Fyrirtækjum í Grindavík að blæða út Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. febrúar 2024 18:52 Pétur Hafsteinn Pálsson framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík segir um gríðarlega hagsmuni að ræða að auka aðgengi að fyrirtækjum í Grindavík en samanlögð ársvelta atvinnulífsins í bænum nemi áttatíu milljörðum króna. Vísir/Arnar Fyrirtækjum í Grindavík er að blæða út vegna andvaraleysis stjórnvalda að sögn forsvarsmanna tæplega hundrað og fimmtíu fyrirtækja í bænum. Kallað er eftir auknu aðgengi, skýrari svörum og samráði. Eigi Grindavík að lifa áfram sem bæjarfélag þurfi að halda atvinnulífinu gangandi. Bæjarstjórn tekur undir með fyrirtækjunum um aukið aðgengi. Forsvarsfólk grindvískra fyrirtækja sendu bæjarstjórn, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og dómsmálaráðherra ákall í dag þar sem kemur fram að þau séu komin að þolmörkum. Til að halda lífi þurfi þau að fá aukið aðgengi að bænum frá klukkan sjö að morgni til nítján á kvöldin. Pétur Hafsteinn Pálsson framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík segir um gríðarlega hagsmuni að ræða en samanlögð ársvelta atvinnulífsins í bænum nemi um áttatíu milljörðum króna. Um hundrað og þrjátíu starfsmenn fyrirtækisins hafa nú þegar farið af launaskrá og á úrræði ríkisins sem gildir út júní á þessu ári. „Fyrirtækjunum er einfaldlega að blæða út. Þau eru súrefnislaus. Einyrkjarnir lýsa hvað strangar aðgengisreglur hafa farið illa með þá. Það er ákall að gera þessar breytingar svo fólk geti haft einhverja von um að ljósin verði kveikt í bænum. Ríkið er núna að kaupa allar íbúðareignir í bænum og það hlýtur að vera hagur þess eins og allra að atvinnulífið fari í gang því ef það gerist ekki verða þessar eignir verðlausar. Þessu hefur ekki verið stýrt rétt. Við höfum misst af tækifærum til að vera inni þegar það hefur verið í lagi. Fyrst og fremst er þetta ákall um það að heimamönnum verði hleypt betur að ákvarðanatöku um aðgengi,“ segir Pétur. Guðmundur Pétur Davíðsson stjórnarformaður Ægis niðursuðuverksmiðju í bænum segir að fyrirtækið hafi vegna stöðunnar þurft að taka ríflega tuttugu starfsmenn af launaskrá og þeir fari á úrræði ríkisins. „Fyrirtækið er bara lokað, engin starfsemi. Við höfum lítið fengið að fara inn til Grindavíkur að bjarga verðmætum, það hefur verið erfitt að fá leyfi til að fara inn eða að ná í nokkurn mann,“ segir hann. Þeir Pétur og Guðmundur telja að það hefði átt að treysta fyrirtækjum meira fyrir öryggismálum á svæðinu, þannig hefði verið hægt að bjarga mun meiri verðmætum. „Við höfum ekki fengið að sækja vörur sem við vorum búnir að selja eða vélar sem við ætluðum að nota annars staðar. Þetta er búið að vera mjög óþægilegt og síðast í dag erum við loksins að fá að sækja gám sem við seldum til Evrópu fyrir mánuði en hefur beðið fyrir utan fyrirtækið af því máttum ekki koma inn á svæðið,“ segir Guðmundur. Stóri bleiki fíllinn eru tryggingar Þeir segja að í mörgum matvæla-og sjávarútvegsfyrirtækjum hefði verið hægt að koma í veg fyrir tjón. „Vörur hafa skemmst af því fólki hefur ekki verið hleypt inn í tíma til að sækja þær. Í mörgum matvæla-og sjávarútvegsfyrirtækjum hefði verið hægt að bjarga mun meiri verðmætum.“ segir Pétur Þá séu tryggingamál fyrirtækjanna í algjörri óvissu. „Almannavarnir þurfa að treysta okkur fyrir örygginu og aðgenginu. Sveitarfélagið þarf að klára að gera við vatn, rafmagn og hita á svæðinu og mér skilst að það sé ekkert svo langt í það. Þá þarf ríkið að spara fjármuni með því að aðstoða fólk að halda vinnunni á svæðinu. Loks eru það tryggingamál stórra og smærri fyrirtækja sem er stóri bleiki fíllinn í herberginu en þau eru falla milli vita og menn vita ekki hvar þau standa og þurfa svör sem fyrst,“ segir Pétur að lokum. Bæjarstjórn tekur undir Bæjarstjórn Grindavíkur sendi frá sér ályktun vegna málsins rétt fyrir klukkan sjö. Þar er tekið undir með fyrirtækjum í bænum um aukið aðgengi að bænum. „Fyrirtæki í Grindavík eru komin að þolmörkum. Mikilvægt er að opna bæinn fyrir aukinni starfsemi. Enn er hægt að halda lífi í fyrirtækjum með því að hefja rekstur á meðan náttúran er róleg,“ segir meðal annars í ályktuninni. Þar segir að lærst hafi á síðustu vikum og mánuðum að á milli atburða líði einhverjar vikur þar sem náttúran sé róleg og tími gefst til þess að vera í Grindavík. Öryggi fólks eigi alltaf að vera í forgrunni. Mikilvægt sé að kanna stöðu bæjarins og innviða eftir hvern atburð. „En strax að því loknu þarf að gera fyrirtækjum kleift að vinna í bænum frá morgni til kvölds, kl. 07:00 - 19:00, með öryggisvitund og tilbúnar viðbragðsáætlanir. Ef bærinn á að eiga möguleika að byggjast upp aftur þá þarf að halda ljósunum á í fyrirtækjunum.“ Grindavík Atvinnurekendur Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Sjá meira
