Manchester United slapp með skrekkinn Siggeir Ævarsson skrifar 18. febrúar 2024 18:44 Carlton Morris skorar framhjá Andre Onana sem var kominn í skrautlega stöðu Vísir/Getty Luton tók á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag. United fékk sannkallaða draumabyrjun þegar Rasmus Højlund skoraði strax á 1. mínútu og varð þar með yngsti leikmaðurinn í sögu deildarinnar til að skora í sex leikjum í röð. Højlund var svo aftur á ferðinni sex mínútum síðar þegar hann stýrði skoti frá Alejando Garnacho í netið með bringunni en skotið virtist vera á leið framhjá. Heimamenn létu þessa byrjun United þó ekki slá sig út af laginu og strax á 14. mínútu minnkaði Carlton Morris muninn eftir glundroða í teig United. Þrátt fyrir þessa fjörugu byrjun komu ekki fleiri mörk í þennan leik en ekki vantaði færin. Bæði lið sóttu mikið og fengu fjölmörg færi. Það verður ekki tekið af Luton að leikmenn liðsins lögðu líf og sál í þennan leik en vantaði töluvert upp á sóknargæðin til að klára sín færi. Leikmenn Manchester United fengu nokkur sannkölluð dauðafæri til að gera út um leikinn en brást ítrekað bogalistin. Þeir hefðu eflaust nagað sig hressilega á handabökin ef Luton hefðu jafnað leikinn en sluppu með skrekkinn og öll þrjú stigin að þessu sinni. Enski boltinn
Luton tók á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag. United fékk sannkallaða draumabyrjun þegar Rasmus Højlund skoraði strax á 1. mínútu og varð þar með yngsti leikmaðurinn í sögu deildarinnar til að skora í sex leikjum í röð. Højlund var svo aftur á ferðinni sex mínútum síðar þegar hann stýrði skoti frá Alejando Garnacho í netið með bringunni en skotið virtist vera á leið framhjá. Heimamenn létu þessa byrjun United þó ekki slá sig út af laginu og strax á 14. mínútu minnkaði Carlton Morris muninn eftir glundroða í teig United. Þrátt fyrir þessa fjörugu byrjun komu ekki fleiri mörk í þennan leik en ekki vantaði færin. Bæði lið sóttu mikið og fengu fjölmörg færi. Það verður ekki tekið af Luton að leikmenn liðsins lögðu líf og sál í þennan leik en vantaði töluvert upp á sóknargæðin til að klára sín færi. Leikmenn Manchester United fengu nokkur sannkölluð dauðafæri til að gera út um leikinn en brást ítrekað bogalistin. Þeir hefðu eflaust nagað sig hressilega á handabökin ef Luton hefðu jafnað leikinn en sluppu með skrekkinn og öll þrjú stigin að þessu sinni.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti