Hundruð milljóna króna skattasekt staðfest Árni Sæberg skrifar 16. febrúar 2024 15:35 Landsréttur kvað upp dóm í málinu í dag. Vísir/Egill Landsréttur hefur sakfellt karlmann á sextugsaldri fyrir skattalagabrot. Hann var dæmdur í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 268 milljóna króna í sekt. Ákæruvaldið féllst á það undir rekstri málsins að tiltekin útgjöld hafi talist rekstrarkostnaður og sekt mannsins var lækkuð um 55 milljónir króna, frá því sem hafði verið dæmt í héraði. Þetta segir í dómi Landsréttar, sem kveðinn var upp í dag. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness kom fram að Georg Mikaelsson hefði staðið skil á röngum skattframtölum gjaldárin 2010 til 2014 og ekki gert grein fyrir eignarhaldi sínu á einkahlutafélaginu GM, sem var skráð á Seychelleseyjum. Í dómi Landsréttar segir að fyrir Landsrétti hafi Georg krafist frávísunar málsins frá héraðsdómi þar sem ákæra hafi efnislega verið byggð á skýrslu skattyfirvalda en ekki á sjálfstæðri rannsókn lögreglu. Landsréttur hafi hafnað kröfunni með vísan til þess að þegar ófullnægjandi rannsókn leiddi til þess að ákæruliðir teldust ekki sannaðir varðaði það ekki frávísun heldur sýknu. Landsréttur hafi fallist á það með héraðsdómi að Georg hefði á tekjuárinu 2009 haft 66.354.336 krónur í tekjur af hlutafjáreign sinni í GM Ltd. Georg hefði komið sér undan greiðslu fjármagnstekjuskatts að fjárhæð 8.097.394 krónur, auk þess sem hann hefði ekki gert grein fyrir eignarhaldi sínu á félaginu á skattframtali. Ekki alveg jafnhá sekt og í héraði Undir rekstri málsins fyrir Landsrétti hafi ákæruvaldið fallist á að tiltekin útgjöld teldust rekstrarkostnaður GM Ltd. Þá hafi rétturinn fallist á að önnur tilgreind útgjöld teldust rekstrarkostnaður félagsins. Rétturinn hafi lagt til grundvallar að rekstrarhagnaður GM Ltd. á tekjuárunum 2010 til 2013 hefði numið 180.798.436 krónum og næmi vangreiddur tekjuskattur og útsvar Georgs samtals 81.298.415 krónum og vangreiddur fjármagnstekjuskattur 8.097.934 krónum. Sem áður segir var Georg dæmdur í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 268 milljóna króna í sekt innan fjögurra vikna, ellegar sæta fangelsi í 360 daga. Þá var honum gert að greiða tvo þriðju málvarnarlauna verjanda síns fyrir Landsrétti, sem voru í heild 15,7 milljónir króna. Í héraði var honum gert að greiða verjanda sínum 22 milljónir króna. Fréttin hefur verið uppfærð. Skattar og tollar Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Þetta segir í dómi Landsréttar, sem kveðinn var upp í dag. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness kom fram að Georg Mikaelsson hefði staðið skil á röngum skattframtölum gjaldárin 2010 til 2014 og ekki gert grein fyrir eignarhaldi sínu á einkahlutafélaginu GM, sem var skráð á Seychelleseyjum. Í dómi Landsréttar segir að fyrir Landsrétti hafi Georg krafist frávísunar málsins frá héraðsdómi þar sem ákæra hafi efnislega verið byggð á skýrslu skattyfirvalda en ekki á sjálfstæðri rannsókn lögreglu. Landsréttur hafi hafnað kröfunni með vísan til þess að þegar ófullnægjandi rannsókn leiddi til þess að ákæruliðir teldust ekki sannaðir varðaði það ekki frávísun heldur sýknu. Landsréttur hafi fallist á það með héraðsdómi að Georg hefði á tekjuárinu 2009 haft 66.354.336 krónur í tekjur af hlutafjáreign sinni í GM Ltd. Georg hefði komið sér undan greiðslu fjármagnstekjuskatts að fjárhæð 8.097.394 krónur, auk þess sem hann hefði ekki gert grein fyrir eignarhaldi sínu á félaginu á skattframtali. Ekki alveg jafnhá sekt og í héraði Undir rekstri málsins fyrir Landsrétti hafi ákæruvaldið fallist á að tiltekin útgjöld teldust rekstrarkostnaður GM Ltd. Þá hafi rétturinn fallist á að önnur tilgreind útgjöld teldust rekstrarkostnaður félagsins. Rétturinn hafi lagt til grundvallar að rekstrarhagnaður GM Ltd. á tekjuárunum 2010 til 2013 hefði numið 180.798.436 krónum og næmi vangreiddur tekjuskattur og útsvar Georgs samtals 81.298.415 krónum og vangreiddur fjármagnstekjuskattur 8.097.934 krónum. Sem áður segir var Georg dæmdur í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 268 milljóna króna í sekt innan fjögurra vikna, ellegar sæta fangelsi í 360 daga. Þá var honum gert að greiða tvo þriðju málvarnarlauna verjanda síns fyrir Landsrétti, sem voru í heild 15,7 milljónir króna. Í héraði var honum gert að greiða verjanda sínum 22 milljónir króna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Skattar og tollar Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira