Fólk búið undir alls konar vendingar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. febrúar 2024 17:43 Unnið við hina nýju hitaveitulögn. Vísir/Ívar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heimsótti Svartsengi í dag og bar nýja hitaveitulögn augum. Hún segir þrekvirki hafa verið unnið á staðnum. Mikilvægt sé að byrja að líta til framtíðar og huga að náttúruvá í framtíðarskipulagi. „Í fyrsta lagi er ótrúlegt að sjá náttúruna að verki og þetta mikla hraun sem hér er komið. En hér er auðvitað líka búið að vinna þrekvirki,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Heitt vatn til Reykjanesbúa fór að komast aftur á úr nýrri hitaveitulögn í dag eftir að hin fyrri eyðilagðist í eldgosi í síðustu viku. Katrín heimsótti einnig starfsfólk HS Veitna og ræddi meðal annars við íbúa á svæðinu, sem og starfsfólk sveitarfélaga. Hún segir mikið verk framundan að nýta reynsluna af því sem hefur átt sér stað í Svartsengi í framtíðaráætlanir uppbyggingar á svæðinu. „Hér var auðvitað gríðarlega mikilvægt, að hér var til mikið efni, þannig að hægt var að ráðast í þetta, vegna þess að fólk var tilbúið undir það að hér gæti ýmislegt gerst. Það er mikilvægt að við höfum slíkar skammtímalausnir alltaf til reiðu en það þarf líka eins og ég segi að huga að lengri framtíð.“ Undirbúningsvinna hafi skilað sér Spurningar hafa vaknað um það hvort stjórnvöld og rekstraraðilar orkuveitu á Reykjanesi hafi verið nægilega undirbúið fyrir hamfarirnar sem urðu þegar hitaveitulögnin brast í eldgosinu í síðustu viku, með tilliti til þess að þrjú ár eru liðin síðan jarðfræðingar lýstu yfir nýju tímabili jarðhræringa á Reykjanesi. Katrín segir að byrjað hafi verið að huga að nýrri hitaveitulögn frá Svartsengi í nóvember. Í raun hafi lítið verið eftir af þeirri vinnu þegar eldgosið hófst og eyðilagði hina hitaveitullögnina. „Við auðvitað fórum líka í þessa varnargarða, sem ég held að hafi skipt gríðarlegu máli, þegar við sjáum þetta núna. Þannig það er margt búið að gera og við hefðum ekki getað farið í þá varnargarða eins hratt og var gert, nema af því að það var búið að kortleggja þá, hanna og reikna þetta út.“ Taka með inn í skipulag framtíðar Katrín segir liggja fyrir að þjóðin sé að fara inn í áframhaldandi tímabil óvissu vegna jarðhræringa á Reykjanesi. Öllu skipti að reynslan sé nýtt inn í framtíðina. „Við þurfum að fara að taka tillit til náttúruvár í öllu okkar skipulagi. Því það hefur ekki verið hluti af í raun og veru skipulagslöggjöf að taka tillit til náttúruvár, það er eitthvað sem við augljóslega þurfum að endurskoða.“ Hún segir jarðvísindamann hafa bent sér á að alla tuttugustu öldina hafi jörð á Reykjanesi verið tiltölulega róleg. Á sama tíma hafi verið byggt einna mest á nesinu. „Þannig mér fannst það áhugaverður punktur að við erum á þeim stað núna að við getum verið að fara inn í ár, misseri, jafnvel áratugi af umbrotum, þannig það þarf auðvitað að huga að þessu í öllu skipulagi núna.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Sjá meira
„Í fyrsta lagi er ótrúlegt að sjá náttúruna að verki og þetta mikla hraun sem hér er komið. En hér er auðvitað líka búið að vinna þrekvirki,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Heitt vatn til Reykjanesbúa fór að komast aftur á úr nýrri hitaveitulögn í dag eftir að hin fyrri eyðilagðist í eldgosi í síðustu viku. Katrín heimsótti einnig starfsfólk HS Veitna og ræddi meðal annars við íbúa á svæðinu, sem og starfsfólk sveitarfélaga. Hún segir mikið verk framundan að nýta reynsluna af því sem hefur átt sér stað í Svartsengi í framtíðaráætlanir uppbyggingar á svæðinu. „Hér var auðvitað gríðarlega mikilvægt, að hér var til mikið efni, þannig að hægt var að ráðast í þetta, vegna þess að fólk var tilbúið undir það að hér gæti ýmislegt gerst. Það er mikilvægt að við höfum slíkar skammtímalausnir alltaf til reiðu en það þarf líka eins og ég segi að huga að lengri framtíð.“ Undirbúningsvinna hafi skilað sér Spurningar hafa vaknað um það hvort stjórnvöld og rekstraraðilar orkuveitu á Reykjanesi hafi verið nægilega undirbúið fyrir hamfarirnar sem urðu þegar hitaveitulögnin brast í eldgosinu í síðustu viku, með tilliti til þess að þrjú ár eru liðin síðan jarðfræðingar lýstu yfir nýju tímabili jarðhræringa á Reykjanesi. Katrín segir að byrjað hafi verið að huga að nýrri hitaveitulögn frá Svartsengi í nóvember. Í raun hafi lítið verið eftir af þeirri vinnu þegar eldgosið hófst og eyðilagði hina hitaveitullögnina. „Við auðvitað fórum líka í þessa varnargarða, sem ég held að hafi skipt gríðarlegu máli, þegar við sjáum þetta núna. Þannig það er margt búið að gera og við hefðum ekki getað farið í þá varnargarða eins hratt og var gert, nema af því að það var búið að kortleggja þá, hanna og reikna þetta út.“ Taka með inn í skipulag framtíðar Katrín segir liggja fyrir að þjóðin sé að fara inn í áframhaldandi tímabil óvissu vegna jarðhræringa á Reykjanesi. Öllu skipti að reynslan sé nýtt inn í framtíðina. „Við þurfum að fara að taka tillit til náttúruvár í öllu okkar skipulagi. Því það hefur ekki verið hluti af í raun og veru skipulagslöggjöf að taka tillit til náttúruvár, það er eitthvað sem við augljóslega þurfum að endurskoða.“ Hún segir jarðvísindamann hafa bent sér á að alla tuttugustu öldina hafi jörð á Reykjanesi verið tiltölulega róleg. Á sama tíma hafi verið byggt einna mest á nesinu. „Þannig mér fannst það áhugaverður punktur að við erum á þeim stað núna að við getum verið að fara inn í ár, misseri, jafnvel áratugi af umbrotum, þannig það þarf auðvitað að huga að þessu í öllu skipulagi núna.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Sjá meira