Ein með börnin 326 daga á ári: „Hló fyrst en varð svo sorgmædd“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2024 09:30 Henrik og Liva Ingebrigtsen eru hér saman með dæturnar Oliviu og Charlottu. Samsett/Getty/@livaingebrigtsen Norski frjálsíþróttakappinn Henrik Ingebrigtsen eyðir ekki miklum tíma með eiginkonu sinni og börnum. Hún ákvað að reikna það saman hversu lítið það er í raun. Norska blaðið Verdens Gang fjallaði um útreikninga Livu Ingebrigtsen. Ingebrigtsen er einn af hlaupabræðrunum öflugu en hann varð Evrópumeistari i 1500 metra hlaupi á sínum tíma og hefur komist sjö sinnum á verðlaunapall á EM innan- og utanhúss. Henrik og Liva Ingebrigtsen eiga saman dæturnar Oliviu og Charlottu. Liva Ingebrigtsen (27) er «alene» 326 dager i året Først lo jeg, så ble jeg lei meg, sier Liva Ingebrigtsen. Mannen kaller henne et supermenneske.https://t.co/iqewxBuc5Z— Knut A Rosvold (@knutarnold) February 11, 2024 Henrik eyðir bara 2400 klukkutímum heima hjá sér á árinu en annars er hann í keppnis- eða æfingaferðum vegna íþróttar sinnar. Hann þarf að sofa 900 af þessum klukkutímum og 500 klukkutímar í viðbót fara í æfingar. Þá bætast við 75 klukkutímar í sjúkraþjálfun. Eftir standa því aðeins 925 klukkutímar á heilu ári til að eyða með fjölskyldu sinni. Það gerir samanlagt 39 daga. 326 daga á árinu er hún því ein með börnin. „Ég hló fyrst en varð svo sorgmædd. Það varð svo augljóst hversu litlum tíma við eyðum saman. Það var skrýtið að sjá þetta svona svart á hvítu,“ sagði Liva Ingebrigtsen við VG. Hún er sjálf áhrifavaldur í Noregi og sýnir frá fjölskyldulífi sínu í Sandness. „Það þarf mikið til að við fáum leið á hvoru öðru. Ég fæ enn fiðrildi í magann þegar hann kemur heim. Það er gaman að sjá hann aftur. Það er það góða við þetta,“ sagði Liva. Henrik hefur sjálfur hrósað eiginkonu sinni fyrir að halda öllu gangandi þegar hann er í burtu. „Liva er nánast ofurmannleg með það hvað henni tekst að komast yfir á hverjum degi, ein heima með tvö börn, tvo hunda og fullt af boltum á lofti,“ sagði Henrik við VG. Henrik Ingebrigsten fagnar með bræðrum sínum Filip og Jakob Ingebrigtsen. Þeir hafa allir orðið Evrópumeistarar.Getty/Alexander Hassenstein Frjálsar íþróttir Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira
Norska blaðið Verdens Gang fjallaði um útreikninga Livu Ingebrigtsen. Ingebrigtsen er einn af hlaupabræðrunum öflugu en hann varð Evrópumeistari i 1500 metra hlaupi á sínum tíma og hefur komist sjö sinnum á verðlaunapall á EM innan- og utanhúss. Henrik og Liva Ingebrigtsen eiga saman dæturnar Oliviu og Charlottu. Liva Ingebrigtsen (27) er «alene» 326 dager i året Først lo jeg, så ble jeg lei meg, sier Liva Ingebrigtsen. Mannen kaller henne et supermenneske.https://t.co/iqewxBuc5Z— Knut A Rosvold (@knutarnold) February 11, 2024 Henrik eyðir bara 2400 klukkutímum heima hjá sér á árinu en annars er hann í keppnis- eða æfingaferðum vegna íþróttar sinnar. Hann þarf að sofa 900 af þessum klukkutímum og 500 klukkutímar í viðbót fara í æfingar. Þá bætast við 75 klukkutímar í sjúkraþjálfun. Eftir standa því aðeins 925 klukkutímar á heilu ári til að eyða með fjölskyldu sinni. Það gerir samanlagt 39 daga. 326 daga á árinu er hún því ein með börnin. „Ég hló fyrst en varð svo sorgmædd. Það varð svo augljóst hversu litlum tíma við eyðum saman. Það var skrýtið að sjá þetta svona svart á hvítu,“ sagði Liva Ingebrigtsen við VG. Hún er sjálf áhrifavaldur í Noregi og sýnir frá fjölskyldulífi sínu í Sandness. „Það þarf mikið til að við fáum leið á hvoru öðru. Ég fæ enn fiðrildi í magann þegar hann kemur heim. Það er gaman að sjá hann aftur. Það er það góða við þetta,“ sagði Liva. Henrik hefur sjálfur hrósað eiginkonu sinni fyrir að halda öllu gangandi þegar hann er í burtu. „Liva er nánast ofurmannleg með það hvað henni tekst að komast yfir á hverjum degi, ein heima með tvö börn, tvo hunda og fullt af boltum á lofti,“ sagði Henrik við VG. Henrik Ingebrigsten fagnar með bræðrum sínum Filip og Jakob Ingebrigtsen. Þeir hafa allir orðið Evrópumeistarar.Getty/Alexander Hassenstein
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira