„Ég er að bjarga því að börnunum verði ekki kalt“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. febrúar 2024 19:10 Sigríður Halldórsdóttir keypti tæki til húshitunnar fyrir sig og nágranna sína í dag. „Ég er að bjarga því að börnunum verði ekki kalt,“ sagði hún við fréttamann. Vísir/Berghildur Grípa þurfti til fjölmargra aðgerða á Keflavíkurflugvelli í dag þegar heitavatnslaust varð á vellinum. Ferðamenn sögðust flestir hafa vitað af því að það gæti gosið meðan þeir væru staddir á landinu. Langar biðraðir mynduðust í verslunum sem seldu hitara, rafmagnsofna og gaskúta í Reykjanesbæ í dag. Isavía þurfti að grípa til fjölmargra aðgerða á Keflavíkurflugvelli í dag þegar heitavatnslaust varð á vellinum eftir að Njarðvíkuræð sem flytur heitt vatn til Suðurnesja fór í sundur í eldgosinu í Sundhnúksgígaröðinni. Slökkt var á loftræstingu og snjóbræðslukerfum til að spara heita vatnið á vellinum í dag. Þá voru starfsmenn beðnir um að passa upp á að loka gluggum og hurðum eins fljótt og hægt væri. Vinnuteymi voru send á staðinn en til stendur að reisa stóra hitablásara á vellinum. Ekki var unnt að fá viðtal frá fulltrúa Isavía vegna ástandsins á flugvellinum í dag. Ferðamenn sem staddir voru á vellinum sögðust hafa fengið skilaboð í síma um að byrjað væri að gjósa á svæðinu. Flestir sögðust hafa vitað af því að það gæti gosið meðan þeir væru á landinu. Þeir voru undrandi yfir því að heitavatnsæð til alþjóðaflugvallarins hefði farið í sundur en voru flestir rólegir yfir ástandinu. Eins og menn hafi viljað fá hraun þarna yfir Langar biðraðir mynduðust í verslunum sem seldu tæki til húshitunar í dag eftir að Njarðvíkuræð fór í sundur og heitavatnslaust varð í sveitarfélögum á Suðurnesjum. Langar biðraðir mynduðust í Húsasmiðjunni í Reykjanesbæ í dag þar sem fólk keypti alls kyns tæki til húshitunnar. Vísir/Berghildur Tómas Darri Róbertsson keypti sér þrjá rafmagnsofna í Húsasmiðjunni í Reykjanesbæ í dag. „Það byrjaði fljótt að kólna í minni íbúð, hundurinn minn byrjaði strax að skjálfa,“ sagði Tómas þegar fréttamaður tók hann tali fyrir utan Húsasmiðjuna. Sigríður Halldórsdóttir keypti tæki til húshitunar fyrir sig og nágranna sína í dag. „Ég er að kaupa fyrir fjögur heimili í Sandgerði. Þetta eru olíufylltir ofnar. Ég er að bjarga því að börnunum verði ekki kalt, það er mikið af börnum á þessum heimilum,“ sagði Sigríður í samtali við fréttamann. Guðríður Gunnsteinsdóttir starfsmaður í Húsasmiðjunni í dag sagði að fólk hefði byrjað að koma á ellefta tímanum í morgun til að kaupa tæki til húshitunar. Sumir hafi beðið lengi. „Fólk var byrjað að koma hingað í Húsasmiðjuna til að kaupa hitatæki klukkan tuttugu mínútur í ellefu. Þau kláruðust strax og við vorum að fá nýja sendingu upp úr tvö. Margir hafa þurft að bíða í nokkra klukkutíma en við erum að fá sendingar alls staðar að af landinu. Við erum að selja olíufyllta hitara, blásara og þessir minni hitarar sem við fengum. Þeir sem eru búnir að bíða lengst fá að kaupa,“ sagði Guðríður í dag. Sumir biðu nokkra klukkutíma til að ná sér í tæki til að hita hús sín eftir að heitt vatn fór af sveitarfélögum á Suðurnesjum í dag. Vísir/Berghildur Karl Ólason íbúi í Reykjanesbæ var búinn að bíða í klukkutíma þegar fréttamaður náði tali af honum. „Ég er að kaupa einn olíufylltan ofn. Mér líst ekki á þetta ástand. Þetta kemur of hratt aftan að fólki. Mér finnst eins og virkjunin í Svartsengi sé of óvarin fyrir sprungukerfinu á svæðinu. Mér finnst líka undarlegt að hraunið hafi farið yfir Grindavíkurveg. Þetta var fyrirsjáanlegt. Það er eins og menn hafi viljað fá hraun þarna yfir, þetta lítur þannig út fyrir mér,“ sagði Karl í Húsasmiðjunni í dag. Grindavík Reykjanesbær Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Isavía þurfti að grípa til fjölmargra aðgerða á Keflavíkurflugvelli í dag þegar heitavatnslaust varð á vellinum eftir að Njarðvíkuræð sem flytur heitt vatn til Suðurnesja fór í sundur í eldgosinu í Sundhnúksgígaröðinni. Slökkt var á loftræstingu og snjóbræðslukerfum til að spara heita vatnið á vellinum í dag. Þá voru starfsmenn beðnir um að passa upp á að loka gluggum og hurðum eins fljótt og hægt væri. Vinnuteymi voru send á staðinn en til stendur að reisa stóra hitablásara á vellinum. Ekki var unnt að fá viðtal frá fulltrúa Isavía vegna ástandsins á flugvellinum í dag. Ferðamenn sem staddir voru á vellinum sögðust hafa fengið skilaboð í síma um að byrjað væri að gjósa á svæðinu. Flestir sögðust hafa vitað af því að það gæti gosið meðan þeir væru á landinu. Þeir voru undrandi yfir því að heitavatnsæð til alþjóðaflugvallarins hefði farið í sundur en voru flestir rólegir yfir ástandinu. Eins og menn hafi viljað fá hraun þarna yfir Langar biðraðir mynduðust í verslunum sem seldu tæki til húshitunar í dag eftir að Njarðvíkuræð fór í sundur og heitavatnslaust varð í sveitarfélögum á Suðurnesjum. Langar biðraðir mynduðust í Húsasmiðjunni í Reykjanesbæ í dag þar sem fólk keypti alls kyns tæki til húshitunnar. Vísir/Berghildur Tómas Darri Róbertsson keypti sér þrjá rafmagnsofna í Húsasmiðjunni í Reykjanesbæ í dag. „Það byrjaði fljótt að kólna í minni íbúð, hundurinn minn byrjaði strax að skjálfa,“ sagði Tómas þegar fréttamaður tók hann tali fyrir utan Húsasmiðjuna. Sigríður Halldórsdóttir keypti tæki til húshitunar fyrir sig og nágranna sína í dag. „Ég er að kaupa fyrir fjögur heimili í Sandgerði. Þetta eru olíufylltir ofnar. Ég er að bjarga því að börnunum verði ekki kalt, það er mikið af börnum á þessum heimilum,“ sagði Sigríður í samtali við fréttamann. Guðríður Gunnsteinsdóttir starfsmaður í Húsasmiðjunni í dag sagði að fólk hefði byrjað að koma á ellefta tímanum í morgun til að kaupa tæki til húshitunar. Sumir hafi beðið lengi. „Fólk var byrjað að koma hingað í Húsasmiðjuna til að kaupa hitatæki klukkan tuttugu mínútur í ellefu. Þau kláruðust strax og við vorum að fá nýja sendingu upp úr tvö. Margir hafa þurft að bíða í nokkra klukkutíma en við erum að fá sendingar alls staðar að af landinu. Við erum að selja olíufyllta hitara, blásara og þessir minni hitarar sem við fengum. Þeir sem eru búnir að bíða lengst fá að kaupa,“ sagði Guðríður í dag. Sumir biðu nokkra klukkutíma til að ná sér í tæki til að hita hús sín eftir að heitt vatn fór af sveitarfélögum á Suðurnesjum í dag. Vísir/Berghildur Karl Ólason íbúi í Reykjanesbæ var búinn að bíða í klukkutíma þegar fréttamaður náði tali af honum. „Ég er að kaupa einn olíufylltan ofn. Mér líst ekki á þetta ástand. Þetta kemur of hratt aftan að fólki. Mér finnst eins og virkjunin í Svartsengi sé of óvarin fyrir sprungukerfinu á svæðinu. Mér finnst líka undarlegt að hraunið hafi farið yfir Grindavíkurveg. Þetta var fyrirsjáanlegt. Það er eins og menn hafi viljað fá hraun þarna yfir, þetta lítur þannig út fyrir mér,“ sagði Karl í Húsasmiðjunni í dag.
Grindavík Reykjanesbær Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira