Fóstbræður innan um „viðbjóðslegt og ofbeldisfullt efni“ Jón Þór Stefánsson skrifar 12. febrúar 2024 11:52 Sakborningar hryðjuverkamálsins Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson. Vísir/Hulda Margrét Lögreglumenn og sérfræðingur hjá héraðssaksóknara gáfu skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun í hryðjuverkamálinu svokallaða þar sem fjallað var um innihald í símum og tölvum sakborninga málsins, Sindra Snæs Birgissonar og Ísidórs Nathanssonar. Aðalmeðferð í málinu hófst í síðustu viku og heldur áfram í dómssal 101 við Lækjartorg í þessari viku. Umfangsmikla leit þurfti að gera á tölvum Sindra Snæs að sögn lögreglumanns sem hafði það hlutverk að kanna þær. Hann sagði að rauði þráðurinn í netnotkun Sindra væri efni sem varðaði vopn, lögreglufatnað, skjöl sem vörðuðu hægri-öfgahyggju. Þó væri vissulega að finna „eðlilegra“ efni. Á meðal gagna málsins vöru gögn sem sýndu netleit Sindra Snæs. Lögreglumaðurinn benti á að þarna væri efni sem varðaði skotárás í Christchurch í Nýja-Sjálandi, en á tölvu Sindra var að finna myndband af árásinni sem árásarmaðurinn tók sjálfur. Þá hafði Sindri heimsótt síðu sem lögreglumaðurinn sagði að innihéldi „viðbjóðslegt og ofbeldisfullt efni“. Jafnframt mátti sjá að vefslóð með yfirskrift um „stríð hvíta mannsins“ og aðra þar sem að sagði að „hatursglæpir væru fyrir hvítt fólk, og að n***** mættu gera það sem þeir vildu.“ Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra, benti á að þarna væri ýmislegt annað efni, og benti á Fóstbræðramyndbönd. Á lista yfir netleit Sindra mátti sjá lagið Þriðjudagskvöld úr sjónvarpsþáttunum Fóstbræðrum. Einnig benti Sveinn Andri á að þessi vöfrun næði yfir skamman tíma, svo virtist sem hann hafi ekki stoppað lengi við hverja vefsíðu. Mikið af limlestingarmyndböndum Annar lögreglumaður sem kannaði innihald úr tækjum Ísidórs sagði að í þeim hafi verið að finna mikið af öfgafullu efni. Hann nefndi sem dæmi að einhver þeirra hafi varðað nasisma og fullyrðingar um að helför þeirra hafi ekki átt sér stað. Þá sagðist hann einnig hafa séð „óhugnanleg myndbönd“ sem sýndu aflimanir á fólki. „Þetta voru mjög ljót myndbönd og það var mikið af þeim.“ Einnig sagði lögreglumaðurinn að Ísidór hafi skoðað efni sem varðaði gyðinga, barnaníðinga og samkynhneigð. Köttur Ísidórs til umræðu Sérfræðingur á vegum héraðssaksóknara gaf einnig skýrslu fyrir dómi, en hún hafði fengið það verk að rýna í gögn á tækjum sakborninganna og samskipti þeirra. Hún benti á að í tækjum þeirra væri að finna stefnuyfirlýsingu hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik. Einnig að Sindri og Ísidór hafi vísað í hana í samskiptum sín á milli. Í kjölfar einnar tilvísunar í Breivik í samskiptum sakborninganna sagði annar þeirra að „Þorvaldur væri tilbúinn að maka því á alla hurðarhúna í Reykjavík.“ Sérfræðingur héraðssaksóknara benti á að við rannsókn málsins hefði komið í ljós að Þorvaldur væri köttur Ísidórs. Sveinn Andri setti út á að það kæmi ekki fram í skýrslu sérfræðingsins, sem viðurkenndi að svo hefði mátt vera. „Fannst þér samskiptin alvöruþrungin?“ Þá var vísað til þess að Breivik hafi klætt sig upp sem lögreglumann, og verið með lögregluskírteini, þegar hann framdi hryðjuverk í Útey árið 2011, og í stefnuyfirlýsingu sinni hafi hann hvatt aðra hryðjuverkamenn til að gera slíkt hið sama. Bent var á að í síma Sindra væri að finna ljósmynd af íslensku lögregluskírteini, og í skýrslu lögreglu var það sett í samhengi við Breivik. „Er ekki langt gengið að setja hana í samhengi við Breivik?“ spurði Sveinn Andri, sem benti á að myndin hefði verið tveggja ára gömul þegar sakborningarnir voru handteknir. Sérfræðingurinn sagði að sér hefði þótt viðeigandi að setja myndina í samhengi við Breivik í skýrslunni, en að það væri ekki sitt að meta hvort það hefði endanlega þýðingu. „Fannst þér samskiptin alvöruþrungin?“ spurði Sveinn Andri og minntist sérstaklega á samskipti Sindra og Ísidórs þar sem þeir töluðu um fá sér tilvísun úr samskiptum þeirra húðflúraða á sig „eins og skvísurnar á insta“ og vísaði þar með til samfélagsmiðilsins Instagram. „Ef ég á að vera alveg heiðarleg þá er erfitt að meta það,“ svaraði sérfræðingurinn sem bætti við að það væri þó ekki sitt að meta. Dómsmál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tengdar fréttir Segir að málið hefði dáið hefði lögregla beðið átekta Verjandi manns sem grunaður er um tilraun til hryðjuverka segir það sem komið hefur fram í aðalmeðferð hryðjuverkamálsins í vikunni benda til þess að lögregla og ákæruvaldið hafi hlaupið upp til handa og fóta að ástæðulausu. 10. febrúar 2024 12:10 Riffillinn reyndist enn þá vera hálfsjálfvirkur Tæknifræðingur sem bar vitni í hryðjuverkamálinu svokallaða í dag segir að ekki sé mikið tiltökumál að breyta AR-15 riffli í hálfsjálfvirkan, sé maður sæmilega flinkur í höndunum. Hann sagði að riffill, sem Sindri Snær er sagður eiga, sé enn hálfsjálfvirkur. Hægt sé að skjóta þrjátíu skotum á tíu sekúndum úr honum. 9. febrúar 2024 16:56 Unnustan segir Ísidór orðljótan en alls ekki ofbeldisfullan Kærasta Sindra Snæs Birgissonar, segir hann hafa verið í betra andlegu ástandi mánuðina áður en hryðjuverkamálið svokallaða kom upp en nokkurn tímann fyrr. Unnusta Ísidórs Nathanssonar segir hann hafa verið með nasistafána uppi á vegg en alls ekki ofbeldisfullan. 9. febrúar 2024 14:38 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Sjá meira
Aðalmeðferð í málinu hófst í síðustu viku og heldur áfram í dómssal 101 við Lækjartorg í þessari viku. Umfangsmikla leit þurfti að gera á tölvum Sindra Snæs að sögn lögreglumanns sem hafði það hlutverk að kanna þær. Hann sagði að rauði þráðurinn í netnotkun Sindra væri efni sem varðaði vopn, lögreglufatnað, skjöl sem vörðuðu hægri-öfgahyggju. Þó væri vissulega að finna „eðlilegra“ efni. Á meðal gagna málsins vöru gögn sem sýndu netleit Sindra Snæs. Lögreglumaðurinn benti á að þarna væri efni sem varðaði skotárás í Christchurch í Nýja-Sjálandi, en á tölvu Sindra var að finna myndband af árásinni sem árásarmaðurinn tók sjálfur. Þá hafði Sindri heimsótt síðu sem lögreglumaðurinn sagði að innihéldi „viðbjóðslegt og ofbeldisfullt efni“. Jafnframt mátti sjá að vefslóð með yfirskrift um „stríð hvíta mannsins“ og aðra þar sem að sagði að „hatursglæpir væru fyrir hvítt fólk, og að n***** mættu gera það sem þeir vildu.“ Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra, benti á að þarna væri ýmislegt annað efni, og benti á Fóstbræðramyndbönd. Á lista yfir netleit Sindra mátti sjá lagið Þriðjudagskvöld úr sjónvarpsþáttunum Fóstbræðrum. Einnig benti Sveinn Andri á að þessi vöfrun næði yfir skamman tíma, svo virtist sem hann hafi ekki stoppað lengi við hverja vefsíðu. Mikið af limlestingarmyndböndum Annar lögreglumaður sem kannaði innihald úr tækjum Ísidórs sagði að í þeim hafi verið að finna mikið af öfgafullu efni. Hann nefndi sem dæmi að einhver þeirra hafi varðað nasisma og fullyrðingar um að helför þeirra hafi ekki átt sér stað. Þá sagðist hann einnig hafa séð „óhugnanleg myndbönd“ sem sýndu aflimanir á fólki. „Þetta voru mjög ljót myndbönd og það var mikið af þeim.“ Einnig sagði lögreglumaðurinn að Ísidór hafi skoðað efni sem varðaði gyðinga, barnaníðinga og samkynhneigð. Köttur Ísidórs til umræðu Sérfræðingur á vegum héraðssaksóknara gaf einnig skýrslu fyrir dómi, en hún hafði fengið það verk að rýna í gögn á tækjum sakborninganna og samskipti þeirra. Hún benti á að í tækjum þeirra væri að finna stefnuyfirlýsingu hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik. Einnig að Sindri og Ísidór hafi vísað í hana í samskiptum sín á milli. Í kjölfar einnar tilvísunar í Breivik í samskiptum sakborninganna sagði annar þeirra að „Þorvaldur væri tilbúinn að maka því á alla hurðarhúna í Reykjavík.“ Sérfræðingur héraðssaksóknara benti á að við rannsókn málsins hefði komið í ljós að Þorvaldur væri köttur Ísidórs. Sveinn Andri setti út á að það kæmi ekki fram í skýrslu sérfræðingsins, sem viðurkenndi að svo hefði mátt vera. „Fannst þér samskiptin alvöruþrungin?“ Þá var vísað til þess að Breivik hafi klætt sig upp sem lögreglumann, og verið með lögregluskírteini, þegar hann framdi hryðjuverk í Útey árið 2011, og í stefnuyfirlýsingu sinni hafi hann hvatt aðra hryðjuverkamenn til að gera slíkt hið sama. Bent var á að í síma Sindra væri að finna ljósmynd af íslensku lögregluskírteini, og í skýrslu lögreglu var það sett í samhengi við Breivik. „Er ekki langt gengið að setja hana í samhengi við Breivik?“ spurði Sveinn Andri, sem benti á að myndin hefði verið tveggja ára gömul þegar sakborningarnir voru handteknir. Sérfræðingurinn sagði að sér hefði þótt viðeigandi að setja myndina í samhengi við Breivik í skýrslunni, en að það væri ekki sitt að meta hvort það hefði endanlega þýðingu. „Fannst þér samskiptin alvöruþrungin?“ spurði Sveinn Andri og minntist sérstaklega á samskipti Sindra og Ísidórs þar sem þeir töluðu um fá sér tilvísun úr samskiptum þeirra húðflúraða á sig „eins og skvísurnar á insta“ og vísaði þar með til samfélagsmiðilsins Instagram. „Ef ég á að vera alveg heiðarleg þá er erfitt að meta það,“ svaraði sérfræðingurinn sem bætti við að það væri þó ekki sitt að meta.
Dómsmál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tengdar fréttir Segir að málið hefði dáið hefði lögregla beðið átekta Verjandi manns sem grunaður er um tilraun til hryðjuverka segir það sem komið hefur fram í aðalmeðferð hryðjuverkamálsins í vikunni benda til þess að lögregla og ákæruvaldið hafi hlaupið upp til handa og fóta að ástæðulausu. 10. febrúar 2024 12:10 Riffillinn reyndist enn þá vera hálfsjálfvirkur Tæknifræðingur sem bar vitni í hryðjuverkamálinu svokallaða í dag segir að ekki sé mikið tiltökumál að breyta AR-15 riffli í hálfsjálfvirkan, sé maður sæmilega flinkur í höndunum. Hann sagði að riffill, sem Sindri Snær er sagður eiga, sé enn hálfsjálfvirkur. Hægt sé að skjóta þrjátíu skotum á tíu sekúndum úr honum. 9. febrúar 2024 16:56 Unnustan segir Ísidór orðljótan en alls ekki ofbeldisfullan Kærasta Sindra Snæs Birgissonar, segir hann hafa verið í betra andlegu ástandi mánuðina áður en hryðjuverkamálið svokallaða kom upp en nokkurn tímann fyrr. Unnusta Ísidórs Nathanssonar segir hann hafa verið með nasistafána uppi á vegg en alls ekki ofbeldisfullan. 9. febrúar 2024 14:38 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Sjá meira
Segir að málið hefði dáið hefði lögregla beðið átekta Verjandi manns sem grunaður er um tilraun til hryðjuverka segir það sem komið hefur fram í aðalmeðferð hryðjuverkamálsins í vikunni benda til þess að lögregla og ákæruvaldið hafi hlaupið upp til handa og fóta að ástæðulausu. 10. febrúar 2024 12:10
Riffillinn reyndist enn þá vera hálfsjálfvirkur Tæknifræðingur sem bar vitni í hryðjuverkamálinu svokallaða í dag segir að ekki sé mikið tiltökumál að breyta AR-15 riffli í hálfsjálfvirkan, sé maður sæmilega flinkur í höndunum. Hann sagði að riffill, sem Sindri Snær er sagður eiga, sé enn hálfsjálfvirkur. Hægt sé að skjóta þrjátíu skotum á tíu sekúndum úr honum. 9. febrúar 2024 16:56
Unnustan segir Ísidór orðljótan en alls ekki ofbeldisfullan Kærasta Sindra Snæs Birgissonar, segir hann hafa verið í betra andlegu ástandi mánuðina áður en hryðjuverkamálið svokallaða kom upp en nokkurn tímann fyrr. Unnusta Ísidórs Nathanssonar segir hann hafa verið með nasistafána uppi á vegg en alls ekki ofbeldisfullan. 9. febrúar 2024 14:38