Fær sextíu milljarða minna í laun en kollegi sinn í hinu liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2024 10:00 Brock Purdy, leikstjórnandi San Francisco 49ers og Patrick Mahomes, leikstjórnandi Kansas City Chiefs, heilsast á kynningakvöldi fyrir Super Bowl leikinn í Las Vegas. AP/Matt York Lið San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs spila um Ofurskálina í Super Bowl NFL deildarinnar annað kvöld. Mikilvægasta staðan í liðinu er staða leikstjórnandans sem þarf að stýra sóknarleik liðanna. Leikstjórnendur Kansas City Chiefs og San Francisco 49ers gætu varla komið úr ólíkari átt í þennan stærsta einstaka leik ársins í bandarískum íþróttum. Stórstjarnan Patrick Mahomes hjá Kansas City Chiefs hefur lengi verið talinn besti leikmaður deildarinnar, hann hefur unnið tvo titla og fékk á sínum tíma risavaxinn samning. Kom inn bakdyramegin Hinum megin er Brock Purdy sem kom bakdyramegin inn í lið San Francisco 49ers eftir að hafa verið valinn síðastur í nýliðavalinu. Hann vann sér inn byrjunarliðssætið í fyrra og hefur leitt liðið alla leið í úrslitaleikinn í ár. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) Það er ekki aðeins mikill munur á því hvernig þeir komu inn í deildina heldur er rosalegur munur á launaseðli leikmannanna tveggja sem spila þessa mikilvægu stöðu í sínum liðum. 62 milljarða samningur Mahomes skrifaði á sínum tíma undir tíu ára samning við Chiefs sem skilar honum 450 milljónum dollara eða 62 milljörðum íslenskra króna. Purdy er aftur á móti enn á nýliðasamningnum sem skilar honum aðeins 3,7 milljónum dollara eða 510 milljónum íslenskra króna. Þetta þýðir að Mahomes er með meira en sextíu milljarða króna meira í laun en kollegi hans í hinu liðinu. Svo mikill er munurinn að Mahomes fékk meira borgað fyrir hverja sendingu sína á leiktíðinni en Purdy fær samtals borgað á öllu tímabilinu. Í úrslitaleik deildanna var Mahomes með eina snertimarkssendingu, 30 af 39 sendingum heppnuðust og hann kastaði fyrir 241 jarda. Purdy var aftur á móti með eina snertimarkssendingu, 20 af 31 sendingu heppnuðust og hann kastaði fyrir 267 jördum. „Herra skiptir ekki máli“ Af því að Purdy var valinn síðastur í nýliðavalinu þá var hann kallaður „Mr. Irrelevant“ eða „Herra skiptir ekki máli“. Takist honum að leiða 49ers lið til sigurs, sem engum leikstjórnanda 49ers hefur tekist í þrjátíu ár, verður þetta efni í góða Hollywood kvikmynd. Það búast hins vegar flestir við því að Mahomes bæti við þriðja titlinum og haldi áfram að vegferð sinni að því að verða besti NFL leikmaður allra tíma. San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs mætast í leiknum um Ofurskálina í ár en Super Bowl hátíðin er að sjálfsögðu sýnd beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 22.00 á sunnudaginn með upphitun fyrir leikinn en leikurinn sjálfur byrjar síðan upp úr klukkan 23.30. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) NFL Ofurskálin Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Boða 44 ára afa á æfingar hjá NFL-liði Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Sjá meira
Mikilvægasta staðan í liðinu er staða leikstjórnandans sem þarf að stýra sóknarleik liðanna. Leikstjórnendur Kansas City Chiefs og San Francisco 49ers gætu varla komið úr ólíkari átt í þennan stærsta einstaka leik ársins í bandarískum íþróttum. Stórstjarnan Patrick Mahomes hjá Kansas City Chiefs hefur lengi verið talinn besti leikmaður deildarinnar, hann hefur unnið tvo titla og fékk á sínum tíma risavaxinn samning. Kom inn bakdyramegin Hinum megin er Brock Purdy sem kom bakdyramegin inn í lið San Francisco 49ers eftir að hafa verið valinn síðastur í nýliðavalinu. Hann vann sér inn byrjunarliðssætið í fyrra og hefur leitt liðið alla leið í úrslitaleikinn í ár. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) Það er ekki aðeins mikill munur á því hvernig þeir komu inn í deildina heldur er rosalegur munur á launaseðli leikmannanna tveggja sem spila þessa mikilvægu stöðu í sínum liðum. 62 milljarða samningur Mahomes skrifaði á sínum tíma undir tíu ára samning við Chiefs sem skilar honum 450 milljónum dollara eða 62 milljörðum íslenskra króna. Purdy er aftur á móti enn á nýliðasamningnum sem skilar honum aðeins 3,7 milljónum dollara eða 510 milljónum íslenskra króna. Þetta þýðir að Mahomes er með meira en sextíu milljarða króna meira í laun en kollegi hans í hinu liðinu. Svo mikill er munurinn að Mahomes fékk meira borgað fyrir hverja sendingu sína á leiktíðinni en Purdy fær samtals borgað á öllu tímabilinu. Í úrslitaleik deildanna var Mahomes með eina snertimarkssendingu, 30 af 39 sendingum heppnuðust og hann kastaði fyrir 241 jarda. Purdy var aftur á móti með eina snertimarkssendingu, 20 af 31 sendingu heppnuðust og hann kastaði fyrir 267 jördum. „Herra skiptir ekki máli“ Af því að Purdy var valinn síðastur í nýliðavalinu þá var hann kallaður „Mr. Irrelevant“ eða „Herra skiptir ekki máli“. Takist honum að leiða 49ers lið til sigurs, sem engum leikstjórnanda 49ers hefur tekist í þrjátíu ár, verður þetta efni í góða Hollywood kvikmynd. Það búast hins vegar flestir við því að Mahomes bæti við þriðja titlinum og haldi áfram að vegferð sinni að því að verða besti NFL leikmaður allra tíma. San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs mætast í leiknum um Ofurskálina í ár en Super Bowl hátíðin er að sjálfsögðu sýnd beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 22.00 á sunnudaginn með upphitun fyrir leikinn en leikurinn sjálfur byrjar síðan upp úr klukkan 23.30. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter)
NFL Ofurskálin Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Boða 44 ára afa á æfingar hjá NFL-liði Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Sjá meira