Baldvin Þór hefur átt góðu gengi að fagna undanfarnar vikur og mánuði og fyrir rétt tæpri viku síðan bætti hann 44 ára gamalt Íslandsmet í 1500 m hlaupi karla innanhúss. Árið 2021 bætti hann einnig 39 ára gamalt Íslandsmet í 1500 m hlaupi utanhúss.
Baldvin keppti í A-úrslitum á Meeting Indoor de Lyon mótinu í gær og hafnaði þar í tíunda sæti af 16 keppendum. Hann kom hins vegar seinastur í mark af þeim sem kláruðu hlaupið.
Baldvin kom í mark á tímanum 8:15,75, sem er töluvert frá Íslandsmetinu í 3000 m hlaupi innanhúss sem hann á sjálfur. Íslandsmetið sem Baldvin á er 7:53,92 og var hann því rúmum 20 sekúndum frá sínu besta.
Milkesa Fikadu frá Eþíópíu kom fyrstur í mark á 7:42,66, tæpum sex sekúndum á undan hinum franska Etienne Daguinos sem hafnaði í öðru sæti.