Hundruð milljóna króna skattasekt staðfest Árni Sæberg skrifar 16. febrúar 2024 15:35 Landsréttur kvað upp dóm í málinu í dag. Vísir/Egill Landsréttur hefur sakfellt karlmann á sextugsaldri fyrir skattalagabrot. Hann var dæmdur í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 268 milljóna króna í sekt. Ákæruvaldið féllst á það undir rekstri málsins að tiltekin útgjöld hafi talist rekstrarkostnaður og sekt mannsins var lækkuð um 55 milljónir króna, frá því sem hafði verið dæmt í héraði. Þetta segir í dómi Landsréttar, sem kveðinn var upp í dag. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness kom fram að Georg Mikaelsson hefði staðið skil á röngum skattframtölum gjaldárin 2010 til 2014 og ekki gert grein fyrir eignarhaldi sínu á einkahlutafélaginu GM, sem var skráð á Seychelleseyjum. Í dómi Landsréttar segir að fyrir Landsrétti hafi Georg krafist frávísunar málsins frá héraðsdómi þar sem ákæra hafi efnislega verið byggð á skýrslu skattyfirvalda en ekki á sjálfstæðri rannsókn lögreglu. Landsréttur hafi hafnað kröfunni með vísan til þess að þegar ófullnægjandi rannsókn leiddi til þess að ákæruliðir teldust ekki sannaðir varðaði það ekki frávísun heldur sýknu. Landsréttur hafi fallist á það með héraðsdómi að Georg hefði á tekjuárinu 2009 haft 66.354.336 krónur í tekjur af hlutafjáreign sinni í GM Ltd. Georg hefði komið sér undan greiðslu fjármagnstekjuskatts að fjárhæð 8.097.394 krónur, auk þess sem hann hefði ekki gert grein fyrir eignarhaldi sínu á félaginu á skattframtali. Ekki alveg jafnhá sekt og í héraði Undir rekstri málsins fyrir Landsrétti hafi ákæruvaldið fallist á að tiltekin útgjöld teldust rekstrarkostnaður GM Ltd. Þá hafi rétturinn fallist á að önnur tilgreind útgjöld teldust rekstrarkostnaður félagsins. Rétturinn hafi lagt til grundvallar að rekstrarhagnaður GM Ltd. á tekjuárunum 2010 til 2013 hefði numið 180.798.436 krónum og næmi vangreiddur tekjuskattur og útsvar Georgs samtals 81.298.415 krónum og vangreiddur fjármagnstekjuskattur 8.097.934 krónum. Sem áður segir var Georg dæmdur í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 268 milljóna króna í sekt innan fjögurra vikna, ellegar sæta fangelsi í 360 daga. Þá var honum gert að greiða tvo þriðju málvarnarlauna verjanda síns fyrir Landsrétti, sem voru í heild 15,7 milljónir króna. Í héraði var honum gert að greiða verjanda sínum 22 milljónir króna. Fréttin hefur verið uppfærð. Skattar og tollar Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Þetta segir í dómi Landsréttar, sem kveðinn var upp í dag. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness kom fram að Georg Mikaelsson hefði staðið skil á röngum skattframtölum gjaldárin 2010 til 2014 og ekki gert grein fyrir eignarhaldi sínu á einkahlutafélaginu GM, sem var skráð á Seychelleseyjum. Í dómi Landsréttar segir að fyrir Landsrétti hafi Georg krafist frávísunar málsins frá héraðsdómi þar sem ákæra hafi efnislega verið byggð á skýrslu skattyfirvalda en ekki á sjálfstæðri rannsókn lögreglu. Landsréttur hafi hafnað kröfunni með vísan til þess að þegar ófullnægjandi rannsókn leiddi til þess að ákæruliðir teldust ekki sannaðir varðaði það ekki frávísun heldur sýknu. Landsréttur hafi fallist á það með héraðsdómi að Georg hefði á tekjuárinu 2009 haft 66.354.336 krónur í tekjur af hlutafjáreign sinni í GM Ltd. Georg hefði komið sér undan greiðslu fjármagnstekjuskatts að fjárhæð 8.097.394 krónur, auk þess sem hann hefði ekki gert grein fyrir eignarhaldi sínu á félaginu á skattframtali. Ekki alveg jafnhá sekt og í héraði Undir rekstri málsins fyrir Landsrétti hafi ákæruvaldið fallist á að tiltekin útgjöld teldust rekstrarkostnaður GM Ltd. Þá hafi rétturinn fallist á að önnur tilgreind útgjöld teldust rekstrarkostnaður félagsins. Rétturinn hafi lagt til grundvallar að rekstrarhagnaður GM Ltd. á tekjuárunum 2010 til 2013 hefði numið 180.798.436 krónum og næmi vangreiddur tekjuskattur og útsvar Georgs samtals 81.298.415 krónum og vangreiddur fjármagnstekjuskattur 8.097.934 krónum. Sem áður segir var Georg dæmdur í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 268 milljóna króna í sekt innan fjögurra vikna, ellegar sæta fangelsi í 360 daga. Þá var honum gert að greiða tvo þriðju málvarnarlauna verjanda síns fyrir Landsrétti, sem voru í heild 15,7 milljónir króna. Í héraði var honum gert að greiða verjanda sínum 22 milljónir króna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Skattar og tollar Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent