Ein með börnin 326 daga á ári: „Hló fyrst en varð svo sorgmædd“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2024 09:30 Henrik og Liva Ingebrigtsen eru hér saman með dæturnar Oliviu og Charlottu. Samsett/Getty/@livaingebrigtsen Norski frjálsíþróttakappinn Henrik Ingebrigtsen eyðir ekki miklum tíma með eiginkonu sinni og börnum. Hún ákvað að reikna það saman hversu lítið það er í raun. Norska blaðið Verdens Gang fjallaði um útreikninga Livu Ingebrigtsen. Ingebrigtsen er einn af hlaupabræðrunum öflugu en hann varð Evrópumeistari i 1500 metra hlaupi á sínum tíma og hefur komist sjö sinnum á verðlaunapall á EM innan- og utanhúss. Henrik og Liva Ingebrigtsen eiga saman dæturnar Oliviu og Charlottu. Liva Ingebrigtsen (27) er «alene» 326 dager i året Først lo jeg, så ble jeg lei meg, sier Liva Ingebrigtsen. Mannen kaller henne et supermenneske.https://t.co/iqewxBuc5Z— Knut A Rosvold (@knutarnold) February 11, 2024 Henrik eyðir bara 2400 klukkutímum heima hjá sér á árinu en annars er hann í keppnis- eða æfingaferðum vegna íþróttar sinnar. Hann þarf að sofa 900 af þessum klukkutímum og 500 klukkutímar í viðbót fara í æfingar. Þá bætast við 75 klukkutímar í sjúkraþjálfun. Eftir standa því aðeins 925 klukkutímar á heilu ári til að eyða með fjölskyldu sinni. Það gerir samanlagt 39 daga. 326 daga á árinu er hún því ein með börnin. „Ég hló fyrst en varð svo sorgmædd. Það varð svo augljóst hversu litlum tíma við eyðum saman. Það var skrýtið að sjá þetta svona svart á hvítu,“ sagði Liva Ingebrigtsen við VG. Hún er sjálf áhrifavaldur í Noregi og sýnir frá fjölskyldulífi sínu í Sandness. „Það þarf mikið til að við fáum leið á hvoru öðru. Ég fæ enn fiðrildi í magann þegar hann kemur heim. Það er gaman að sjá hann aftur. Það er það góða við þetta,“ sagði Liva. Henrik hefur sjálfur hrósað eiginkonu sinni fyrir að halda öllu gangandi þegar hann er í burtu. „Liva er nánast ofurmannleg með það hvað henni tekst að komast yfir á hverjum degi, ein heima með tvö börn, tvo hunda og fullt af boltum á lofti,“ sagði Henrik við VG. Henrik Ingebrigsten fagnar með bræðrum sínum Filip og Jakob Ingebrigtsen. Þeir hafa allir orðið Evrópumeistarar.Getty/Alexander Hassenstein Frjálsar íþróttir Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Sjá meira
Norska blaðið Verdens Gang fjallaði um útreikninga Livu Ingebrigtsen. Ingebrigtsen er einn af hlaupabræðrunum öflugu en hann varð Evrópumeistari i 1500 metra hlaupi á sínum tíma og hefur komist sjö sinnum á verðlaunapall á EM innan- og utanhúss. Henrik og Liva Ingebrigtsen eiga saman dæturnar Oliviu og Charlottu. Liva Ingebrigtsen (27) er «alene» 326 dager i året Først lo jeg, så ble jeg lei meg, sier Liva Ingebrigtsen. Mannen kaller henne et supermenneske.https://t.co/iqewxBuc5Z— Knut A Rosvold (@knutarnold) February 11, 2024 Henrik eyðir bara 2400 klukkutímum heima hjá sér á árinu en annars er hann í keppnis- eða æfingaferðum vegna íþróttar sinnar. Hann þarf að sofa 900 af þessum klukkutímum og 500 klukkutímar í viðbót fara í æfingar. Þá bætast við 75 klukkutímar í sjúkraþjálfun. Eftir standa því aðeins 925 klukkutímar á heilu ári til að eyða með fjölskyldu sinni. Það gerir samanlagt 39 daga. 326 daga á árinu er hún því ein með börnin. „Ég hló fyrst en varð svo sorgmædd. Það varð svo augljóst hversu litlum tíma við eyðum saman. Það var skrýtið að sjá þetta svona svart á hvítu,“ sagði Liva Ingebrigtsen við VG. Hún er sjálf áhrifavaldur í Noregi og sýnir frá fjölskyldulífi sínu í Sandness. „Það þarf mikið til að við fáum leið á hvoru öðru. Ég fæ enn fiðrildi í magann þegar hann kemur heim. Það er gaman að sjá hann aftur. Það er það góða við þetta,“ sagði Liva. Henrik hefur sjálfur hrósað eiginkonu sinni fyrir að halda öllu gangandi þegar hann er í burtu. „Liva er nánast ofurmannleg með það hvað henni tekst að komast yfir á hverjum degi, ein heima með tvö börn, tvo hunda og fullt af boltum á lofti,“ sagði Henrik við VG. Henrik Ingebrigsten fagnar með bræðrum sínum Filip og Jakob Ingebrigtsen. Þeir hafa allir orðið Evrópumeistarar.Getty/Alexander Hassenstein
Frjálsar íþróttir Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum