Á einhver heima í þessari íbúð? Dagbjört Hákonardóttir skrifar 13. febrúar 2024 08:01 Mörg höfum við nýtt okkur íbúðir í skammtímaleigu og önnur leigt eigin íbúðir út til skemmri og lengri tíma. Enn aðrir hafa atvinnu af því að kaupa íbúðir til þess að leigja ferðafólki út, með tilheyrandi áhrifum á framboð innanlands. Hér á landi hefur skapast neikvæð þróun sem felur í sér að gististarfsemi í atvinnuskyni hefur í stórum stíl verið haldið úti í húsnæði sem skráð er sem íbúðarhúsnæði. Hana má rekja til breytingar á reglugerð sem Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir setti í tíð sinni sem ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra árið 2018. Þetta gerði fjárfestum í skjóli fyrirtækjarekstrar kleift að kaupa upp fjölda íbúða, til þess eins að leigja ferðamönnum þær út í formi heimagistingar og greiða þar með allt að tífalt lægri fasteignagjöld, með tilheyrandi áhrifum á leigumarkað og blöndun byggðar. Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra hefur birt frumvarp um lagabreytingar sem eiga meðal annars að leiðrétta framangreinda þróun. Í athugasemdum frumvarpsins kemur fram að breytingarnar séu aðkallandi og vísað til þess jafnvægis sem gilda þarf á sviði deilihagkerfis og hlutdeildar hennar í ferðaþjónustu, skipulagsvalds og tekjuöflunar sveitarfélaga, sem og nauðsyn þess að slökkviliði sé fært á að framkvæma úttektir í atvinnustarfsemi, meðal annarra atriða. Þess má geta að frumvarpið er sett fram sem liður í aðgerðum til að auka framboð á húsnæði í þágu Grindvíkinga. Við fyrstu skoðun mætti fagna frumvarpi menningar- og viðskiptaráðherra, ekki síst fyrir þær sakir að því er ætlað að draga til baka áhrif breytinganna sem reglugerð Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur hafði í för með sér árið 2018 með fyrrgreindum afleiðingum. Það mátti jafnframt skilja nýleg orð mennta- og viðskiptaráðherra á þann veg að ríkisstjórnin ætlaði sér að afturkalla umrædda breytingu og tryggja að íbúðarhúsnæði í skammtímaleigu væri skattlagt sem atvinnuhúsnæði. Annað hefur nú komið á daginn. Ný lög munu ekki hafa áhrif á rekstrarleyfi sem þegar hafa verið útgefin eða verða útgefin fram að gildistöku laga samkvæmt því sem segir í frumvarpinu. Þetta verður að kalla veruleg vonbrigði. Alls eru nú á landsvísu um 1907 rekstrarleyfi, ýmist gefin út á kennitölu eða félag, og í Reykjavík er talið að í rúmlega 300 íbúðum sé starfrækt skammtímagisting í atvinnuskyni í íbúðarhúsnæði. Þær skýringar sem settar eru fram eru á þá leið að ekki sé hægt að ráðast í breytingarnar sem komið var á með reglugerðarbreytingu Þórdísar árið 2018 án þess að skerða um leið stjórnarskrárbundin eigna- eða atvinnufrelsisréttindi. Slíkum yfirlýsingum verður að taka með talsverðum fyrirvara þar sem Alþingi hefur talsvert svigrúm til að gera breytingar á rekstrarumhverfi fyrirtækja með settum lögum á grundvelli almannhagsmuna án þess að kalla yfir sig skaðabótaskyldu. Sé Alþingi ómögulegt að gera slíkar breytingar er ábyrgð núverandi fjármálaráðherra sömuleiðis gífurleg. Það er morgunljóst að fyrirliggjandi frumvarp mun ekki stuðla að auknu framboð á íbúðarhúsnæði í þágu Grindvíkinga. Útleiga einstaklinga og fyrirtækja á eigin íbúðum til ferðalanga verður áfram hluti af íslenskri ferðaþjónustu, en fólk sem heldur slíku úti í atvinnuskyni verður að lúta sömu leikreglum og aðrir. Samfylkingin lagði mikla áherslu mikilvægi þessa í kjarapakka sem kynntur var fyrir jól. Nú sjáum við hins vegar fram að tveir hópar á sama markaði muni búa við gerólík rekstrarskilyrði. Hér þarf til pólitískan vilja til að leiðrétta ranga þróun sem hefur í senn áhrif á ferðaþjónustuna jafnt sem framboð á húsnæðismarkaði. Hér verða einfaldlega almannahagsmunir að fá að ráða för. