Flúðu heimilið með fimm daga gamalt barn Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 10. febrúar 2024 20:01 Ungu hjónin taka aðstæðunum af miklu æðruleysi. Hin tæplega árs gamla Aría var spennt fyrir sumarbústaðaferð en fimm daga gömul systir hennar lét sér fátt um finnast. Vísir/Ívar Fannar Ung hjón af Suðurnesjum flúðu heimili sitt á dögunum með tvö ung börn, þar af annað fimm daga gamalt. Þau eru á leið í sumarbústað sem þau fengu lánaðan hjá ókunnugri konu, en vita ekki hvenær þau geta snúið aftur heim. Viktor Freyr Hallsson og Camilla Hjördís Samúelsdóttir eignuðust sitt annað barn á dögunum. Litla stúlkan hefur fengið nafnið Hrafnhildur Myrkey, en fyrir áttu þau hina ellefu mánaða gömlu Aríu Sóley. Fjölskyldan sem er búsett í Vogunum, hefur ekki farið varhluta af því ástandi sem nú hefur skapast á Suðurnesjum. „Það er bara heitavatnslaust hjá okkur, og það þýðir bara ískalt hús. Það er svo hátt til lofts hjá okkur að hitinn leitaði strax upp,“ segir Camilla. Rætt var við fjölskylduna í kvöldfréttatíma Stöðvar 2. Fjölskyldan fékk inn hjá vinafólki í vikunni. Í morgun þegar ljóst var að ástandið myndi standa lengur en búist var við setti Camilla inn auglýsingu á Facebook og auglýsti eftir húsnæði eða sumarbústað sem fjölskyldan gæti fengið til afnota þar til hiti kæmist á heimili þeirra. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Það er ótrúlega yndisleg kona sem ætlar að lána okkur bústaðinn sinn. Við megum vera eins lengi og við viljum. Fjölskyldan heldur því upp í sumarbústað á morgun en hversu lengi þau verða þar vita þau ekki. Foreldrar Camillu munu líta eftir húsnæði þeirra á meðan. Þrátt fyrir óvenjulegar aðstæður og óvissu bera ungu foreldrarnir sig vel og eru þakklát fyrir þá velvild sem þeim hefur verið sýnd. „Fólkið sem býr hérna, vinafólk okkar er yndislegt, þau eru búin að hjálpa okkur rosalega mikið. Og að hafa fengið svona jákvæðar móttökur við þessari litlu auglýsingu þegar við vorum að reyna fnna húsnæði. Við fengum skilaboð á innan við þremur mínútum eftir að ég setti auglýsinguna inn.” Reykjanesbær Suðurnesjabær Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Margra daga heitavatnsleysi blasir við: Grafalvarleg staða Margra daga heitavatnsleysi blasir við íbúum Suðurnesja. Grafalvarleg staða er komin upp að sögn samskiptastjóra almannavarna sem segir nú reyna á samtakamátt íbúa sem aldrei fyrr. Boðað hefur verið til upplýsingafundar almannavarna klukkan 17. 10. febrúar 2024 12:18 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Fleiri fréttir Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Sjá meira
Viktor Freyr Hallsson og Camilla Hjördís Samúelsdóttir eignuðust sitt annað barn á dögunum. Litla stúlkan hefur fengið nafnið Hrafnhildur Myrkey, en fyrir áttu þau hina ellefu mánaða gömlu Aríu Sóley. Fjölskyldan sem er búsett í Vogunum, hefur ekki farið varhluta af því ástandi sem nú hefur skapast á Suðurnesjum. „Það er bara heitavatnslaust hjá okkur, og það þýðir bara ískalt hús. Það er svo hátt til lofts hjá okkur að hitinn leitaði strax upp,“ segir Camilla. Rætt var við fjölskylduna í kvöldfréttatíma Stöðvar 2. Fjölskyldan fékk inn hjá vinafólki í vikunni. Í morgun þegar ljóst var að ástandið myndi standa lengur en búist var við setti Camilla inn auglýsingu á Facebook og auglýsti eftir húsnæði eða sumarbústað sem fjölskyldan gæti fengið til afnota þar til hiti kæmist á heimili þeirra. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Það er ótrúlega yndisleg kona sem ætlar að lána okkur bústaðinn sinn. Við megum vera eins lengi og við viljum. Fjölskyldan heldur því upp í sumarbústað á morgun en hversu lengi þau verða þar vita þau ekki. Foreldrar Camillu munu líta eftir húsnæði þeirra á meðan. Þrátt fyrir óvenjulegar aðstæður og óvissu bera ungu foreldrarnir sig vel og eru þakklát fyrir þá velvild sem þeim hefur verið sýnd. „Fólkið sem býr hérna, vinafólk okkar er yndislegt, þau eru búin að hjálpa okkur rosalega mikið. Og að hafa fengið svona jákvæðar móttökur við þessari litlu auglýsingu þegar við vorum að reyna fnna húsnæði. Við fengum skilaboð á innan við þremur mínútum eftir að ég setti auglýsinguna inn.”
Reykjanesbær Suðurnesjabær Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Margra daga heitavatnsleysi blasir við: Grafalvarleg staða Margra daga heitavatnsleysi blasir við íbúum Suðurnesja. Grafalvarleg staða er komin upp að sögn samskiptastjóra almannavarna sem segir nú reyna á samtakamátt íbúa sem aldrei fyrr. Boðað hefur verið til upplýsingafundar almannavarna klukkan 17. 10. febrúar 2024 12:18 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Fleiri fréttir Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Sjá meira
Margra daga heitavatnsleysi blasir við: Grafalvarleg staða Margra daga heitavatnsleysi blasir við íbúum Suðurnesja. Grafalvarleg staða er komin upp að sögn samskiptastjóra almannavarna sem segir nú reyna á samtakamátt íbúa sem aldrei fyrr. Boðað hefur verið til upplýsingafundar almannavarna klukkan 17. 10. febrúar 2024 12:18