Flúðu heimilið með fimm daga gamalt barn Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 10. febrúar 2024 20:01 Ungu hjónin taka aðstæðunum af miklu æðruleysi. Hin tæplega árs gamla Aría var spennt fyrir sumarbústaðaferð en fimm daga gömul systir hennar lét sér fátt um finnast. Vísir/Ívar Fannar Ung hjón af Suðurnesjum flúðu heimili sitt á dögunum með tvö ung börn, þar af annað fimm daga gamalt. Þau eru á leið í sumarbústað sem þau fengu lánaðan hjá ókunnugri konu, en vita ekki hvenær þau geta snúið aftur heim. Viktor Freyr Hallsson og Camilla Hjördís Samúelsdóttir eignuðust sitt annað barn á dögunum. Litla stúlkan hefur fengið nafnið Hrafnhildur Myrkey, en fyrir áttu þau hina ellefu mánaða gömlu Aríu Sóley. Fjölskyldan sem er búsett í Vogunum, hefur ekki farið varhluta af því ástandi sem nú hefur skapast á Suðurnesjum. „Það er bara heitavatnslaust hjá okkur, og það þýðir bara ískalt hús. Það er svo hátt til lofts hjá okkur að hitinn leitaði strax upp,“ segir Camilla. Rætt var við fjölskylduna í kvöldfréttatíma Stöðvar 2. Fjölskyldan fékk inn hjá vinafólki í vikunni. Í morgun þegar ljóst var að ástandið myndi standa lengur en búist var við setti Camilla inn auglýsingu á Facebook og auglýsti eftir húsnæði eða sumarbústað sem fjölskyldan gæti fengið til afnota þar til hiti kæmist á heimili þeirra. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Það er ótrúlega yndisleg kona sem ætlar að lána okkur bústaðinn sinn. Við megum vera eins lengi og við viljum. Fjölskyldan heldur því upp í sumarbústað á morgun en hversu lengi þau verða þar vita þau ekki. Foreldrar Camillu munu líta eftir húsnæði þeirra á meðan. Þrátt fyrir óvenjulegar aðstæður og óvissu bera ungu foreldrarnir sig vel og eru þakklát fyrir þá velvild sem þeim hefur verið sýnd. „Fólkið sem býr hérna, vinafólk okkar er yndislegt, þau eru búin að hjálpa okkur rosalega mikið. Og að hafa fengið svona jákvæðar móttökur við þessari litlu auglýsingu þegar við vorum að reyna fnna húsnæði. Við fengum skilaboð á innan við þremur mínútum eftir að ég setti auglýsinguna inn.” Reykjanesbær Suðurnesjabær Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Margra daga heitavatnsleysi blasir við: Grafalvarleg staða Margra daga heitavatnsleysi blasir við íbúum Suðurnesja. Grafalvarleg staða er komin upp að sögn samskiptastjóra almannavarna sem segir nú reyna á samtakamátt íbúa sem aldrei fyrr. Boðað hefur verið til upplýsingafundar almannavarna klukkan 17. 10. febrúar 2024 12:18 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Fleiri fréttir Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Sjá meira
Viktor Freyr Hallsson og Camilla Hjördís Samúelsdóttir eignuðust sitt annað barn á dögunum. Litla stúlkan hefur fengið nafnið Hrafnhildur Myrkey, en fyrir áttu þau hina ellefu mánaða gömlu Aríu Sóley. Fjölskyldan sem er búsett í Vogunum, hefur ekki farið varhluta af því ástandi sem nú hefur skapast á Suðurnesjum. „Það er bara heitavatnslaust hjá okkur, og það þýðir bara ískalt hús. Það er svo hátt til lofts hjá okkur að hitinn leitaði strax upp,“ segir Camilla. Rætt var við fjölskylduna í kvöldfréttatíma Stöðvar 2. Fjölskyldan fékk inn hjá vinafólki í vikunni. Í morgun þegar ljóst var að ástandið myndi standa lengur en búist var við setti Camilla inn auglýsingu á Facebook og auglýsti eftir húsnæði eða sumarbústað sem fjölskyldan gæti fengið til afnota þar til hiti kæmist á heimili þeirra. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Það er ótrúlega yndisleg kona sem ætlar að lána okkur bústaðinn sinn. Við megum vera eins lengi og við viljum. Fjölskyldan heldur því upp í sumarbústað á morgun en hversu lengi þau verða þar vita þau ekki. Foreldrar Camillu munu líta eftir húsnæði þeirra á meðan. Þrátt fyrir óvenjulegar aðstæður og óvissu bera ungu foreldrarnir sig vel og eru þakklát fyrir þá velvild sem þeim hefur verið sýnd. „Fólkið sem býr hérna, vinafólk okkar er yndislegt, þau eru búin að hjálpa okkur rosalega mikið. Og að hafa fengið svona jákvæðar móttökur við þessari litlu auglýsingu þegar við vorum að reyna fnna húsnæði. Við fengum skilaboð á innan við þremur mínútum eftir að ég setti auglýsinguna inn.”
Reykjanesbær Suðurnesjabær Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Margra daga heitavatnsleysi blasir við: Grafalvarleg staða Margra daga heitavatnsleysi blasir við íbúum Suðurnesja. Grafalvarleg staða er komin upp að sögn samskiptastjóra almannavarna sem segir nú reyna á samtakamátt íbúa sem aldrei fyrr. Boðað hefur verið til upplýsingafundar almannavarna klukkan 17. 10. febrúar 2024 12:18 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Fleiri fréttir Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Sjá meira
Margra daga heitavatnsleysi blasir við: Grafalvarleg staða Margra daga heitavatnsleysi blasir við íbúum Suðurnesja. Grafalvarleg staða er komin upp að sögn samskiptastjóra almannavarna sem segir nú reyna á samtakamátt íbúa sem aldrei fyrr. Boðað hefur verið til upplýsingafundar almannavarna klukkan 17. 10. febrúar 2024 12:18