Bara tala hlaut Menntasprotann 2024 Atli Ísleifsson skrifar 14. febrúar 2024 14:22 Herve Debono, Hilmar Þór Birgisson, Eyjólfur Árni Rafnsson formaður SA, Jón Gunnar Þórðarson, Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands, Guðmundur Auðunsson og Sigrún Halldórsdóttir, formaður dómnefndar. Birgir Ísleifur Gunnarsson Bara tala hlaut í dag Menntasprotann árið 2024 en Menntadagur atvinnulífsins var haldinn í ellefta sinn í morgun. Þá var Elko valið Menntafyrirtæki ársins. Í tilkynningu kemur fram að Bara tala sé íslenskur menntasproti sem hafi hafið starfsemi sína árið 2023. „Bara tala nýtir sér gervigreind og íslenska máltækni til að veita fyrirtækjum og stofnunum stafrænt og gagnvirkt íslenskunám fyrir erlent starfsfólk sitt. Boðið er upp á grunnnámskeið í íslensku fyrir vinnustaði, en einnig er boðið upp á starfstengt íslenskunám sem er þróað í góðu samstarfi við fyrirtækin og er þannig sérsniðið að atvinnulífinu. Með Bara tala gefst fyrirtækjum tækifæri til að þjálfa starfsfólkið sitt í íslensku með áherslu á orðaforða og setningar sem notast er við á vinnustöðum. Hjá Bara tala er áhersla lögð á hljóð, myndefni og talmál og eykur þar með orðaforða, hlustunarfærni og þjálfar aðfluttra í að tala íslensku. Fyrirtækið var stofnað í júní 2023 og á ótrúlega skömmum tíma hefur fjöldi atvinnurekenda innleitt Bara tala fyrir erlenda starfsfólkið sitt. Þróunarteymi Bara tala hefur áður unnið til fjölda verðlauna á sviði menntatækni á alþjóðlegum vettvangi, má þá helst nefna Bett verðlaunin 2022 og 2023 fyrir bestu alþjóðlegu menntatækni lausnina,“ segir tilkynningunni. Tákn um hugrekki Í rökstuðningi dómnefndar sem Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands las upp kom meðal annars fram að í dag hafi fjöldi atvinnurekanda innleitt Bara tala fyrir erlent starfsfólk sitt. „Á innan við einu ári hefur Bara tala gjörbylt íslenskukennslu fyrir erlent starfsfólk og ljóst er að þessi lausn er komin til að vera,“ sagði Guðni. Haft er eftir Jóni Gunnari Þórðarsyni, framkvæmdastjóra Bara tala, að félagið vonist til þess að Íslendingar, eða þeir sem að tali tungumálið nú þegar, verði betri í því að bara hlusta á meðan að þau sem eru að ná tökum á tungumálinu fá svigrúm til að bara tala. „Íslenska með hreim er nefnilega tákn um hugrekki,“ segir Jón Gunnar. „Í júní á síðasta ári kallaði forsætisráðherra eftir því að atvinnurekendur sýndu meiri ábyrgð og kæmu inn í það að bjóða upp á íslenskukennslu. Það tók ekki langan tíma fyrir atvinnurekendur að svara kallinu því í ágúst síðastliðinn kom Bara tala á markað og í dag hafa yfir 30 fyrirtæki og 7 sveitarfélög innleitt lausnina okkar fyrir erlenda starfsfólkið sitt. Stundum er gott að staldra við og fagna því sem vel er gert og ég vil sérstaklega þakka atvinnulífinu fyrir að taka lausninni okkar svona vel og samstarfsaðilum okkar í Akademías,“ segir Jón Gunnar Þórðarson. Menntadagur atvinnulífsins er samstarfsverkefni Samorku, Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka atvinnulífsins. Sjá má upptöku frá Menntadeginum í spilaranum að neðan. Menntadagur atvinnulífsins - Færniþörf á vinnumarkaði from Samtök atvinnulífsins on Vimeo. Skóla - og menntamál Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að Bara tala sé íslenskur menntasproti sem hafi hafið starfsemi sína árið 2023. „Bara tala nýtir sér gervigreind og íslenska máltækni til að veita fyrirtækjum og stofnunum stafrænt og gagnvirkt íslenskunám fyrir erlent starfsfólk sitt. Boðið er upp á grunnnámskeið í íslensku fyrir vinnustaði, en einnig er boðið upp á starfstengt íslenskunám sem er þróað í góðu samstarfi við fyrirtækin og er þannig sérsniðið að atvinnulífinu. Með Bara tala gefst fyrirtækjum tækifæri til að þjálfa starfsfólkið sitt í íslensku með áherslu á orðaforða og setningar sem notast er við á vinnustöðum. Hjá Bara tala er áhersla lögð á hljóð, myndefni og talmál og eykur þar með orðaforða, hlustunarfærni og þjálfar aðfluttra í að tala íslensku. Fyrirtækið var stofnað í júní 2023 og á ótrúlega skömmum tíma hefur fjöldi atvinnurekenda innleitt Bara tala fyrir erlenda starfsfólkið sitt. Þróunarteymi Bara tala hefur áður unnið til fjölda verðlauna á sviði menntatækni á alþjóðlegum vettvangi, má þá helst nefna Bett verðlaunin 2022 og 2023 fyrir bestu alþjóðlegu menntatækni lausnina,“ segir tilkynningunni. Tákn um hugrekki Í rökstuðningi dómnefndar sem Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands las upp kom meðal annars fram að í dag hafi fjöldi atvinnurekanda innleitt Bara tala fyrir erlent starfsfólk sitt. „Á innan við einu ári hefur Bara tala gjörbylt íslenskukennslu fyrir erlent starfsfólk og ljóst er að þessi lausn er komin til að vera,“ sagði Guðni. Haft er eftir Jóni Gunnari Þórðarsyni, framkvæmdastjóra Bara tala, að félagið vonist til þess að Íslendingar, eða þeir sem að tali tungumálið nú þegar, verði betri í því að bara hlusta á meðan að þau sem eru að ná tökum á tungumálinu fá svigrúm til að bara tala. „Íslenska með hreim er nefnilega tákn um hugrekki,“ segir Jón Gunnar. „Í júní á síðasta ári kallaði forsætisráðherra eftir því að atvinnurekendur sýndu meiri ábyrgð og kæmu inn í það að bjóða upp á íslenskukennslu. Það tók ekki langan tíma fyrir atvinnurekendur að svara kallinu því í ágúst síðastliðinn kom Bara tala á markað og í dag hafa yfir 30 fyrirtæki og 7 sveitarfélög innleitt lausnina okkar fyrir erlenda starfsfólkið sitt. Stundum er gott að staldra við og fagna því sem vel er gert og ég vil sérstaklega þakka atvinnulífinu fyrir að taka lausninni okkar svona vel og samstarfsaðilum okkar í Akademías,“ segir Jón Gunnar Þórðarson. Menntadagur atvinnulífsins er samstarfsverkefni Samorku, Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka atvinnulífsins. Sjá má upptöku frá Menntadeginum í spilaranum að neðan. Menntadagur atvinnulífsins - Færniþörf á vinnumarkaði from Samtök atvinnulífsins on Vimeo.
Skóla - og menntamál Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira