Átu yfir sig og höfðu með sér nesti að áti loknu Jakob Bjarnar skrifar 14. febrúar 2024 09:16 Íslendingar kunnu sér ekki hóf en uppselt var á saltkjöt og baunir á Sprengidaginn hjá þeim Amöndu og Gumma á veitingastaðnum La Fiorentina. vísir/margrét Gráðugir Íslendingar á Spáni sprengdu sig á sprengidaginn og gott betur, afátu helming gestanna og það sem þeir ekki gátu troðið í belginn á sér tóku þeir með í nesti. Nokkurt uppnám ríkir nú í Facebook-hópnum Íslendingar á Spáni Costa Blanca eftir að Amanda Sunneva Joensen upplýsti um það sem hún kallar siðlaust athæfi Íslendinga á hlaðborði. Hún deilir lýsingum Karls Kristjáns Hafsteins Guðmundssonar sem varð vitni að ósköpunum. Sjálf hafi hún ekki orðið vitni að hamstrinu en þætti vænt um ef hægt væri að upplýsa um hverjir voru þar að verki? Siðlaust ofát Pistill Karls Kristjáns sem Amanda deilir segir af íslenskri græðgi á hlaðborði en uppselt var á viðburð sem boðað hafði verið til af þeim Amöndu og Gumma og fram fór á veitingastðanum La Fiorentina á sprengidag. Kom þar í ljós að margur Íslendingurinn kann ekki að umgangast hlaðborð heldur ræður græðgin ríkjum. Málið er til tals víða en Karl Kristján deildi skrifum sínum í Facebookhópnum Íslendingar á Spáni. „Amanda og Gummi endurgreiddu því mörgum og ljóst er kvöldið er í stórtapi, því miður! Ástæðurnar eru nokkrar. Um 20 manns, fjórði hluti gestanna, fengu ekkert saltkjöt þökk sé græðgi annarra gesta! Helstu skýringarnar eru: Fólkið sem kom fyrst að hlaðborðinu mokaði margt rúmu kílói af kjöti á sinn disk. Það var gert ráð fyrir 450 grömmum á mann, tvöfalt meiru kjöti en þegar skammtað er á diska! Fólk fór aftur og aftur og fékk sér ábót áður en aðrir komust sína fyrstu ferð að hlaðborðinu! Fjórðungur varð því útundan. Margir fóru snemma af staðnum með sjálftekið kjöt í álpappír, pinklum og töskum. Það var tekið eftir ykkur. Kom berlega í ljós að fólk kann sig ekki. Græðgin og tillitsleysið var algjört. Þetta sama fólk fór snemma af staðnum enda þurfti það að komast heim til að leggja sig eftir ofátið! Það eina sem er eftir hjá þeim siðlausustu er að þykjast ekkert hafa fengið og heimta endurgreiðslu! Skammast sín fyrir að vera Íslendingur Pistlahöfundur gerir ekki ráð fyrir því að þetta fólk biðji Amöndu og Gumma afsökunar á framferði sínu heldur muni það þegja þunnu hljóði og muni ekki einu sinni þakka fyrir sig. „Á þessum sprengidegi skammaðist ég mín fyrir að vera Íslendingur! Eiginlega í fyrsta sinn,“ segir Karl Kristján sem Amanda Sunneva Joensen vitnar í en honum er ekki um sel: „Amanda og Gummi stóðu sig framúrskarandi vel og þessi græðgi kom svo sannarlega aftan að þeim!“ Nokkrar umræður hafa skapast um efni pistilsins en enn hefur ekki tekist að upplýsa um hverjir fóru fram úr sér í ofáti. Sumir eru á því að ekki sé kannski vert að gera athugasemd við ofát á sjálfan sprengidaginn en það að hafa með sér nesti eftir slíka veislu sé fyrir neðan allar hellur. Pistilinn má sjá í heild að neðan. ÍSLENSK GRÆÐGI Á HLAÐBORÐI! Uppselt var á Saltkjöt og baunir Amöndu og Gumma sem haldið var á veitingastaðnum La Fiorentina á sprengidag. Kom í ljós að margur Íslendingurinn kann ekki að umgangast hlaðborð heldur fer fram með græðgi. Amanda og Gummi endurgreiddu því mörgum og ljóst að kvöldið er í stórtapi, því miður! Ástæðurnar eru nokkrar. Um 20 manns, fjórði hluti gestanna, fengu ekkert saltkjöt þökk sé græðgi annarra gesta! Helstu skýringarnar eru: Fólkið sem kom fyrst að hlaðborðinu mokaði margt rúmu kílói af kjöti á sinn disk. Það var gert ráð fyrir 450 grömmum á mann, tvöfalt meiru kjöti en þegar skammtað er á diska! Fólk fór aftur og aftur og fékk sér ábót áður en aðrir komust sína fyrstu ferð að hlaðborðinu! Fjórðungur varð því útundan. Margir fóru snemma af staðnum með sjálftekið kjöt í álpappír, pinklum og töskum. Það var tekið eftir ykkur. Kom berlega í ljós að fólk kann sig ekki. Græðgin og tillitsleysið var algjört. Þetta sama fólk fór snemma af staðnum enda þurfti það að komast heim til að leggja sig eftir ofátið!Það eina sem er eftir hjá þeim siðlausustu er að þykjast ekkert hafa fengið og heimta endurgreiðslu! Ég geri ekki ráð fyrir að fólk biðji Amöndu og Gumma afsökunar á framferði sínu heldur þegi þunnu hljóði og þakki þeim ekki einu sinni fyrir sig. Á þessum sprengidegi skammaðist ég mín fyrir að vera Íslendingur! Eiginlega í fyrsta sinn.Amanda og Gummi stóðu sig framúrskarandi vel og þessi græðgi kom svo sannarlega aftan að þeim! Íslendingar erlendis Spánn Sprengidagur Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Nokkurt uppnám ríkir nú í Facebook-hópnum Íslendingar á Spáni Costa Blanca eftir að Amanda Sunneva Joensen upplýsti um það sem hún kallar siðlaust athæfi Íslendinga á hlaðborði. Hún deilir lýsingum Karls Kristjáns Hafsteins Guðmundssonar sem varð vitni að ósköpunum. Sjálf hafi hún ekki orðið vitni að hamstrinu en þætti vænt um ef hægt væri að upplýsa um hverjir voru þar að verki? Siðlaust ofát Pistill Karls Kristjáns sem Amanda deilir segir af íslenskri græðgi á hlaðborði en uppselt var á viðburð sem boðað hafði verið til af þeim Amöndu og Gumma og fram fór á veitingastðanum La Fiorentina á sprengidag. Kom þar í ljós að margur Íslendingurinn kann ekki að umgangast hlaðborð heldur ræður græðgin ríkjum. Málið er til tals víða en Karl Kristján deildi skrifum sínum í Facebookhópnum Íslendingar á Spáni. „Amanda og Gummi endurgreiddu því mörgum og ljóst er kvöldið er í stórtapi, því miður! Ástæðurnar eru nokkrar. Um 20 manns, fjórði hluti gestanna, fengu ekkert saltkjöt þökk sé græðgi annarra gesta! Helstu skýringarnar eru: Fólkið sem kom fyrst að hlaðborðinu mokaði margt rúmu kílói af kjöti á sinn disk. Það var gert ráð fyrir 450 grömmum á mann, tvöfalt meiru kjöti en þegar skammtað er á diska! Fólk fór aftur og aftur og fékk sér ábót áður en aðrir komust sína fyrstu ferð að hlaðborðinu! Fjórðungur varð því útundan. Margir fóru snemma af staðnum með sjálftekið kjöt í álpappír, pinklum og töskum. Það var tekið eftir ykkur. Kom berlega í ljós að fólk kann sig ekki. Græðgin og tillitsleysið var algjört. Þetta sama fólk fór snemma af staðnum enda þurfti það að komast heim til að leggja sig eftir ofátið! Það eina sem er eftir hjá þeim siðlausustu er að þykjast ekkert hafa fengið og heimta endurgreiðslu! Skammast sín fyrir að vera Íslendingur Pistlahöfundur gerir ekki ráð fyrir því að þetta fólk biðji Amöndu og Gumma afsökunar á framferði sínu heldur muni það þegja þunnu hljóði og muni ekki einu sinni þakka fyrir sig. „Á þessum sprengidegi skammaðist ég mín fyrir að vera Íslendingur! Eiginlega í fyrsta sinn,“ segir Karl Kristján sem Amanda Sunneva Joensen vitnar í en honum er ekki um sel: „Amanda og Gummi stóðu sig framúrskarandi vel og þessi græðgi kom svo sannarlega aftan að þeim!“ Nokkrar umræður hafa skapast um efni pistilsins en enn hefur ekki tekist að upplýsa um hverjir fóru fram úr sér í ofáti. Sumir eru á því að ekki sé kannski vert að gera athugasemd við ofát á sjálfan sprengidaginn en það að hafa með sér nesti eftir slíka veislu sé fyrir neðan allar hellur. Pistilinn má sjá í heild að neðan. ÍSLENSK GRÆÐGI Á HLAÐBORÐI! Uppselt var á Saltkjöt og baunir Amöndu og Gumma sem haldið var á veitingastaðnum La Fiorentina á sprengidag. Kom í ljós að margur Íslendingurinn kann ekki að umgangast hlaðborð heldur fer fram með græðgi. Amanda og Gummi endurgreiddu því mörgum og ljóst að kvöldið er í stórtapi, því miður! Ástæðurnar eru nokkrar. Um 20 manns, fjórði hluti gestanna, fengu ekkert saltkjöt þökk sé græðgi annarra gesta! Helstu skýringarnar eru: Fólkið sem kom fyrst að hlaðborðinu mokaði margt rúmu kílói af kjöti á sinn disk. Það var gert ráð fyrir 450 grömmum á mann, tvöfalt meiru kjöti en þegar skammtað er á diska! Fólk fór aftur og aftur og fékk sér ábót áður en aðrir komust sína fyrstu ferð að hlaðborðinu! Fjórðungur varð því útundan. Margir fóru snemma af staðnum með sjálftekið kjöt í álpappír, pinklum og töskum. Það var tekið eftir ykkur. Kom berlega í ljós að fólk kann sig ekki. Græðgin og tillitsleysið var algjört. Þetta sama fólk fór snemma af staðnum enda þurfti það að komast heim til að leggja sig eftir ofátið!Það eina sem er eftir hjá þeim siðlausustu er að þykjast ekkert hafa fengið og heimta endurgreiðslu! Ég geri ekki ráð fyrir að fólk biðji Amöndu og Gumma afsökunar á framferði sínu heldur þegi þunnu hljóði og þakki þeim ekki einu sinni fyrir sig. Á þessum sprengidegi skammaðist ég mín fyrir að vera Íslendingur! Eiginlega í fyrsta sinn.Amanda og Gummi stóðu sig framúrskarandi vel og þessi græðgi kom svo sannarlega aftan að þeim!
ÍSLENSK GRÆÐGI Á HLAÐBORÐI! Uppselt var á Saltkjöt og baunir Amöndu og Gumma sem haldið var á veitingastaðnum La Fiorentina á sprengidag. Kom í ljós að margur Íslendingurinn kann ekki að umgangast hlaðborð heldur fer fram með græðgi. Amanda og Gummi endurgreiddu því mörgum og ljóst að kvöldið er í stórtapi, því miður! Ástæðurnar eru nokkrar. Um 20 manns, fjórði hluti gestanna, fengu ekkert saltkjöt þökk sé græðgi annarra gesta! Helstu skýringarnar eru: Fólkið sem kom fyrst að hlaðborðinu mokaði margt rúmu kílói af kjöti á sinn disk. Það var gert ráð fyrir 450 grömmum á mann, tvöfalt meiru kjöti en þegar skammtað er á diska! Fólk fór aftur og aftur og fékk sér ábót áður en aðrir komust sína fyrstu ferð að hlaðborðinu! Fjórðungur varð því útundan. Margir fóru snemma af staðnum með sjálftekið kjöt í álpappír, pinklum og töskum. Það var tekið eftir ykkur. Kom berlega í ljós að fólk kann sig ekki. Græðgin og tillitsleysið var algjört. Þetta sama fólk fór snemma af staðnum enda þurfti það að komast heim til að leggja sig eftir ofátið!Það eina sem er eftir hjá þeim siðlausustu er að þykjast ekkert hafa fengið og heimta endurgreiðslu! Ég geri ekki ráð fyrir að fólk biðji Amöndu og Gumma afsökunar á framferði sínu heldur þegi þunnu hljóði og þakki þeim ekki einu sinni fyrir sig. Á þessum sprengidegi skammaðist ég mín fyrir að vera Íslendingur! Eiginlega í fyrsta sinn.Amanda og Gummi stóðu sig framúrskarandi vel og þessi græðgi kom svo sannarlega aftan að þeim!
Íslendingar erlendis Spánn Sprengidagur Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira