Kennedy biðst afsökunar á Super Bowl-auglýsingu Bjarki Sigurðsson skrifar 12. febrúar 2024 16:10 Robert F. Kennedy yngri vill verða næsti forseti Bandaríkjanna. Getty/Mario Tama Robert F. Kennedy yngri hefur beðið fjölskyldu sína afsökunar á auglýsingu tengdri framboði hans til forseta Bandaríkjanna. Hluti af auglýsingu hans fór í að sýna andlit frænda hans heitins, John F. Kennedy, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Robert er bróðursonur forsetans fyrrverandi en faðir Roberts og alnafni var einnig forsetaframbjóðandi. Hann var myrtur í júní árið 1968 þegar hann var að leitast eftir því að verða frambjóðandi Demókrataflokksins í forsetakosningunum það ár. Fimm árum fyrr hafði John einnig verið myrtur en þá hafði hann verið forseti Bandaríkjanna í tæp þrjú ár. Auglýsingin, sem birtist í einu af fjölmörgum auglýsingahléum Super Bowl í nótt, vakti mikla athygli en um er að ræða þrjátíu sekúndna auglýsingu þar sem sjá má fjölda mynda af Robert yngri sjálfum, sem og fjölskyldumeðlimum hans, til að mynda af John F. Kennedy. Þetta reitti nokkra fjölskyldumeðlimi hans til mikillar reiði en hluti fjölskyldunnar vill ekkert með Robert hafa eftir að hann talaði opinberlega gegn bóluefnum og öðrum málefnum. Einn þeirra, Bobby Shriver, sonur systur Robert eldri og John F. Kennedy, birti færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann gagnrýndi frænda sinn fyrir auglýsinguna. „Frændi minn (Robert yngri) notaði andlit frænda okkar (John F. Kennedy) og móður minnar í Super Bowl-auglýsinguna sína. Henni hefði blöskrað lífshættulegu skoðanir hans á heilbrigðismálum,“ skrifaði Shriver á Twitter. My cousin s Super Bowl ad used our uncle s faces- and my Mother s. She would be appalled by his deadly health care views. Respect for science, vaccines, & health care equity were in her DNA. She strongly supported my health care work at @ONECampaign & @RED which he opposes.— Bobby Shriver (@bobbyshriver) February 12, 2024 Vegna gagnrýninnar baðst Robert yngri afsökunar á auglýsingunni og á þeim sársauka sem hún gæti hafa valdið fjölskyldumeðlimum hans. Hann segir auglýsinguna hafa verið gerða af kosningasjóð án hans samþykkis. Kennedy er í sjálfstæðu framboði, það er að hann er ekki að sækjast eftir tilnefningu Demókrata- eða Repúblikanaflokksins. Þeim frambjóðendum vegnar sjaldnast vel. Sá sem hefur hlotið mesta fylgið sem sjálfstæður frambjóðandi er Theodore Roosevelt árið 1912 þegar hann fékk 27 prósent atkvæða. I'm so sorry if the Super Bowl advertisement caused anyone in my family pain. The ad was created and aired by the American Values Super PAC without any involvement or approval from my campaign. FEC rules prohibit Super PACs from consulting with me or my staff. I love you all. God — Robert F. Kennedy Jr (@RobertKennedyJr) February 12, 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Ofurskálin Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Sjá meira
Robert er bróðursonur forsetans fyrrverandi en faðir Roberts og alnafni var einnig forsetaframbjóðandi. Hann var myrtur í júní árið 1968 þegar hann var að leitast eftir því að verða frambjóðandi Demókrataflokksins í forsetakosningunum það ár. Fimm árum fyrr hafði John einnig verið myrtur en þá hafði hann verið forseti Bandaríkjanna í tæp þrjú ár. Auglýsingin, sem birtist í einu af fjölmörgum auglýsingahléum Super Bowl í nótt, vakti mikla athygli en um er að ræða þrjátíu sekúndna auglýsingu þar sem sjá má fjölda mynda af Robert yngri sjálfum, sem og fjölskyldumeðlimum hans, til að mynda af John F. Kennedy. Þetta reitti nokkra fjölskyldumeðlimi hans til mikillar reiði en hluti fjölskyldunnar vill ekkert með Robert hafa eftir að hann talaði opinberlega gegn bóluefnum og öðrum málefnum. Einn þeirra, Bobby Shriver, sonur systur Robert eldri og John F. Kennedy, birti færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann gagnrýndi frænda sinn fyrir auglýsinguna. „Frændi minn (Robert yngri) notaði andlit frænda okkar (John F. Kennedy) og móður minnar í Super Bowl-auglýsinguna sína. Henni hefði blöskrað lífshættulegu skoðanir hans á heilbrigðismálum,“ skrifaði Shriver á Twitter. My cousin s Super Bowl ad used our uncle s faces- and my Mother s. She would be appalled by his deadly health care views. Respect for science, vaccines, & health care equity were in her DNA. She strongly supported my health care work at @ONECampaign & @RED which he opposes.— Bobby Shriver (@bobbyshriver) February 12, 2024 Vegna gagnrýninnar baðst Robert yngri afsökunar á auglýsingunni og á þeim sársauka sem hún gæti hafa valdið fjölskyldumeðlimum hans. Hann segir auglýsinguna hafa verið gerða af kosningasjóð án hans samþykkis. Kennedy er í sjálfstæðu framboði, það er að hann er ekki að sækjast eftir tilnefningu Demókrata- eða Repúblikanaflokksins. Þeim frambjóðendum vegnar sjaldnast vel. Sá sem hefur hlotið mesta fylgið sem sjálfstæður frambjóðandi er Theodore Roosevelt árið 1912 þegar hann fékk 27 prósent atkvæða. I'm so sorry if the Super Bowl advertisement caused anyone in my family pain. The ad was created and aired by the American Values Super PAC without any involvement or approval from my campaign. FEC rules prohibit Super PACs from consulting with me or my staff. I love you all. God — Robert F. Kennedy Jr (@RobertKennedyJr) February 12, 2024
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Ofurskálin Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna