Leiðandi leiðtogar Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 12. febrúar 2024 09:00 Hver leiddi þig þín fyrstu skref á lífsins göngu ? Líklega einhver sem ann þér sama hvað. Einhver sem er þín fyrirmynd og leiðtogi sem skiptir máli fyrir þína framtíð. Einhver sem hlustar, hlúir að og gefur af sér sama hvað. Flest höfum við vonandi átt þannig fyrirmyndir og leiðtoga sem skipta okkur öllu máli, hafa mótað okkar sjálfsmynd og tilveru. Hvert mannsbarn þarf leiðtoga sem leiðir en leyfir um leið einstaklingnum að blómstra á eigin forsendum. Í barnæsku erum við auðtrúa og einlæg. Við lærum af hegðun og orðum þeirra sem eldri eru og leiða okkur. Við trúum á það góða, að fólk vilji okkur vel, ætli ætíð gott að gera. Þá er gott að kunna bænirnar sem amma kenndi og leita að lifandi leiðtoga ef eitthvað bjátar á. Svo líða árin, við eldumst og þannig týnist tíminn. Við áttum okkur á að leiðtogar lífsins vilja ekki allir vel. Sumir vilja jafnvel illt gera og meiða aðra með öllum ràðum. Það er eins og stundum komist fólk í leiðtogastöður sem hafi ekki rétta sýn á sjálfa sig og sitt hlutverk. Það er jafnvel hættulegt að treysta slíkum einstaklingum fyrir leiðtoga störfum. Hvernig stendur á því að leiðtogar sumra ríkja hafa komist til valda jafnvel í nafni lýðræðis en eru nánast einvaldir og valda þjóð sinni og heimsbyggðinni bara skaða? Í ljósi sögunnar er þetta áhugaverð spurning. Nú á 21. öldinni stöndum við Íslendingar frammi fyrir margvíslegum ógnum. Loftslagsmálin, stríð í Evrópu, flóttamenn í eigin landi og erlendis frá, eldsumbrot hérlendis sem ógna byggð og við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Hver hefði túað því að heilt bæjarfélag sé óbyggilegt og að Suðurnes séu heitavatnslaus árið 2024? Við Íslendingar höfum ávallt montað okkur af þeirri auðlind sem heita vatnið er og að húsin okkar séu hituð upp af heitu vatni. Nema núna á frostdögum í febrúar þegar ekkert heitt vatn er að fá og húsin kólna. Nú sem aldrei fyrr þurfum við sterka leiðtoga. Við eigum sem betur fer marga slíka sem nú leggja nótt við dag til að bjarga málum og koma hita á Suðurnesin. Vissulega hafa jarðvísindamenn varað við þessari stöðu sem upp er komin. Kannski hlustuðum við ekki og hugsuðum ekki um aðgerðir sem við gætum gert til að varna því að slík staða sem nú er uppi yrði að veruleika. Hefðum kannski þurft sterkari leiðtoga ? Við veljum nú mikilvæga leiðtoga á þessu ári og þá bera að vanda sig. Við viljum fólk með bein í nefinu sem þorir að segja sína skoðun, fylgja því eftir og láta kné fylgja kviði. Fólk sem er ekki að skara eld að sinni köku heldur að huga að heildinni og þeim sem minna mega sín. Fólk sem vill láta gott af sér leiða og lifir eftir því. Leiðtogar okkar þurfa að leiða okkur í gegnum lífsins hremmingar og huga að heill þjóðar. Leiðandi leiðtogar brosa á móti morgundeginum og taka vindinn í fangið. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ebba Margrét Magnúsdóttir Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Hver leiddi þig þín fyrstu skref á lífsins göngu ? Líklega einhver sem ann þér sama hvað. Einhver sem er þín fyrirmynd og leiðtogi sem skiptir máli fyrir þína framtíð. Einhver sem hlustar, hlúir að og gefur af sér sama hvað. Flest höfum við vonandi átt þannig fyrirmyndir og leiðtoga sem skipta okkur öllu máli, hafa mótað okkar sjálfsmynd og tilveru. Hvert mannsbarn þarf leiðtoga sem leiðir en leyfir um leið einstaklingnum að blómstra á eigin forsendum. Í barnæsku erum við auðtrúa og einlæg. Við lærum af hegðun og orðum þeirra sem eldri eru og leiða okkur. Við trúum á það góða, að fólk vilji okkur vel, ætli ætíð gott að gera. Þá er gott að kunna bænirnar sem amma kenndi og leita að lifandi leiðtoga ef eitthvað bjátar á. Svo líða árin, við eldumst og þannig týnist tíminn. Við áttum okkur á að leiðtogar lífsins vilja ekki allir vel. Sumir vilja jafnvel illt gera og meiða aðra með öllum ràðum. Það er eins og stundum komist fólk í leiðtogastöður sem hafi ekki rétta sýn á sjálfa sig og sitt hlutverk. Það er jafnvel hættulegt að treysta slíkum einstaklingum fyrir leiðtoga störfum. Hvernig stendur á því að leiðtogar sumra ríkja hafa komist til valda jafnvel í nafni lýðræðis en eru nánast einvaldir og valda þjóð sinni og heimsbyggðinni bara skaða? Í ljósi sögunnar er þetta áhugaverð spurning. Nú á 21. öldinni stöndum við Íslendingar frammi fyrir margvíslegum ógnum. Loftslagsmálin, stríð í Evrópu, flóttamenn í eigin landi og erlendis frá, eldsumbrot hérlendis sem ógna byggð og við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Hver hefði túað því að heilt bæjarfélag sé óbyggilegt og að Suðurnes séu heitavatnslaus árið 2024? Við Íslendingar höfum ávallt montað okkur af þeirri auðlind sem heita vatnið er og að húsin okkar séu hituð upp af heitu vatni. Nema núna á frostdögum í febrúar þegar ekkert heitt vatn er að fá og húsin kólna. Nú sem aldrei fyrr þurfum við sterka leiðtoga. Við eigum sem betur fer marga slíka sem nú leggja nótt við dag til að bjarga málum og koma hita á Suðurnesin. Vissulega hafa jarðvísindamenn varað við þessari stöðu sem upp er komin. Kannski hlustuðum við ekki og hugsuðum ekki um aðgerðir sem við gætum gert til að varna því að slík staða sem nú er uppi yrði að veruleika. Hefðum kannski þurft sterkari leiðtoga ? Við veljum nú mikilvæga leiðtoga á þessu ári og þá bera að vanda sig. Við viljum fólk með bein í nefinu sem þorir að segja sína skoðun, fylgja því eftir og láta kné fylgja kviði. Fólk sem er ekki að skara eld að sinni köku heldur að huga að heildinni og þeim sem minna mega sín. Fólk sem vill láta gott af sér leiða og lifir eftir því. Leiðtogar okkar þurfa að leiða okkur í gegnum lífsins hremmingar og huga að heill þjóðar. Leiðandi leiðtogar brosa á móti morgundeginum og taka vindinn í fangið. Höfundur er læknir.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun