Byltingarkennd en líka þung, einmanaleg og óhemju dýr Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. febrúar 2024 09:01 Bjarni Benediktsson einn umsjónarmanna Tæknivarpsins (t.v.) segir Vision pro-gleraugun afar tæknilega vel heppnuð. Bandaríkjamenn eru byrjaðir að spreyta sig á gleraugunum eftir að þau komu í búðir vestanhafs um mánaðamótin. Vísir/arnar/hjalti Sýndarveruleikagleraugu frá Apple, sem nýkomin eru í verslanir í Bandaríkjunum, eru táknmynd þess sem koma skal, að mati sérfræðings. Tæknin sé mun þróaðri en hjá keppinautum. En vandamál hafa einnig gert vart við sig; gleraugun hafa reynst bæði þung og verið einmannaleg. Vision Pro-gleraugu Apple komu í verslanir í Bandaríkjunum nú í byrjun mánaðar. Gleraugun, sem sumir vilja reyndar frekar lýsa sem hjálmi, bjóða bæði upp á viðbættan veruleika (e. augmented reality) og sýndarveruleika (e. virtual reality). Og notendur vestanhafs eru byrjaðir að spreyta sig. „Þetta hefur aðallega verið notað í skemmtun, fólk er að horfa á bíómyndir þætti og slíkt, en svo hefur fólk líka verið að nota þetta í vinnu,“ segir Bjarni Benediktsson, einn stjórnenda Tæknivarpsins og sérfræðingur hjá Advania. Gleraugun eru þeim eiginleika búin að hægt er að varpa upp á þau eins mörgum skjám í einu og notandinn vill, sem hentar eflaust mörgum vel við vinnu. Í fréttinni hér fyrir ofan eru svo sýnd dæmi um fleiri notkunarmöguleika. Hægt er að gera heimilisstörfin skemmtilegri, líta á opið hús úr sófanum heima og fá aðstoð við hljóðfæraæfingar. Þetta er fjarri því að vera tæmandi listi. Engir stýripinnar, bara handahreyfingar Þá er vert að nefna að sýndarveruleikagleraugu hafa auðvitað verið á markaðnum um árabil en þau hafa gjarnan verið háð sérstökum stýripinnum sem notandinn heldur á. Það eru Vision Pro ekki „Þú notar bara hendurnar, ekki stýripinna eða lyklaborð eða svoleiðis. Þú getur þó notað lyklaborð og mús með þessu en þá eru hendurnar aðaltólin sem þú notar til að stýra græjunni. Og það er ótrúlega vel heppnað hvernig það er útfært á þessari græju, miðað við aðrar græjur sem komið hafa á undan,“ segir Bjarni. Einmanaleg, þung og dýr En græjan er auðvitað ekki fullkomin. Notendur hafa til dæmis átt erfitt með að venjast myndsímtölum í gleraugunum (dæmi eru sýnd í innslaginu fyrir ofan). Sköpuð er sýndarútgáfa af þeim sem tala, sem fólki hefur þótt ansi hjákátlega útfært. Og fleiri vankantar hafa gert vart við sig „Eitt sem þeir sem hafa fjallað um þetta á miðlum vestanhafs hafa sagt er að þetta er einmanalegt. Það er geggjað að horfa á sjónvarp og kvikmyndir í þessu en þú ert alltaf bara einn eða ein. Þetta er auðvitað þungt líka, held þetta sé hálft kíló, og að vera með hálft kíló á hausnum í langan tíma, það er kannski erfitt að vinna þannig. Og jafnvel líka að horfa á bíó og sjónvarpsþætti. En þetta er klárlega eitthvað sem koma skal,“ segir Bjarni. Þá eru gleraugun auðvitað mjög dýr, ódýrasta útgáfan kostar 3500 dali, sem Bjarni telur að yrði um 700 þúsund krónur í íslenskri verslun. Gleraugnaglámar þurfa auk þess að kaupa sér sérstakar linsur til að geta notað gleraugun og þar með bætast einhverjir tugir þúsunda við upphaflegt verð. Þá þurfa Íslendingar að bíða; Bjarni telur enn nokkur ár í að gleraugun rati hingað í búðir. Apple Tækni Verslun Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Vision Pro-gleraugu Apple komu í verslanir í Bandaríkjunum nú í byrjun mánaðar. Gleraugun, sem sumir vilja reyndar frekar lýsa sem hjálmi, bjóða bæði upp á viðbættan veruleika (e. augmented reality) og sýndarveruleika (e. virtual reality). Og notendur vestanhafs eru byrjaðir að spreyta sig. „Þetta hefur aðallega verið notað í skemmtun, fólk er að horfa á bíómyndir þætti og slíkt, en svo hefur fólk líka verið að nota þetta í vinnu,“ segir Bjarni Benediktsson, einn stjórnenda Tæknivarpsins og sérfræðingur hjá Advania. Gleraugun eru þeim eiginleika búin að hægt er að varpa upp á þau eins mörgum skjám í einu og notandinn vill, sem hentar eflaust mörgum vel við vinnu. Í fréttinni hér fyrir ofan eru svo sýnd dæmi um fleiri notkunarmöguleika. Hægt er að gera heimilisstörfin skemmtilegri, líta á opið hús úr sófanum heima og fá aðstoð við hljóðfæraæfingar. Þetta er fjarri því að vera tæmandi listi. Engir stýripinnar, bara handahreyfingar Þá er vert að nefna að sýndarveruleikagleraugu hafa auðvitað verið á markaðnum um árabil en þau hafa gjarnan verið háð sérstökum stýripinnum sem notandinn heldur á. Það eru Vision Pro ekki „Þú notar bara hendurnar, ekki stýripinna eða lyklaborð eða svoleiðis. Þú getur þó notað lyklaborð og mús með þessu en þá eru hendurnar aðaltólin sem þú notar til að stýra græjunni. Og það er ótrúlega vel heppnað hvernig það er útfært á þessari græju, miðað við aðrar græjur sem komið hafa á undan,“ segir Bjarni. Einmanaleg, þung og dýr En græjan er auðvitað ekki fullkomin. Notendur hafa til dæmis átt erfitt með að venjast myndsímtölum í gleraugunum (dæmi eru sýnd í innslaginu fyrir ofan). Sköpuð er sýndarútgáfa af þeim sem tala, sem fólki hefur þótt ansi hjákátlega útfært. Og fleiri vankantar hafa gert vart við sig „Eitt sem þeir sem hafa fjallað um þetta á miðlum vestanhafs hafa sagt er að þetta er einmanalegt. Það er geggjað að horfa á sjónvarp og kvikmyndir í þessu en þú ert alltaf bara einn eða ein. Þetta er auðvitað þungt líka, held þetta sé hálft kíló, og að vera með hálft kíló á hausnum í langan tíma, það er kannski erfitt að vinna þannig. Og jafnvel líka að horfa á bíó og sjónvarpsþætti. En þetta er klárlega eitthvað sem koma skal,“ segir Bjarni. Þá eru gleraugun auðvitað mjög dýr, ódýrasta útgáfan kostar 3500 dali, sem Bjarni telur að yrði um 700 þúsund krónur í íslenskri verslun. Gleraugnaglámar þurfa auk þess að kaupa sér sérstakar linsur til að geta notað gleraugun og þar með bætast einhverjir tugir þúsunda við upphaflegt verð. Þá þurfa Íslendingar að bíða; Bjarni telur enn nokkur ár í að gleraugun rati hingað í búðir.
Apple Tækni Verslun Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira