Skotklukkudrama á Króknum: Af hverju trompast Pavel ekki þarna? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2024 07:30 Njarðvíkingurinn Dwayne Lautier-Ogunleye heldur enn á boltanum en skotklukkuljósið sýnir að skotklukkan er runnin út. Pavel Ermolinskij og lærisveinum hans í Tindastólsliðinu þótti á sér brotið. Samsett/Hulda Margrét/S2 Sport Njarðvík vann eins stigs sigur á Tindastóli á Sauðárkrók í Subway deild karla í körfubolta í gærkvöldi en heimamönnum þótti á sér brotið undir lok leiksins. Tilþrifin á Stöð 2 Sport skoðuðu þessi tvö umdeildu atvik betur eftir leikinn. „Við getum ekki byrjað umfjöllunina um leikinn án þess að tala um þessi tvö vafaatriði sem varða skotklukkuna,“ sagði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Tilþrifanna. Fyrra atvikið gerðist þegar það eru meira en tvær mínútur eftir af leiknum en seinna atvikið á síðustu mínútunni. Tilþrifin sýndu atvikin og ræddu. „Þarna er barningur um boltann og enginn i Tindastólsliðinu er kominn með vald á boltanum. Þar af leiðandi ætti þetta ekki að vera 24 sekúndna klukka og Tindastóls bolti,“ sagði Magnús Þór Gunnarsson, sérfræðingur þáttarins. „Augljóslega eru mistökin ritaraborðsins að hafa endurnýjað klukkuna en vökulir dómarar leiksins hefðu átt að sjá þetta,“ sagði Hörður. „Þeir eru þrír, það ætti einhver að sjá þetta,“ sagði Magnús. „Við verðum að verða hreinskilnir og segja að þeir eiga að sjá þetta,“ sagði Hörður. Klippa: Umdeild atvik í leik Tindastóls og Njarðvíkur „Þetta gerist beint fyrir framan Pavel og Pavel tjúllast,“ sagði Teitur Örlygsson en hann segir að dómararnir hafi ekki verið vissir um hvort að Tindastóll hefði náð boltanum og því látið leikinn ganga. „Reglurnar eru þannig kæru áhorfendur að það má ekki skoða þetta nema ef dómararnir flauti 24 sekúndur og þá er það eingöngu ef að það eru minna en tvær mínútur eftir af leiknum,“ sagði Hörður sem átti ekki við í þessu fyrra atviki. Þeir fóru síðan yfir atvik númer tvö. „Það gerist einni og hálfri mínútu síðar. Það er alla vega vafaatriði hvort Dwayne Lautier-Ogunleye sé búinn að sleppa boltanum. Þegar við spilum þetta hægt þá er skotklukkan búin,“ sagði Hörður. „Hún er komin niður í 0:0 þegar hann heldur enn á boltanum,“ sagði Magnús. Njarðvík kemst þarna þremur stigum yfir þegar 55 sekúndur eru eftir af leiknum. „Af hverju biður enginn um þetta?“ spurði Teitur hneykslaður. „Af hverju trompast enginn þarna. Af hverju trompast Pavel ekki þarna? Hann er að horfa á þetta,“ sagði Magnús en Pavel tók bara leikhlé. Hörður lét stoppa myndina þar sem sást greinilega að klukkan var búin og Lautier-Ogunleye var enn með boltann í hendinni. Hér fyrir ofan má sjá þá félagana ræða þessi tvö atvik. Njarðvíkingurinn Dwayne Lautier-Ogunleye heldur enn á boltanum en skotklukkuljósið sýnir að skotklukkan er runnin út.Stöð 2 Sport Subway-deild karla Tindastóll UMF Njarðvík Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
„Við getum ekki byrjað umfjöllunina um leikinn án þess að tala um þessi tvö vafaatriði sem varða skotklukkuna,“ sagði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Tilþrifanna. Fyrra atvikið gerðist þegar það eru meira en tvær mínútur eftir af leiknum en seinna atvikið á síðustu mínútunni. Tilþrifin sýndu atvikin og ræddu. „Þarna er barningur um boltann og enginn i Tindastólsliðinu er kominn með vald á boltanum. Þar af leiðandi ætti þetta ekki að vera 24 sekúndna klukka og Tindastóls bolti,“ sagði Magnús Þór Gunnarsson, sérfræðingur þáttarins. „Augljóslega eru mistökin ritaraborðsins að hafa endurnýjað klukkuna en vökulir dómarar leiksins hefðu átt að sjá þetta,“ sagði Hörður. „Þeir eru þrír, það ætti einhver að sjá þetta,“ sagði Magnús. „Við verðum að verða hreinskilnir og segja að þeir eiga að sjá þetta,“ sagði Hörður. Klippa: Umdeild atvik í leik Tindastóls og Njarðvíkur „Þetta gerist beint fyrir framan Pavel og Pavel tjúllast,“ sagði Teitur Örlygsson en hann segir að dómararnir hafi ekki verið vissir um hvort að Tindastóll hefði náð boltanum og því látið leikinn ganga. „Reglurnar eru þannig kæru áhorfendur að það má ekki skoða þetta nema ef dómararnir flauti 24 sekúndur og þá er það eingöngu ef að það eru minna en tvær mínútur eftir af leiknum,“ sagði Hörður sem átti ekki við í þessu fyrra atviki. Þeir fóru síðan yfir atvik númer tvö. „Það gerist einni og hálfri mínútu síðar. Það er alla vega vafaatriði hvort Dwayne Lautier-Ogunleye sé búinn að sleppa boltanum. Þegar við spilum þetta hægt þá er skotklukkan búin,“ sagði Hörður. „Hún er komin niður í 0:0 þegar hann heldur enn á boltanum,“ sagði Magnús. Njarðvík kemst þarna þremur stigum yfir þegar 55 sekúndur eru eftir af leiknum. „Af hverju biður enginn um þetta?“ spurði Teitur hneykslaður. „Af hverju trompast enginn þarna. Af hverju trompast Pavel ekki þarna? Hann er að horfa á þetta,“ sagði Magnús en Pavel tók bara leikhlé. Hörður lét stoppa myndina þar sem sást greinilega að klukkan var búin og Lautier-Ogunleye var enn með boltann í hendinni. Hér fyrir ofan má sjá þá félagana ræða þessi tvö atvik. Njarðvíkingurinn Dwayne Lautier-Ogunleye heldur enn á boltanum en skotklukkuljósið sýnir að skotklukkan er runnin út.Stöð 2 Sport
Subway-deild karla Tindastóll UMF Njarðvík Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira