Handbolti

FH-ingar biðu af­hroð í Slóvakíu og eru úr leik

Siggeir Ævarsson skrifar
Ásbjörn Friðriksson markahæstur FH-inga með sex mörk
Ásbjörn Friðriksson markahæstur FH-inga með sex mörk Vísir/Pawel

Eftir að hafa unnið fyrri viðureignina gegn Tatran Presov, sem einnig fór fram í Slóvaíku, með fimm mörkum snérist allt í höndunum á FH-ingum í kvöld en liðið tapaði með átta mörkum og er því úr leik í Evrópubikaranum.

Fyrri leikurinn fór 35-30, FH í hag, og var liðið því í nokkuð vænlegri stöðu fyrir seinni seinni en leikurinn var hluti af 16-liða úr­slit­um Evr­ópu­bik­ars karla.

Heimamenn voru með tögl og hagldir á leiknum allan tímann og leiddu í hálfleik 15-13, sem var alls ekki alslæm staða fyrir FH, sem náði raunar að minnka muninn í 20-19. En eftir það skoraði FH aðeins fjögur mörg, gegn ellefu mörkum heimamanna, lokatölur leiksins 31-23. Samanlagt vann Tatran Presov einvígið því 61-58 og ljóst að FH-ingar fylgja Valsmönnum ekki í 8-liða úrslit.

Ásbjörn Friðriksson og Jóhannes Berg Andrason voru markahæstir FH-inga, skoruðu sex mörk hvor, en hjá Tatran Presov fór Marko Davidovic á kostum og skoraði 14 mörk.

Tölfræði leiksins má lesa hér.


Tengdar fréttir

Valsmenn í 8-liða úrslit Evrópubikarsins

Valur er kominn í 8-liða úrslit Evrópubikarsins í handbolta eftir frækinn sigur á Metal­ plastika Sa­bac, en seinni leikur liðanna fór fram í Serbíu í kvöld. 

FH-ingar í góðum málum fyrir seinni leikinn

FH vann sterkan fimm marka sigur er liðið mætti slóvakíska liðinu Presov í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Evrópubikarsins í handbolta í kvöld, 35-30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×