Leiðandi leiðtogar Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 12. febrúar 2024 09:00 Hver leiddi þig þín fyrstu skref á lífsins göngu ? Líklega einhver sem ann þér sama hvað. Einhver sem er þín fyrirmynd og leiðtogi sem skiptir máli fyrir þína framtíð. Einhver sem hlustar, hlúir að og gefur af sér sama hvað. Flest höfum við vonandi átt þannig fyrirmyndir og leiðtoga sem skipta okkur öllu máli, hafa mótað okkar sjálfsmynd og tilveru. Hvert mannsbarn þarf leiðtoga sem leiðir en leyfir um leið einstaklingnum að blómstra á eigin forsendum. Í barnæsku erum við auðtrúa og einlæg. Við lærum af hegðun og orðum þeirra sem eldri eru og leiða okkur. Við trúum á það góða, að fólk vilji okkur vel, ætli ætíð gott að gera. Þá er gott að kunna bænirnar sem amma kenndi og leita að lifandi leiðtoga ef eitthvað bjátar á. Svo líða árin, við eldumst og þannig týnist tíminn. Við áttum okkur á að leiðtogar lífsins vilja ekki allir vel. Sumir vilja jafnvel illt gera og meiða aðra með öllum ràðum. Það er eins og stundum komist fólk í leiðtogastöður sem hafi ekki rétta sýn á sjálfa sig og sitt hlutverk. Það er jafnvel hættulegt að treysta slíkum einstaklingum fyrir leiðtoga störfum. Hvernig stendur á því að leiðtogar sumra ríkja hafa komist til valda jafnvel í nafni lýðræðis en eru nánast einvaldir og valda þjóð sinni og heimsbyggðinni bara skaða? Í ljósi sögunnar er þetta áhugaverð spurning. Nú á 21. öldinni stöndum við Íslendingar frammi fyrir margvíslegum ógnum. Loftslagsmálin, stríð í Evrópu, flóttamenn í eigin landi og erlendis frá, eldsumbrot hérlendis sem ógna byggð og við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Hver hefði túað því að heilt bæjarfélag sé óbyggilegt og að Suðurnes séu heitavatnslaus árið 2024? Við Íslendingar höfum ávallt montað okkur af þeirri auðlind sem heita vatnið er og að húsin okkar séu hituð upp af heitu vatni. Nema núna á frostdögum í febrúar þegar ekkert heitt vatn er að fá og húsin kólna. Nú sem aldrei fyrr þurfum við sterka leiðtoga. Við eigum sem betur fer marga slíka sem nú leggja nótt við dag til að bjarga málum og koma hita á Suðurnesin. Vissulega hafa jarðvísindamenn varað við þessari stöðu sem upp er komin. Kannski hlustuðum við ekki og hugsuðum ekki um aðgerðir sem við gætum gert til að varna því að slík staða sem nú er uppi yrði að veruleika. Hefðum kannski þurft sterkari leiðtoga ? Við veljum nú mikilvæga leiðtoga á þessu ári og þá bera að vanda sig. Við viljum fólk með bein í nefinu sem þorir að segja sína skoðun, fylgja því eftir og láta kné fylgja kviði. Fólk sem er ekki að skara eld að sinni köku heldur að huga að heildinni og þeim sem minna mega sín. Fólk sem vill láta gott af sér leiða og lifir eftir því. Leiðtogar okkar þurfa að leiða okkur í gegnum lífsins hremmingar og huga að heill þjóðar. Leiðandi leiðtogar brosa á móti morgundeginum og taka vindinn í fangið. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ebba Margrét Magnúsdóttir Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Hver leiddi þig þín fyrstu skref á lífsins göngu ? Líklega einhver sem ann þér sama hvað. Einhver sem er þín fyrirmynd og leiðtogi sem skiptir máli fyrir þína framtíð. Einhver sem hlustar, hlúir að og gefur af sér sama hvað. Flest höfum við vonandi átt þannig fyrirmyndir og leiðtoga sem skipta okkur öllu máli, hafa mótað okkar sjálfsmynd og tilveru. Hvert mannsbarn þarf leiðtoga sem leiðir en leyfir um leið einstaklingnum að blómstra á eigin forsendum. Í barnæsku erum við auðtrúa og einlæg. Við lærum af hegðun og orðum þeirra sem eldri eru og leiða okkur. Við trúum á það góða, að fólk vilji okkur vel, ætli ætíð gott að gera. Þá er gott að kunna bænirnar sem amma kenndi og leita að lifandi leiðtoga ef eitthvað bjátar á. Svo líða árin, við eldumst og þannig týnist tíminn. Við áttum okkur á að leiðtogar lífsins vilja ekki allir vel. Sumir vilja jafnvel illt gera og meiða aðra með öllum ràðum. Það er eins og stundum komist fólk í leiðtogastöður sem hafi ekki rétta sýn á sjálfa sig og sitt hlutverk. Það er jafnvel hættulegt að treysta slíkum einstaklingum fyrir leiðtoga störfum. Hvernig stendur á því að leiðtogar sumra ríkja hafa komist til valda jafnvel í nafni lýðræðis en eru nánast einvaldir og valda þjóð sinni og heimsbyggðinni bara skaða? Í ljósi sögunnar er þetta áhugaverð spurning. Nú á 21. öldinni stöndum við Íslendingar frammi fyrir margvíslegum ógnum. Loftslagsmálin, stríð í Evrópu, flóttamenn í eigin landi og erlendis frá, eldsumbrot hérlendis sem ógna byggð og við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Hver hefði túað því að heilt bæjarfélag sé óbyggilegt og að Suðurnes séu heitavatnslaus árið 2024? Við Íslendingar höfum ávallt montað okkur af þeirri auðlind sem heita vatnið er og að húsin okkar séu hituð upp af heitu vatni. Nema núna á frostdögum í febrúar þegar ekkert heitt vatn er að fá og húsin kólna. Nú sem aldrei fyrr þurfum við sterka leiðtoga. Við eigum sem betur fer marga slíka sem nú leggja nótt við dag til að bjarga málum og koma hita á Suðurnesin. Vissulega hafa jarðvísindamenn varað við þessari stöðu sem upp er komin. Kannski hlustuðum við ekki og hugsuðum ekki um aðgerðir sem við gætum gert til að varna því að slík staða sem nú er uppi yrði að veruleika. Hefðum kannski þurft sterkari leiðtoga ? Við veljum nú mikilvæga leiðtoga á þessu ári og þá bera að vanda sig. Við viljum fólk með bein í nefinu sem þorir að segja sína skoðun, fylgja því eftir og láta kné fylgja kviði. Fólk sem er ekki að skara eld að sinni köku heldur að huga að heildinni og þeim sem minna mega sín. Fólk sem vill láta gott af sér leiða og lifir eftir því. Leiðtogar okkar þurfa að leiða okkur í gegnum lífsins hremmingar og huga að heill þjóðar. Leiðandi leiðtogar brosa á móti morgundeginum og taka vindinn í fangið. Höfundur er læknir.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun