Vegagerð yfir hraunið er lokið Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 11. febrúar 2024 10:44 Um fimmtíu manns unnu að framkvæmdum í nótt og nýjar vaktir taka við í dag. Aðsend Framkvæmdir næturinnar við hjáveitulögn Njarðvíkuræðar gengu vel og örugglega fyrir sig samkvæmt HS Orku. Vegur liggur nú yfir heitt hraunið. Þjónusta á Suðurnesjum verður skert næstu daga en fyrirkomulag skólahalds er til skoðunar. Um fimmtíu manns unnu að framkvæmdum í nótt og nýjar vaktir taka við í dag. Vegagerð þvert yfir hrauntunguna er nú lokið, en hraunið er átta metra þykkt þar sem mest er, að því er segir í frétt á vef Hs orku. Allt lagnaefni er komið á vettvang og nú er unnið í mörgum hópum við að sjóða rör saman. Lögnin verður dregin yfir hrauntunguna og síðan tengd við Njarðvíkuræðina beggja vegna hrauntungunnar. Lögnin verður um fimmhundruð metra löng og mun vega hátt í áttatíu tonn samansett. Verið er að flytja rúllukefli á framkvæmdasvæðið og verður lögnin sett ofan á þau og dregin af jarðýtum út á hraunbrautina sem lokið var við að leggja í nótt. Vonir standa til þess að hægt verði að draga fyrsta hluta lagnarinnar út á hraunið síðdegis í dag. Ef áætlanir ganga upp eru vonir bundnar við að hægt verði að hleypa vatni á lögnina eftir þrjá til fjóra sólarhringa. Þá tekur tíma að fylla heitavatnstanka HS Orku á Fitjum og síðan mun taka um tvo sólarhringa áður en dreifikerfið nær að byggja sig upp. Því gæti liðið vika áður en heitt vatn er komið á öll hús á Suðurnesjum. Aðstæður á vettvangi í nótt voru nokkuð erfiðar til suðuHS Orka Fjölmargir aðilar; verktakar, verkfræðistofur og sérfræðingar, koma að framkvæmdinni og verður unnið á vöktum dag og nótt þar til heitt vatn streymir að nýju til Reykjanesbæjar. Vegagerð yfir heitt hraun mikilvægur áfangi Í gær ruddi jarðýta slóða fyrir lagnaleiðina yfir heitt hraunið og því næst verða jarðvegsfyllingar bornar ofan á hraunið. Miðað er við á ná að setja að minnsta kosti hálfan metra af malarpúða ofan í veginn. Áður en vegagerðin hófst var yfirborðshitastig hraunsins rannsakað, annars vegar með dróna og hinsvegar nákvæmari mælingum eftir því sem jarðvinnutækin fóru lengra út á hraunið. Að því er fram kemur á vef Hs orku einfaldar sú staðreynd að tekist hafi að gera veg yfir hraunið einfaldar framkvæmdina til muna og er mikilvægur áfangi í verkinu. Aðstæður á vettvangi í nótt voru nokkuð erfiðar til suðuHS Orka Skólahald til skoðunar Þjónusta í Reykjanesbæ verður skert næstu daga. Íþróttamannvirki og sundlaugar verða lokaðar sem og ráðhús bæjarins. Hefðbundin starfsemi verður í sérstökum búsetuúrræðum, dagdvöl á Nesvöllum og Selinu verða opnar, Björgin er opin en Hvammur og Hæfingarstöðin lokaðar. Heimsendingarþjónusta á mat verður með hefðbundnu sniði og heima- og stuðningsþjónusta óskert fyrir utan það að heimilisþrif verða í lágmarki. Bæjaryfirvöld í samvinnu við almannavarnir gerðu tilraunir til hitunar á á skólahúsnæðum bæjarins í gær. Þær tilraunir standa enn yfir og segir Hjördís Guðmunsdóttir, samskiptastjóri almannavarna að nánari upplýsingar um fyrirkomulag skólahalds muni liggja fyrir síðar í dag. Reykjanesbær Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Suðurnesjabær Vegagerð Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Um fimmtíu manns unnu að framkvæmdum í nótt og nýjar vaktir taka við í dag. Vegagerð þvert yfir hrauntunguna er nú lokið, en hraunið er átta metra þykkt þar sem mest er, að því er segir í frétt á vef Hs orku. Allt lagnaefni er komið á vettvang og nú er unnið í mörgum hópum við að sjóða rör saman. Lögnin verður dregin yfir hrauntunguna og síðan tengd við Njarðvíkuræðina beggja vegna hrauntungunnar. Lögnin verður um fimmhundruð metra löng og mun vega hátt í áttatíu tonn samansett. Verið er að flytja rúllukefli á framkvæmdasvæðið og verður lögnin sett ofan á þau og dregin af jarðýtum út á hraunbrautina sem lokið var við að leggja í nótt. Vonir standa til þess að hægt verði að draga fyrsta hluta lagnarinnar út á hraunið síðdegis í dag. Ef áætlanir ganga upp eru vonir bundnar við að hægt verði að hleypa vatni á lögnina eftir þrjá til fjóra sólarhringa. Þá tekur tíma að fylla heitavatnstanka HS Orku á Fitjum og síðan mun taka um tvo sólarhringa áður en dreifikerfið nær að byggja sig upp. Því gæti liðið vika áður en heitt vatn er komið á öll hús á Suðurnesjum. Aðstæður á vettvangi í nótt voru nokkuð erfiðar til suðuHS Orka Fjölmargir aðilar; verktakar, verkfræðistofur og sérfræðingar, koma að framkvæmdinni og verður unnið á vöktum dag og nótt þar til heitt vatn streymir að nýju til Reykjanesbæjar. Vegagerð yfir heitt hraun mikilvægur áfangi Í gær ruddi jarðýta slóða fyrir lagnaleiðina yfir heitt hraunið og því næst verða jarðvegsfyllingar bornar ofan á hraunið. Miðað er við á ná að setja að minnsta kosti hálfan metra af malarpúða ofan í veginn. Áður en vegagerðin hófst var yfirborðshitastig hraunsins rannsakað, annars vegar með dróna og hinsvegar nákvæmari mælingum eftir því sem jarðvinnutækin fóru lengra út á hraunið. Að því er fram kemur á vef Hs orku einfaldar sú staðreynd að tekist hafi að gera veg yfir hraunið einfaldar framkvæmdina til muna og er mikilvægur áfangi í verkinu. Aðstæður á vettvangi í nótt voru nokkuð erfiðar til suðuHS Orka Skólahald til skoðunar Þjónusta í Reykjanesbæ verður skert næstu daga. Íþróttamannvirki og sundlaugar verða lokaðar sem og ráðhús bæjarins. Hefðbundin starfsemi verður í sérstökum búsetuúrræðum, dagdvöl á Nesvöllum og Selinu verða opnar, Björgin er opin en Hvammur og Hæfingarstöðin lokaðar. Heimsendingarþjónusta á mat verður með hefðbundnu sniði og heima- og stuðningsþjónusta óskert fyrir utan það að heimilisþrif verða í lágmarki. Bæjaryfirvöld í samvinnu við almannavarnir gerðu tilraunir til hitunar á á skólahúsnæðum bæjarins í gær. Þær tilraunir standa enn yfir og segir Hjördís Guðmunsdóttir, samskiptastjóri almannavarna að nánari upplýsingar um fyrirkomulag skólahalds muni liggja fyrir síðar í dag.
Reykjanesbær Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Suðurnesjabær Vegagerð Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira