Þá segjum við frá fundi Seðlabankastjóra og þingmanna sem hittust í morgun á nefndarsviði Alþingis. Seðlabankastjóri sagðist meðal annars ekki skipta sér af því hvernig samið væri um laun á vinnumarkaði.
Einnig fjöllum við um boðaðar breytingar á háskólakerfinu sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir kynnti fyrir ríkisstjórn í morgun.
Að lokum kíkjum við í Múlakaffi þar sem saltkjöt og baunir verða á boðstólum á Sprengjudaginn sem haldinn er hátíðlegur í dag.
Í íþóttapakkanum er fjallað um bikarinn í handboltanum og andlát hlauparans Kelvin Kiptum en faðir hans vill að andlátið verði rannsakað.