Faðmlög og gleðitár í Leifsstöð eftir fimm ára aðskilnað Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. febrúar 2024 19:55 Í dag fengu bræðurnir þrír Arkan, Kareem og Malek loksins að faðma pabba sinn eftir fimm ára aðskilnað. Malek litli, sem er fimm ára, hitti föður sinn í fyrsta skiptið í dag. Vísir/Einar Gleðitár trítluðu niður kinnar þegar fjölskyldufaðir frá Gasa tók á móti eiginkonu sinni og þremur sonum í komusal Keflavíkurflugvallar í dag eftir rúmlega fimm ára aðskilnað. Móðirin segist aldrei á sinni ævi hafa fundið jafn góða tilfinningu og þegar hún fékk í dag faðma eiginmann sinn. Emad Albardawil flúði Gasa fyrir rúmum fimm árum. Flóttinn var langdreginn, kostnaðasamur og lífshætturlegur. Hann hélt fyrst til Eyptalands, næst Tyrklands, þar á eftir til Grikklands og loks til Íslands. Hann kom hingað til lands í október 2020 og hefur beðið á milli vonar og ótta að fá að hitta fjölskyldu sína aftur. Heimili þeirra á norðanverðri Gasa eyðilagðist í loftárás skömmu eftir 7. október en Razan, móðirin, lýsir ástandinu á Gasa síðustu mánuði sem skelfilegu. Fólk sé hrakið í burtu frá heimilum sínum á nýjan og nýjan stað sem séu sagðir vera öruggir en séu það síðan ekki. Í andliti Razan mátti nema mikinn létti. „Þetta er besta tilfinning sem ég hef fundið á ævi minni,“ sagði Razan um augnablikið þegar hún hitti Emad eftir fimm ára aðskilnað. Razan var ekki í neinum vafa um hvað hún vildi gera fyrst á Íslandi. „Að kynnast samfélaginu hér og læra tungumálið, auðvitað,“ sagði Razan og brosti. Þær Bergþóra, Kristín og María Lilja flugu út til Kaíró á dögunum og aðstoðuðu Razan og strákana þrjá að komast yfir Rafah landamærin. Leiðin heim gekk vonum framar og fengu strákarnir að upplifa fjölmargar nýjungar. „Við gáfum þeim allt of mikinn sykur og þeir vilja enn bara borða hamborgara í öll mál og eru bara ótrúlega skemmtilegir og yndislegir strákar og við erum svo glöð að fá þá og mömmu þeirra hingað til Íslands eftir margra ára bið,“ sagði Bergþóra. Bergþóra er ein af konunum þremur sem aðstoðuðu fjölskylduna að komast yfir Rafah landamærin. Vísir/Einar Bergþóra sagði að það væri erfitt að lýsa augnablikinu þegar fjölskyldan fékk loksins að hittast án þess að tárast. Emad sjálfur óskaði eftir því sérstaklega að vera ekki í mynd. Hann væri ekki mikið fyrir sviðsljósið og endurfundir fjölskyldunnar væri honum afar persónuleg enda var þetta í fyrsta sinn sem hann hitti yngsta son sinn, Malek. „Það eru bara miklar og stórar og gleðilegar tilfinningar. Djúpt, djúpt þakklæti og nú vill maður bara að fólk skilji að þetta eru ekki tölur, þetta eru ekki peð í pólitískri refskák. Þetta eru fjölskyldur, þetta er fólk sem á að fá að sameinast,“ sagði Bergþóra. Strákarnir þrír og móðir þeirra fengu höfðingjalegar móttökur á Leifsstöð. Þeir fengu sætindi og gjafir, meðal annars frá yfirmanni Emads.Vísir/Einar Kristín og Bergþóra eru komar heim en aðrar tvær konur flugu út til Kaíró í þeirra stað og ætla að halda áfram að reyna að bjarga fleiri dvalarleyfishöfum. Kristín vill undirstrikar þó að hún vilji að ríkisstjórnin axli ábyrgð sína. „Við erum búin að taka ábyrgð á þessum börnum og maður tekur ekki ábyrgð á börnum og skilur þau svo eftir á hættulegasta stað í heimi. Það er mikilvægasti punkturinn,“ segir Kristín. Egyptaland Palestína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Keflavíkurflugvöllur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Önnur fjölskylda komin yfir landamærin og Sema og Sigrún á leiðinni út Önnur fjölskylda sem hefur dvalarleyfi á Íslandi er komin yfir landamæri Rafah. Íslenskar konur hafa nú milligöngu um að fjölskyldan komist alla leið til Íslands með hjálp Alþjóðafólksflutningastofnunarinnar. Tvær íslenskar konur eru á leiðinni út til Egyptalands til að aðstoða dvalarleyfihafa. 9. febrúar 2024 11:43 Skipar hernum að tæma Rafa fyrir innrás Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur skipað ísraelska hernum að gera áætlun um brottflutning allra íbúa frá Rafah. Það á að gera áður en gerð verður allsherjar innrás í borgina en þangað hafa fjölmargir íbúar Gasastrandarinnar flúið á undanförnum mánuðum. 9. febrúar 2024 16:34 Með „krónískan kökk í hálsinum“ að forgangsraða fólki til að bjarga undan sprengjuregni í Rafah Fjölskyldan sem þrjár íslenskar konur björguðu frá Gasa á dögunum hafa fengið grænt ljós frá Alþjóðafólksflutningastofnun Sameinuðu þjóðanna (IOM) um að ferðast. 8. febrúar 2024 14:09 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Sjá meira
Emad Albardawil flúði Gasa fyrir rúmum fimm árum. Flóttinn var langdreginn, kostnaðasamur og lífshætturlegur. Hann hélt fyrst til Eyptalands, næst Tyrklands, þar á eftir til Grikklands og loks til Íslands. Hann kom hingað til lands í október 2020 og hefur beðið á milli vonar og ótta að fá að hitta fjölskyldu sína aftur. Heimili þeirra á norðanverðri Gasa eyðilagðist í loftárás skömmu eftir 7. október en Razan, móðirin, lýsir ástandinu á Gasa síðustu mánuði sem skelfilegu. Fólk sé hrakið í burtu frá heimilum sínum á nýjan og nýjan stað sem séu sagðir vera öruggir en séu það síðan ekki. Í andliti Razan mátti nema mikinn létti. „Þetta er besta tilfinning sem ég hef fundið á ævi minni,“ sagði Razan um augnablikið þegar hún hitti Emad eftir fimm ára aðskilnað. Razan var ekki í neinum vafa um hvað hún vildi gera fyrst á Íslandi. „Að kynnast samfélaginu hér og læra tungumálið, auðvitað,“ sagði Razan og brosti. Þær Bergþóra, Kristín og María Lilja flugu út til Kaíró á dögunum og aðstoðuðu Razan og strákana þrjá að komast yfir Rafah landamærin. Leiðin heim gekk vonum framar og fengu strákarnir að upplifa fjölmargar nýjungar. „Við gáfum þeim allt of mikinn sykur og þeir vilja enn bara borða hamborgara í öll mál og eru bara ótrúlega skemmtilegir og yndislegir strákar og við erum svo glöð að fá þá og mömmu þeirra hingað til Íslands eftir margra ára bið,“ sagði Bergþóra. Bergþóra er ein af konunum þremur sem aðstoðuðu fjölskylduna að komast yfir Rafah landamærin. Vísir/Einar Bergþóra sagði að það væri erfitt að lýsa augnablikinu þegar fjölskyldan fékk loksins að hittast án þess að tárast. Emad sjálfur óskaði eftir því sérstaklega að vera ekki í mynd. Hann væri ekki mikið fyrir sviðsljósið og endurfundir fjölskyldunnar væri honum afar persónuleg