Vegagerð yfir hraunið er lokið Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 11. febrúar 2024 10:44 Um fimmtíu manns unnu að framkvæmdum í nótt og nýjar vaktir taka við í dag. Aðsend Framkvæmdir næturinnar við hjáveitulögn Njarðvíkuræðar gengu vel og örugglega fyrir sig samkvæmt HS Orku. Vegur liggur nú yfir heitt hraunið. Þjónusta á Suðurnesjum verður skert næstu daga en fyrirkomulag skólahalds er til skoðunar. Um fimmtíu manns unnu að framkvæmdum í nótt og nýjar vaktir taka við í dag. Vegagerð þvert yfir hrauntunguna er nú lokið, en hraunið er átta metra þykkt þar sem mest er, að því er segir í frétt á vef Hs orku. Allt lagnaefni er komið á vettvang og nú er unnið í mörgum hópum við að sjóða rör saman. Lögnin verður dregin yfir hrauntunguna og síðan tengd við Njarðvíkuræðina beggja vegna hrauntungunnar. Lögnin verður um fimmhundruð metra löng og mun vega hátt í áttatíu tonn samansett. Verið er að flytja rúllukefli á framkvæmdasvæðið og verður lögnin sett ofan á þau og dregin af jarðýtum út á hraunbrautina sem lokið var við að leggja í nótt. Vonir standa til þess að hægt verði að draga fyrsta hluta lagnarinnar út á hraunið síðdegis í dag. Ef áætlanir ganga upp eru vonir bundnar við að hægt verði að hleypa vatni á lögnina eftir þrjá til fjóra sólarhringa. Þá tekur tíma að fylla heitavatnstanka HS Orku á Fitjum og síðan mun taka um tvo sólarhringa áður en dreifikerfið nær að byggja sig upp. Því gæti liðið vika áður en heitt vatn er komið á öll hús á Suðurnesjum. Aðstæður á vettvangi í nótt voru nokkuð erfiðar til suðuHS Orka Fjölmargir aðilar; verktakar, verkfræðistofur og sérfræðingar, koma að framkvæmdinni og verður unnið á vöktum dag og nótt þar til heitt vatn streymir að nýju til Reykjanesbæjar. Vegagerð yfir heitt hraun mikilvægur áfangi Í gær ruddi jarðýta slóða fyrir lagnaleiðina yfir heitt hraunið og því næst verða jarðvegsfyllingar bornar ofan á hraunið. Miðað er við á ná að setja að minnsta kosti hálfan metra af malarpúða ofan í veginn. Áður en vegagerðin hófst var yfirborðshitastig hraunsins rannsakað, annars vegar með dróna og hinsvegar nákvæmari mælingum eftir því sem jarðvinnutækin fóru lengra út á hraunið. Að því er fram kemur á vef Hs orku einfaldar sú staðreynd að tekist hafi að gera veg yfir hraunið einfaldar framkvæmdina til muna og er mikilvægur áfangi í verkinu. Aðstæður á vettvangi í nótt voru nokkuð erfiðar til suðuHS Orka Skólahald til skoðunar Þjónusta í Reykjanesbæ verður skert næstu daga. Íþróttamannvirki og sundlaugar verða lokaðar sem og ráðhús bæjarins. Hefðbundin starfsemi verður í sérstökum búsetuúrræðum, dagdvöl á Nesvöllum og Selinu verða opnar, Björgin er opin en Hvammur og Hæfingarstöðin lokaðar. Heimsendingarþjónusta á mat verður með hefðbundnu sniði og heima- og stuðningsþjónusta óskert fyrir utan það að heimilisþrif verða í lágmarki. Bæjaryfirvöld í samvinnu við almannavarnir gerðu tilraunir til hitunar á á skólahúsnæðum bæjarins í gær. Þær tilraunir standa enn yfir og segir Hjördís Guðmunsdóttir, samskiptastjóri almannavarna að nánari upplýsingar um fyrirkomulag skólahalds muni liggja fyrir síðar í dag. Reykjanesbær Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Suðurnesjabær Vegagerð Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Fleiri fréttir Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Sjá meira
Um fimmtíu manns unnu að framkvæmdum í nótt og nýjar vaktir taka við í dag. Vegagerð þvert yfir hrauntunguna er nú lokið, en hraunið er átta metra þykkt þar sem mest er, að því er segir í frétt á vef Hs orku. Allt lagnaefni er komið á vettvang og nú er unnið í mörgum hópum við að sjóða rör saman. Lögnin verður dregin yfir hrauntunguna og síðan tengd við Njarðvíkuræðina beggja vegna hrauntungunnar. Lögnin verður um fimmhundruð metra löng og mun vega hátt í áttatíu tonn samansett. Verið er að flytja rúllukefli á framkvæmdasvæðið og verður lögnin sett ofan á þau og dregin af jarðýtum út á hraunbrautina sem lokið var við að leggja í nótt. Vonir standa til þess að hægt verði að draga fyrsta hluta lagnarinnar út á hraunið síðdegis í dag. Ef áætlanir ganga upp eru vonir bundnar við að hægt verði að hleypa vatni á lögnina eftir þrjá til fjóra sólarhringa. Þá tekur tíma að fylla heitavatnstanka HS Orku á Fitjum og síðan mun taka um tvo sólarhringa áður en dreifikerfið nær að byggja sig upp. Því gæti liðið vika áður en heitt vatn er komið á öll hús á Suðurnesjum. Aðstæður á vettvangi í nótt voru nokkuð erfiðar til suðuHS Orka Fjölmargir aðilar; verktakar, verkfræðistofur og sérfræðingar, koma að framkvæmdinni og verður unnið á vöktum dag og nótt þar til heitt vatn streymir að nýju til Reykjanesbæjar. Vegagerð yfir heitt hraun mikilvægur áfangi Í gær ruddi jarðýta slóða fyrir lagnaleiðina yfir heitt hraunið og því næst verða jarðvegsfyllingar bornar ofan á hraunið. Miðað er við á ná að setja að minnsta kosti hálfan metra af malarpúða ofan í veginn. Áður en vegagerðin hófst var yfirborðshitastig hraunsins rannsakað, annars vegar með dróna og hinsvegar nákvæmari mælingum eftir því sem jarðvinnutækin fóru lengra út á hraunið. Að því er fram kemur á vef Hs orku einfaldar sú staðreynd að tekist hafi að gera veg yfir hraunið einfaldar framkvæmdina til muna og er mikilvægur áfangi í verkinu. Aðstæður á vettvangi í nótt voru nokkuð erfiðar til suðuHS Orka Skólahald til skoðunar Þjónusta í Reykjanesbæ verður skert næstu daga. Íþróttamannvirki og sundlaugar verða lokaðar sem og ráðhús bæjarins. Hefðbundin starfsemi verður í sérstökum búsetuúrræðum, dagdvöl á Nesvöllum og Selinu verða opnar, Björgin er opin en Hvammur og Hæfingarstöðin lokaðar. Heimsendingarþjónusta á mat verður með hefðbundnu sniði og heima- og stuðningsþjónusta óskert fyrir utan það að heimilisþrif verða í lágmarki. Bæjaryfirvöld í samvinnu við almannavarnir gerðu tilraunir til hitunar á á skólahúsnæðum bæjarins í gær. Þær tilraunir standa enn yfir og segir Hjördís Guðmunsdóttir, samskiptastjóri almannavarna að nánari upplýsingar um fyrirkomulag skólahalds muni liggja fyrir síðar í dag.
Reykjanesbær Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Suðurnesjabær Vegagerð Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Fleiri fréttir Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Sjá meira