir Anna Grímsdóttir skellihlæjandi. Anna Grímsdóttir segir að prjónaskapurinn gangi ekki alltaf vel hjá sér en hún lætur sig þó hafa það og mætir í þennan flotta félagsskap.Magnús Hlynur Hreiðarsson En eru engir karlar að prjóna með ykkur? „Ekki enn þá en það hlýtur að koma að því, ég trúi ekki öðru. Þeir eru allavega alltaf að koma nær og nær okkur hérna,” segir Björk Ingþórsdóttir. Björk Ingþórsdóttir segir að það styttist og styttist í að karlarnir komi og prjóni með konunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eins og gengur og gerist eru konurnar mis fljótar að prjóna en það er þó ein í hópnum, sem er eins og raketta þegar kemur að prjónunum enda bunkar af fötum fyrir framan hana sem hún hefur prjónað síðustu vikur. Sjáið til dæmis þessa fallegu peysu á langömmubarn, sem á að koma í heiminn eftir nokkrar vikur. „Ég veit ekki af hverju ég er svona fljót að prjóna, þetta hlýtur bara að vera eitthvað í genunum,“ segir Líney Björg Pétursdóttir, ofurprjónari. Líney Björg Pétursdóttir, ofurprjónari með fallega peysu, sem hún var að prjóna á barnabarn sitt, sem kemur í heiminn eftir nokkrar vikur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ferðalög Prjónaskapur Íslendingar erlendis Kanaríeyjar Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira
Konurnar eiga það sameiginlegt að búa alveg á eyjunni, eða vera þar yfir veturinn á meðan svartasta skammdegið gengur yfir á Íslandi. Ingibjörg Bjarnadóttir stofnaði hópinn á sínum tíma. „Mér finnst þetta bara alveg nauðsynlegt og þetta er barnið mitt og ég er svo ánægð með það, sem ég er búin að gera og vil bara að þetta verði áfram þótt ég sé að fara heim á Selfoss, en ég ætla að koma aftur í haust og þá verður þetta bara enn þá stærri hópur heldur en er núna,” segir Ingibjörg alsæl. Ingibjörg Bjarnadóttir stofnaði hópinn á sínum tíma og segist vera mjög stolt af því enda framtakið hennar frábært.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Mér finnst þetta frábært framtak, alveg dásamlegt og virkilega gaman að koma og hittast líka og spjalla við fólkið,” segir Pálína Erna Ásgeirsdóttir. Pálína Erna Ásgeirsdóttir er mjög ánægð með framtakið í kringum prjónahittinginn enda reynir hún alltaf að mæta.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það gengur ekki mikið hjá mér prjónaskapurinn, ég skal viðurkenna það, en ég er búin með hælinn þannig að þetta verður allavega einn sokkur,” segir Anna Grímsdóttir skellihlæjandi. Anna Grímsdóttir segir að prjónaskapurinn gangi ekki alltaf vel hjá sér en hún lætur sig þó hafa það og mætir í þennan flotta félagsskap.Magnús Hlynur Hreiðarsson En eru engir karlar að prjóna með ykkur? „Ekki enn þá en það hlýtur að koma að því, ég trúi ekki öðru. Þeir eru allavega alltaf að koma nær og nær okkur hérna,” segir Björk Ingþórsdóttir. Björk Ingþórsdóttir segir að það styttist og styttist í að karlarnir komi og prjóni með konunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eins og gengur og gerist eru konurnar mis fljótar að prjóna en það er þó ein í hópnum, sem er eins og raketta þegar kemur að prjónunum enda bunkar af fötum fyrir framan hana sem hún hefur prjónað síðustu vikur. Sjáið til dæmis þessa fallegu peysu á langömmubarn, sem á að koma í heiminn eftir nokkrar vikur. „Ég veit ekki af hverju ég er svona fljót að prjóna, þetta hlýtur bara að vera eitthvað í genunum,“ segir Líney Björg Pétursdóttir, ofurprjónari. Líney Björg Pétursdóttir, ofurprjónari með fallega peysu, sem hún var að prjóna á barnabarn sitt, sem kemur í heiminn eftir nokkrar vikur.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ferðalög Prjónaskapur Íslendingar erlendis Kanaríeyjar Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira