Fjármálaráðuneytið hefur áfram rangt við niðurfellingu persónuafsláttar öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru búsettir á Norðurlöndunum Jón Frímann Jónsson skrifar 18. febrúar 2024 07:30 Það er ótrúlega lélegur málflutningur sem Fjármálaráðuneytið hefur við í þeirri vörn sem þeir reyna að setja upp til þess að réttlæta niðurfellingu persónuafsláttar öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru búsettir á Norðurlöndum. Vegna þess að þessi niðurfelling hefur ekki áhrif á neinn annan hóp öryrkja. Þeir öryrkja og ellilífeyrisþegar sem eru búsettir innan Evrópusambandsins en utan Norðurlandanna borga ekki neinn skatt á Íslandi samkvæmt tvísköttunarsamningum þar um. Á móti borgar þetta fólk fullan skatt í því ríki sem það á heima og nýtur þar að leiðandi persónuafsláttar í því ríki eftir þeim lögum sem þar gilda. Þetta er ekki þannig sem Ísland gerði samninga við önnur Norðurlönd um þennan málaflokk. Fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru búsettir á Norðurlöndum. Þá er skattaleg skylda á þessum greiðslum á Íslandi, eða í heimaríki viðkomandi. Ég þekki bara til Danmörku þar sem ég hef verið búsettur og mun nota það í þeim texta sem fer hérna að neðan. Þegar öryrki eða ellilífeyrisþegi flytur til Danmerkur. Þá er hann skattlagður samkvæmt reglum tvísköttunarsamningi milli Íslands og Danmerkur. Þar kemur fram mjög skýrt að skatta af þessum greiðslum skuli vera greiddur á Íslandi, eða heimaríki eins og það er kallað í samningum. Á móti þá dregur skatturinn í Danmörku frá greiddan skatt á Íslandi ásamt áætluðum skatti í Danmörku. Ef einhver mismunur er, þá greiðist það í Danmörku. Það er enginn persónuafsláttar af þessu hjá Danska skattinum, þó fá öryrkjar persónuafslátt hjá Danska skattinum sem er notaður ef fólk fær vinnu og borguð laun í Danmörku. Það bara nær ekki til þessa liðar á dönsku skattaskýrslunni eins og er skilgreint samkvæmt tvísköttunarsamningum. Það er alvarlegt mál þegar Fjármálaráðuneytið kemur með þennan hérna málflutning, sem er ekki byggður á neinum staðreyndum eða dæmum um að þetta hafi gerst, „Fjármálaráðuneytið segir að persónuafsláttur lífeyris- og eftirlaunaþega í útlöndum hafi verið misnotaður og runnið í erlenda ríkissjóði. Ríkið segir fáa verr setta við afnám persónuafsláttarins en ÖBÍ og lífeyrissjóðir leita svara um endanleg áhrif.“ - Frétt Rúv þann 16. Febrúar 2024, „Ríkið ber fyrir sig misnotkun og fé sem rennur í erlenda ríkissjóði“ Þetta er rangt. Íslenska ríkið hefur engin völd til þess að ákvarða þetta eða koma með fullyrðingar af þessari tegund um þetta. Staðreyndin er að þetta er ekkert nema yfirklór og þvæla sem er sett þarna fram. Hvorki Fjármálaráðuneytið eða Skatturinn á Íslandi hafa gefið út leiðbeiningar til öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru búsettir á Norðurlöndum hvaða þeir eiga að setja í skattskýrslur þar sem þeir eiga heima. Margir öryrkjar og ellilífeyrisþegar hafa því ranglega sett persónuafslátt inn í skattaskýrslur í Danmörku og fengið rosalegan reikning til þess að borga til danska skattsins í kjölfarið. Í stað þess að setja inn skattinn áður en persónuafsláttur kemur til eins og er skilgreint og heimilt samkvæmt tvísköttunarsamningum. Danski skatturinn mun ekki gera athugasemdir við slíkt. Ég veit ekki með önnur ríki á Norðurlöndunum. Án persónuafsláttar þá lenda öryrkjar í því að borga stórar fjárhæðir í skatta á Íslandi. Það lækkar ráðstöfunartekjur ennþá meira og gerir stöðuna ennþá verri hjá mörgum. Samkvæmt íslenska skattinum, þá er hægt að fá þetta endurgreitt en það gerist aldrei fyrr en árið eftir. Þar sem þetta eru 100% tekjur sem koma frá Íslandi og samkvæmt þessari lagabreytingu, þá er hægt að fá persónuafslátturinn greiddan í einu lagi þegar skatturinn er gerður upp árið eftir. Ef þessi aðgerð varðar stöðu mála í Portúgal. Þar sem ellilífeyrisþegar eru að borga aðeins 10% skatt. Þá er það þannig að skattskyldan þar er öll í Portúgal en engin á Íslandi fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja sem búa í Portúgal. Þessi breyting á lögum mun því ekki hafa nein áhrif á það fólk. Þetta mun, eins og ég hef nefnt í þessari grein, koma verst niður á þeim sem eru búsettir á Norðurlöndunum vegna þess hvernig tvísköttunarsamningurinn milli Íslands og hinna Norðurlandanna er settur upp fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega. Þetta mun ekki hafa nein áhrif á þá sem eru búsettir utan Norðurlandanna. Þar sem skattskyldan er öll í því ríki sem viðkomandi býr. Þessari lagabreytingu verður að breyta til baka. Annars mun það auka á vandræði ákveðin hóps öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru búsettir á Norðurlöndunum. Höfundur er öryrki, tímabundið búsettur á Íslandi. Annars í Danmörku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Lífeyrissjóðir Jón Frímann Jónsson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ótrúlega lélegur málflutningur sem Fjármálaráðuneytið hefur við í þeirri vörn sem þeir reyna að setja upp til þess að réttlæta niðurfellingu persónuafsláttar öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru búsettir á Norðurlöndum. Vegna þess að þessi niðurfelling hefur ekki áhrif á neinn annan hóp öryrkja. Þeir öryrkja og ellilífeyrisþegar sem eru búsettir innan Evrópusambandsins en utan Norðurlandanna borga ekki neinn skatt á Íslandi samkvæmt tvísköttunarsamningum þar um. Á móti borgar þetta fólk fullan skatt í því ríki sem það á heima og nýtur þar að leiðandi persónuafsláttar í því ríki eftir þeim lögum sem þar gilda. Þetta er ekki þannig sem Ísland gerði samninga við önnur Norðurlönd um þennan málaflokk. Fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru búsettir á Norðurlöndum. Þá er skattaleg skylda á þessum greiðslum á Íslandi, eða í heimaríki viðkomandi. Ég þekki bara til Danmörku þar sem ég hef verið búsettur og mun nota það í þeim texta sem fer hérna að neðan. Þegar öryrki eða ellilífeyrisþegi flytur til Danmerkur. Þá er hann skattlagður samkvæmt reglum tvísköttunarsamningi milli Íslands og Danmerkur. Þar kemur fram mjög skýrt að skatta af þessum greiðslum skuli vera greiddur á Íslandi, eða heimaríki eins og það er kallað í samningum. Á móti þá dregur skatturinn í Danmörku frá greiddan skatt á Íslandi ásamt áætluðum skatti í Danmörku. Ef einhver mismunur er, þá greiðist það í Danmörku. Það er enginn persónuafsláttar af þessu hjá Danska skattinum, þó fá öryrkjar persónuafslátt hjá Danska skattinum sem er notaður ef fólk fær vinnu og borguð laun í Danmörku. Það bara nær ekki til þessa liðar á dönsku skattaskýrslunni eins og er skilgreint samkvæmt tvísköttunarsamningum. Það er alvarlegt mál þegar Fjármálaráðuneytið kemur með þennan hérna málflutning, sem er ekki byggður á neinum staðreyndum eða dæmum um að þetta hafi gerst, „Fjármálaráðuneytið segir að persónuafsláttur lífeyris- og eftirlaunaþega í útlöndum hafi verið misnotaður og runnið í erlenda ríkissjóði. Ríkið segir fáa verr setta við afnám persónuafsláttarins en ÖBÍ og lífeyrissjóðir leita svara um endanleg áhrif.“ - Frétt Rúv þann 16. Febrúar 2024, „Ríkið ber fyrir sig misnotkun og fé sem rennur í erlenda ríkissjóði“ Þetta er rangt. Íslenska ríkið hefur engin völd til þess að ákvarða þetta eða koma með fullyrðingar af þessari tegund um þetta. Staðreyndin er að þetta er ekkert nema yfirklór og þvæla sem er sett þarna fram. Hvorki Fjármálaráðuneytið eða Skatturinn á Íslandi hafa gefið út leiðbeiningar til öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru búsettir á Norðurlöndum hvaða þeir eiga að setja í skattskýrslur þar sem þeir eiga heima. Margir öryrkjar og ellilífeyrisþegar hafa því ranglega sett persónuafslátt inn í skattaskýrslur í Danmörku og fengið rosalegan reikning til þess að borga til danska skattsins í kjölfarið. Í stað þess að setja inn skattinn áður en persónuafsláttur kemur til eins og er skilgreint og heimilt samkvæmt tvísköttunarsamningum. Danski skatturinn mun ekki gera athugasemdir við slíkt. Ég veit ekki með önnur ríki á Norðurlöndunum. Án persónuafsláttar þá lenda öryrkjar í því að borga stórar fjárhæðir í skatta á Íslandi. Það lækkar ráðstöfunartekjur ennþá meira og gerir stöðuna ennþá verri hjá mörgum. Samkvæmt íslenska skattinum, þá er hægt að fá þetta endurgreitt en það gerist aldrei fyrr en árið eftir. Þar sem þetta eru 100% tekjur sem koma frá Íslandi og samkvæmt þessari lagabreytingu, þá er hægt að fá persónuafslátturinn greiddan í einu lagi þegar skatturinn er gerður upp árið eftir. Ef þessi aðgerð varðar stöðu mála í Portúgal. Þar sem ellilífeyrisþegar eru að borga aðeins 10% skatt. Þá er það þannig að skattskyldan þar er öll í Portúgal en engin á Íslandi fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja sem búa í Portúgal. Þessi breyting á lögum mun því ekki hafa nein áhrif á það fólk. Þetta mun, eins og ég hef nefnt í þessari grein, koma verst niður á þeim sem eru búsettir á Norðurlöndunum vegna þess hvernig tvísköttunarsamningurinn milli Íslands og hinna Norðurlandanna er settur upp fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega. Þetta mun ekki hafa nein áhrif á þá sem eru búsettir utan Norðurlandanna. Þar sem skattskyldan er öll í því ríki sem viðkomandi býr. Þessari lagabreytingu verður að breyta til baka. Annars mun það auka á vandræði ákveðin hóps öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru búsettir á Norðurlöndunum. Höfundur er öryrki, tímabundið búsettur á Íslandi. Annars í Danmörku.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun