Triple C eins og Henry er kallaður sneri aftur í hringinn á UFC 288 í maí 2023 eftir þriggja ára fjarveru. Hann tapaði þar gegn Aljamain Sterling í bardaga um bantamvigtarbeltið.
„Ég hata að tapa en ég veit hvaða mistök ég gerði“ sagði Cejudo við myndavélar í kynningarmyndbandi fyrir UFC 298.
„Stundum verður maður of náinn teyminu og fólki fer að líða of þægilega. Núna vil ég hafa allt fagmannlegt í kringum mig“ hélt hann svo áfram og kallaði þjálfarann Eric Albarracin til. Cejudo sagði honum að hann væri að leysa þjálfarateymið upp og Eric yrði einn af þeim sem þyrfti að fara.
Eric tók fréttunum merkilega vel, þó vissulega hafi það komið honum á óvart að Cejudo ákvað að segja honum frá þessu jafn opinberlega og hann gerði.
Myndband af brottrekstrinum má sjá hér fyrir ofan. Viðtalið við Cejudo hefst á 1:50.