Reiðilesturinn um samlokuna kom Wilder í vandræði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2024 13:00 Chris Wilder, knattspyrnustjóri Sheffield United, getur ekki leynt vonbrigðum sínum á hliðarlínunni. Getty/Catherine Ivill Chris Wilder, knattspyrnustjóri Sheffield United, hefur verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir ummæli sína um dómara eftir 3-2 tapleik á móti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í síðasta mánuði. Wilder var mjög ósáttur með ákvarðanir dómarann í leiknum og sagði að frammistaða Tony Harrington hafi verið út í hött. Hann talaði líka um það við fjölmiðla að dómarar væri líklegri til að dæma gegn félagi hans. Wilder er ákærður af aganefnd sambandsins fyrir að saka dómara um hlutdrægni eða draga efa á heiðarleika þeirra. Chris Wilder charged by FA after sandwich-gate comments @mcgrathmike#TelegraphFootball I #SUFC— Telegraph Football (@TeleFootball) February 14, 2024 Wilder reiddist mikið yfir því að markvörður hans, Ivo Grbic, þurfti að yfirgefa völlinn með heilahristing eftir samstuð við Jean-Philippe Mateta hjá Palace. Mateta fékk ekki gult spjald. „Þetta er enn ein fáránlega frammistaðan frá dómaranum. Ég fékk að vita það frá dómara, sem er eins heiðarlegur og þeir finnast, að ég yrði að vera tilbúinn að því að allar 50-50 ákvarðanir myndu ekki falla með mér,“ sagði Chris Wilder, eftir leikinn. „Þeirra maður tekur markvörðinn okkar út úr leiknum. Það skiptir engu máli hvort að þetta hafi verið slys eða ekki. Þetta er alltaf gult spjald. Allar tæpar ákvarðanir voru á móti okkur,“ sagði Wilder. pic.twitter.com/VMWPJVdKqr— FA Spokesperson (@FAspokesperson) February 14, 2024 „Ég er ekki að horfa bara á síðustu tíu leiki heldur yfir lengra tímabil og áður en ég kom hingað. Kannski hugsa þeir: Þeir verða ekki lengi í deildinni og ég mun kannski dæma hjá hinum liðinu á næsta ári,“ sagði Wilder. Wilder nefndi það líka að einn dómaranna í leiknum hafi sýnt sér virðingarleysi þegar hann fór að ræða málin eftir leikinn. „Ég fór til dómarans og sagði honum mína skoðun. Einn af aðstoðarmönnum hans var að borða samloku og mér fannst hann með því sýna mér virðingarleysi. Vonandi naut hann samlokunnar á meðan hann var að tala við knattspyrnustjóra í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Wilder. Samlokuummælin hafa fengið enska miðla til að kalla það samloku-gate. BREAKING: Sheffield United boss Chris Wilder has been charged by The FA for media comments following their defeat at Crystal Palace on January 30. pic.twitter.com/Z4UDuOV5aS— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 14, 2024 Enski boltinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Sjá meira
Wilder var mjög ósáttur með ákvarðanir dómarann í leiknum og sagði að frammistaða Tony Harrington hafi verið út í hött. Hann talaði líka um það við fjölmiðla að dómarar væri líklegri til að dæma gegn félagi hans. Wilder er ákærður af aganefnd sambandsins fyrir að saka dómara um hlutdrægni eða draga efa á heiðarleika þeirra. Chris Wilder charged by FA after sandwich-gate comments @mcgrathmike#TelegraphFootball I #SUFC— Telegraph Football (@TeleFootball) February 14, 2024 Wilder reiddist mikið yfir því að markvörður hans, Ivo Grbic, þurfti að yfirgefa völlinn með heilahristing eftir samstuð við Jean-Philippe Mateta hjá Palace. Mateta fékk ekki gult spjald. „Þetta er enn ein fáránlega frammistaðan frá dómaranum. Ég fékk að vita það frá dómara, sem er eins heiðarlegur og þeir finnast, að ég yrði að vera tilbúinn að því að allar 50-50 ákvarðanir myndu ekki falla með mér,“ sagði Chris Wilder, eftir leikinn. „Þeirra maður tekur markvörðinn okkar út úr leiknum. Það skiptir engu máli hvort að þetta hafi verið slys eða ekki. Þetta er alltaf gult spjald. Allar tæpar ákvarðanir voru á móti okkur,“ sagði Wilder. pic.twitter.com/VMWPJVdKqr— FA Spokesperson (@FAspokesperson) February 14, 2024 „Ég er ekki að horfa bara á síðustu tíu leiki heldur yfir lengra tímabil og áður en ég kom hingað. Kannski hugsa þeir: Þeir verða ekki lengi í deildinni og ég mun kannski dæma hjá hinum liðinu á næsta ári,“ sagði Wilder. Wilder nefndi það líka að einn dómaranna í leiknum hafi sýnt sér virðingarleysi þegar hann fór að ræða málin eftir leikinn. „Ég fór til dómarans og sagði honum mína skoðun. Einn af aðstoðarmönnum hans var að borða samloku og mér fannst hann með því sýna mér virðingarleysi. Vonandi naut hann samlokunnar á meðan hann var að tala við knattspyrnustjóra í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Wilder. Samlokuummælin hafa fengið enska miðla til að kalla það samloku-gate. BREAKING: Sheffield United boss Chris Wilder has been charged by The FA for media comments following their defeat at Crystal Palace on January 30. pic.twitter.com/Z4UDuOV5aS— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 14, 2024
Enski boltinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Sjá meira