enda var þetta í fyrsta sinn sem hann hitti yngsta son sinn, Malek. „Það eru bara miklar og stórar og gleðilegar tilfinningar. Djúpt, djúpt þakklæti og nú vill maður bara að fólk skilji að þetta eru ekki tölur, þetta eru ekki peð í pólitískri refskák. Þetta eru fjölskyldur, þetta er fólk sem á að fá að sameinast,“ sagði Bergþóra. Strákarnir þrír og móðir þeirra fengu höfðingjalegar móttökur á Leifsstöð. Þeir fengu sætindi og gjafir, meðal annars frá yfirmanni Emads.Vísir/Einar Kristín og Bergþóra eru komar heim en aðrar tvær konur flugu út til Kaíró í þeirra stað og ætla að halda áfram að reyna að bjarga fleiri dvalarleyfishöfum. Kristín vill undirstrikar þó að hún vilji að ríkisstjórnin axli ábyrgð sína. „Við erum búin að taka ábyrgð á þessum börnum og maður tekur ekki ábyrgð á börnum og skilur þau svo eftir á hættulegasta stað í heimi. Það er mikilvægasti punkturinn,“ segir Kristín.
Egyptaland Palestína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Keflavíkurflugvöllur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Önnur fjölskylda komin yfir landamærin og Sema og Sigrún á leiðinni út Önnur fjölskylda sem hefur dvalarleyfi á Íslandi er komin yfir landamæri Rafah. Íslenskar konur hafa nú milligöngu um að fjölskyldan komist alla leið til Íslands með hjálp Alþjóðafólksflutningastofnunarinnar. Tvær íslenskar konur eru á leiðinni út til Egyptalands til að aðstoða dvalarleyfihafa. 9. febrúar 2024 11:43 Skipar hernum að tæma Rafa fyrir innrás Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur skipað ísraelska hernum að gera áætlun um brottflutning allra íbúa frá Rafah. Það á að gera áður en gerð verður allsherjar innrás í borgina en þangað hafa fjölmargir íbúar Gasastrandarinnar flúið á undanförnum mánuðum. 9. febrúar 2024 16:34 Með „krónískan kökk í hálsinum“ að forgangsraða fólki til að bjarga undan sprengjuregni í Rafah Fjölskyldan sem þrjár íslenskar konur björguðu frá Gasa á dögunum hafa fengið grænt ljós frá Alþjóðafólksflutningastofnun Sameinuðu þjóðanna (IOM) um að ferðast. 8. febrúar 2024 14:09 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Sjá meira
Önnur fjölskylda komin yfir landamærin og Sema og Sigrún á leiðinni út Önnur fjölskylda sem hefur dvalarleyfi á Íslandi er komin yfir landamæri Rafah. Íslenskar konur hafa nú milligöngu um að fjölskyldan komist alla leið til Íslands með hjálp Alþjóðafólksflutningastofnunarinnar. Tvær íslenskar konur eru á leiðinni út til Egyptalands til að aðstoða dvalarleyfihafa. 9. febrúar 2024 11:43
Skipar hernum að tæma Rafa fyrir innrás Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur skipað ísraelska hernum að gera áætlun um brottflutning allra íbúa frá Rafah. Það á að gera áður en gerð verður allsherjar innrás í borgina en þangað hafa fjölmargir íbúar Gasastrandarinnar flúið á undanförnum mánuðum. 9. febrúar 2024 16:34
Með „krónískan kökk í hálsinum“ að forgangsraða fólki til að bjarga undan sprengjuregni í Rafah Fjölskyldan sem þrjár íslenskar konur björguðu frá Gasa á dögunum hafa fengið grænt ljós frá Alþjóðafólksflutningastofnun Sameinuðu þjóðanna (IOM) um að ferðast. 8. febrúar 2024 14:09