Forsvarsfólk grindvískra fyrirtækja sendu bæjarstjórn, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og dómsmálaráðherra ákall í dag þar sem kemur fram að þau séu komin að þolmörkum. Til að halda lífi þurfi þau að fá aukið aðgengi að bænum frá klukkan sjö að morgni til nítján á kvöldin. Pétur Hafsteinn Pálsson framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík segir um gríðarlega hagsmuni að ræða en samanlögð ársvelta atvinnulífsins í bænum nemi um áttatíu milljörðum króna. Um hundrað og þrjátíu starfsmenn fyrirtækisins hafa nú þegar farið af launaskrá og á úrræði ríkisins sem gildir út júní á þessu ári. „Fyrirtækjunum er einfaldlega að blæða út. Þau eru súrefnislaus. Einyrkjarnir lýsa hvað strangar aðgengisreglur hafa farið illa með þá. Það er ákall að gera þessar breytingar svo fólk geti haft einhverja von um að ljósin verði kveikt í bænum. Ríkið er núna að kaupa allar íbúðareignir í bænum og það hlýtur að vera hagur þess eins og allra að atvinnulífið fari í gang því ef það gerist ekki verða þessar eignir verðlausar. Þessu hefur ekki verið stýrt rétt. Við höfum misst af tækifærum til að vera inni þegar það hefur verið í lagi. Fyrst og fremst er þetta ákall um það að heimamönnum verði hleypt betur að ákvarðanatöku um aðgengi,“ segir Pétur. Guðmundur Pétur Davíðsson stjórnarformaður Ægis niðursuðuverksmiðju í bænum segir að fyrirtækið hafi vegna stöðunnar þurft að taka ríflega tuttugu starfsmenn af launaskrá og þeir fari á úrræði ríkisins. „Fyrirtækið er bara lokað, engin starfsemi. Við höfum lítið fengið að fara inn til Grindavíkur að bjarga verðmætum, það hefur verið erfitt að fá leyfi til að fara inn eða að ná í nokkurn mann,“ segir hann. Þeir Pétur og Guðmundur telja að það hefði átt að treysta fyrirtækjum meira fyrir öryggismálum á svæðinu, þannig hefði verið hægt að bjarga mun meiri verðmætum. „Við höfum ekki fengið að sækja vörur sem við vorum búnir að selja eða vélar sem við ætluðum að nota annars staðar. Þetta er búið að vera mjög óþægilegt og síðast í dag erum við loksins að fá að sækja gám sem við seldum til Evrópu fyrir mánuði en hefur beðið fyrir utan fyrirtækið af því máttum ekki koma inn á svæðið,“ segir Guðmundur. Stóri bleiki fíllinn eru tryggingar Þeir segja að í mörgum matvæla-og sjávarútvegsfyrirtækjum hefði verið hægt að koma í veg fyrir tjón. „Vörur hafa skemmst af því fólki hefur ekki verið hleypt inn í tíma til að sækja þær. Í mörgum matvæla-og sjávarútvegsfyrirtækjum hefði verið hægt að bjarga mun meiri verðmætum.“ segir Pétur Þá séu tryggingamál fyrirtækjanna í algjörri óvissu. „Almannavarnir þurfa að treysta okkur fyrir örygginu og aðgenginu. Sveitarfélagið þarf að klára að gera við vatn, rafmagn og hita á svæðinu og mér skilst að það sé ekkert svo langt í það. Þá þarf ríkið að spara fjármuni með því að aðstoða fólk að halda vinnunni á svæðinu. Loks eru það tryggingamál stórra og smærri fyrirtækja sem er stóri bleiki fíllinn í herberginu en þau eru falla milli vita og menn vita ekki hvar þau standa og þurfa svör sem fyrst,“ segir Pétur að lokum. Bæjarstjórn tekur undir Bæjarstjórn Grindavíkur sendi frá sér ályktun vegna málsins rétt fyrir klukkan sjö. Þar er tekið undir með fyrirtækjum í bænum um aukið aðgengi að bænum. „Fyrirtæki í Grindavík eru komin að þolmörkum. Mikilvægt er að opna bæinn fyrir aukinni starfsemi. Enn er hægt að halda lífi í fyrirtækjum með því að hefja rekstur á meðan náttúran er róleg,“ segir meðal annars í ályktuninni. Þar segir að lærst hafi á síðustu vikum og mánuðum að á milli atburða líði einhverjar vikur þar sem náttúran sé róleg og tími gefst til þess að vera í Grindavík. Öryggi fólks eigi alltaf að vera í forgrunni. Mikilvægt sé að kanna stöðu bæjarins og innviða eftir hvern atburð. „En strax að því loknu þarf að gera fyrirtækjum kleift að vinna í bænum frá morgni til kvölds, kl. 07:00 - 19:00, með öryggisvitund og tilbúnar viðbragðsáætlanir. Ef bærinn á að eiga möguleika að byggjast upp aftur þá þarf að halda ljósunum á í fyrirtækjunum.“
Grindavík Atvinnurekendur Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Sjá meira