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagbjört Hákonardóttir Leigumarkaður Húsnæðismál Deilihagkerfi Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mörg höfum við nýtt okkur íbúðir í skammtímaleigu og önnur leigt eigin íbúðir út til skemmri og lengri tíma. Enn aðrir hafa atvinnu af því að kaupa íbúðir til þess að leigja ferðafólki út, með tilheyrandi áhrifum á framboð innanlands. Hér á landi hefur skapast neikvæð þróun sem felur í sér að gististarfsemi í atvinnuskyni hefur í stórum stíl verið haldið úti í húsnæði sem skráð er sem íbúðarhúsnæði. Hana má rekja til breytingar á reglugerð sem Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir setti í tíð sinni sem ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra árið 2018. Þetta gerði fjárfestum í skjóli fyrirtækjarekstrar kleift að kaupa upp fjölda íbúða, til þess eins að leigja ferðamönnum þær út í formi heimagistingar og greiða þar með allt að tífalt lægri fasteignagjöld, með tilheyrandi áhrifum á leigumarkað og blöndun byggðar. Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra hefur birt frumvarp um lagabreytingar sem eiga meðal annars að leiðrétta framangreinda þróun. Í athugasemdum frumvarpsins kemur fram að breytingarnar séu aðkallandi og vísað til þess jafnvægis sem gilda þarf á sviði deilihagkerfis og hlutdeildar hennar í ferðaþjónustu, skipulagsvalds og tekjuöflunar sveitarfélaga, sem og nauðsyn þess að slökkviliði sé fært á að framkvæma úttektir í atvinnustarfsemi, meðal annarra atriða. Þess má geta að frumvarpið er sett fram sem liður í aðgerðum til að auka framboð á húsnæði í þágu Grindvíkinga. Við fyrstu skoðun mætti fagna frumvarpi menningar- og viðskiptaráðherra, ekki síst fyrir þær sakir að því er ætlað að draga til baka áhrif breytinganna sem reglugerð Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur hafði í för með sér árið 2018 með fyrrgreindum afleiðingum. Það mátti jafnframt skilja nýleg orð mennta- og viðskiptaráðherra á þann veg að ríkisstjórnin ætlaði sér að afturkalla umrædda breytingu og tryggja að íbúðarhúsnæði í skammtímaleigu væri skattlagt sem atvinnuhúsnæði. Annað hefur nú komið á daginn. Ný lög munu ekki hafa áhrif á rekstrarleyfi sem þegar hafa verið útgefin eða verða útgefin fram að gildistöku laga samkvæmt því sem segir í frumvarpinu. Þetta verður að kalla veruleg vonbrigði. Alls eru nú á landsvísu um 1907 rekstrarleyfi, ýmist gefin út á kennitölu eða félag, og í Reykjavík er talið að í rúmlega 300 íbúðum sé starfrækt skammtímagisting í atvinnuskyni í íbúðarhúsnæði. Þær skýringar sem settar eru fram eru á þá leið að ekki sé hægt að ráðast í breytingarnar sem komið var á með reglugerðarbreytingu Þórdísar árið 2018 án þess að skerða um leið stjórnarskrárbundin eigna- eða atvinnufrelsisréttindi. Slíkum yfirlýsingum verður að taka með talsverðum fyrirvara þar sem Alþingi hefur talsvert svigrúm til að gera breytingar á rekstrarumhverfi fyrirtækja með settum lögum á grundvelli almannhagsmuna án þess að kalla yfir sig skaðabótaskyldu. Sé Alþingi ómögulegt að gera slíkar breytingar er ábyrgð núverandi fjármálaráðherra sömuleiðis gífurleg. Það er morgunljóst að fyrirliggjandi frumvarp mun ekki stuðla að auknu framboð á íbúðarhúsnæði í þágu Grindvíkinga. Útleiga einstaklinga og fyrirtækja á eigin íbúðum til ferðalanga verður áfram hluti af íslenskri ferðaþjónustu, en fólk sem heldur slíku úti í atvinnuskyni verður að lúta sömu leikreglum og aðrir. Samfylkingin lagði mikla áherslu mikilvægi þessa í kjarapakka sem kynntur var fyrir jól. Nú sjáum við hins vegar fram að tveir hópar á sama markaði muni búa við gerólík rekstrarskilyrði. Hér þarf til pólitískan vilja til að leiðrétta ranga þróun sem hefur í senn áhrif á ferðaþjónustuna jafnt sem framboð á húsnæðismarkaði. Hér verða einfaldlega almannahagsmunir að fá að ráða för. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun