Kjörgengi Trumps rætt í Hæstarétti Samúel Karl Ólason skrifar 8. febrúar 2024 16:12 Frá mótmælum yfir utan hæstarétt Bandaríkjanna í dag. AP/Jose Luis Magana Málflutningur um það hvort ríki Bandaríkjanna hafi rétt til að meina Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, að vera á kjörseðlum þar í forsetakosningunum sem haldnar verða í nóvember, stendur nú yfir fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna. Hæstiréttur Colorado hefur komist að þeirri niðurstöðu að Trump megi ekki vera á kjörseðlinum en í kjölfarið fylgdi Maine þar á eftir. Ákvarðanir þar byggja í einföldu máli á ákvæði sem bætt var við stjórnarskrá Bandaríkjanna eftir þrælastríðið og var ætlað að koma í veg fyrir að uppreisnarmenn kæmust á þing eða í önnur embætti. Ákvæðið meinar þeim sem hafa í opinberu embætti gerst sekir um einhvers konar uppreisn eða stutt aðila sem gerðu það að bjóða sig fram í kosningum. Lögsóknir sem ætlað er að koma í veg fyrir kjörgengi Trumps hafa verið höfðaðar í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna og hefur Hæstiréttur tekið að sér að skera úr um hvort fjórtánda ákvæði stjórnarskrárinnar eigi við Trump. Sjá einnig: Þrýst á hæstarétt vegna kjörgengis Trumps Málflutningurinn gegn Trump byggir á tilraunum hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020 og árásinni á þinghúsið þann 6. janúar árið 2021, þar sem stuðningsmenn hans ruddu sér leið inn í þinghúsið til að koma í veg fyrir formlega staðfestingu á úrslitum kosninganna. Margir af stuðningsmönnum Trumps lýstu því einnig yfir að þeir vildu hengja Mike Pence, varaforseta Trumps, því hann neitaði kröfu Trumps um reyna að snúa úrslitum kosninganna. Þá ákvörðun tók Pence á grundvelli þess að hann hafði ekkert vald til að gera slíkt. Þeir sem segja Trump ekki kjörgengan segja hann sekan um uppreisn vegna árásarinnar. Hann hafi kvatt til hennar og þess vegna megi hann ekki bjóða sig fram til embættis. Verjendur Trumps segja meðal annars að ákvæðið ekki eigi við þar sem árásin á þinghúsið hafi ekki verið einhvers konar uppreisn. Þess í stað hafi um óeirðir verið að ræða. Eins og áður segir fer málflutningur fram í dag en ekki liggur fyrir hvenær dómarar munu skila úrskurði þeirra. Umdeildur hæstiréttur Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur þó ekki komist óskaddaður frá pólitískum deilum Bandaríkjamanna undanfarin ár. Þá hafa fregnir af vinskap dómara við bandaríska auðjöfra og ríkulegar gjafir til dómara komið verulega niður á hæstarétti að undanförnu. Fréttir af slíku má finna á undirsíðu Vísis um Hæstarétt Bandaríkjanna. Kannanir hafa á undanförnum árum sýnt fram á að verulega hefur dregið úr trausti almennings í Bandaríkjunum til hæstaréttar. Sex dómarar af níu voru skipaðir af forseta úr Repúblikanaflokknum og þrír dómaranna voru skipaðir af Trump. Undanfarin ár hafa dómararnir ítrekað tekið afstöðu í pólitískum deilumálum íhaldsmönnum Bandaríkjanna í vil. Meðal annars má nefna að hæstiréttur felldi rétt kvenna til þungunarrofs úr gildi, meinuðu yfirvöldum að setja hömlur á vopnaburð á almannafæri og drógu úr getu opinberra stofnana til að skikka fyrirtæki til að draga úr mengun. Hæstiréttur hefur einnig heimilað fordómafullu fólki að neita samkynhneigðum um þjónustu og var það gert á grunni mjög umdeildrar lögsóknar. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Trump nýtur ekki friðhelgi, í bili Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er ekki með friðhelgi gegn ákærum. Þetta er úrskurður áfrýjunardómstóls í Washington DC en málið fer líklega fyrir hæstarétt Bandaríkjanna. 6. febrúar 2024 15:25 Þrýst á hæstarétt vegna kjörgengis Trumps Maine varð í gær annað ríki Bandaríkjanna þar sem Donald Trump, fyrrverandi forseta, var meinað að vera á kjörseðlum í nóvember á næsta ári. Hæstiréttur Colorado hafði áður komist að sömu niðurstöðu þar og hafa lögsóknir, sem ætlað er að koma í veg fyrir kjörgengi Trumps, verið höfðaðar í á annan tug ríkja til viðbótar. 29. desember 2023 16:00 Hæstiréttur neitar að flýta máli Trumps Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur neitað beiðni Jack Smith, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, um flýtimeðferð varðandi það hvort Donald Trump, fyrrverandi forseti, njóti enn þeirrar friðhelgi frá lögsóknum sem fylgir forsetaembættinu. Um sigur fyrir Trump er að ræða. 23. desember 2023 14:01 Má ekki vera á kjörseðlinum í Colorado Hæstiréttur Colorado ríkis hefur fjarlægt Donald Trump af kjörseðli ríkisins í aðdraganda forsetakosninganna og vísar til framgöngu forsetans eftir síðustu forsetakosningar. 20. desember 2023 00:31 Sögðu þungunina ekki ógna lífi móðurinnar nóg Hæstiréttur Texas komst að þeirri niðurstöðu í gær að hin 31 árs gamla Kate Cox megi ekki fara í þungunarrof, þó fóstri hennar sé ekki hugað líf. Þar með sneri dómstóllinn niðurstöðu neðra dómstigs í ríkinu sem sagði hana mega það eftir að fóstur hennar greindist með banvænan kvilla. 12. desember 2023 09:50 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Sjá meira
Hæstiréttur Colorado hefur komist að þeirri niðurstöðu að Trump megi ekki vera á kjörseðlinum en í kjölfarið fylgdi Maine þar á eftir. Ákvarðanir þar byggja í einföldu máli á ákvæði sem bætt var við stjórnarskrá Bandaríkjanna eftir þrælastríðið og var ætlað að koma í veg fyrir að uppreisnarmenn kæmust á þing eða í önnur embætti. Ákvæðið meinar þeim sem hafa í opinberu embætti gerst sekir um einhvers konar uppreisn eða stutt aðila sem gerðu það að bjóða sig fram í kosningum. Lögsóknir sem ætlað er að koma í veg fyrir kjörgengi Trumps hafa verið höfðaðar í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna og hefur Hæstiréttur tekið að sér að skera úr um hvort fjórtánda ákvæði stjórnarskrárinnar eigi við Trump. Sjá einnig: Þrýst á hæstarétt vegna kjörgengis Trumps Málflutningurinn gegn Trump byggir á tilraunum hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020 og árásinni á þinghúsið þann 6. janúar árið 2021, þar sem stuðningsmenn hans ruddu sér leið inn í þinghúsið til að koma í veg fyrir formlega staðfestingu á úrslitum kosninganna. Margir af stuðningsmönnum Trumps lýstu því einnig yfir að þeir vildu hengja Mike Pence, varaforseta Trumps, því hann neitaði kröfu Trumps um reyna að snúa úrslitum kosninganna. Þá ákvörðun tók Pence á grundvelli þess að hann hafði ekkert vald til að gera slíkt. Þeir sem segja Trump ekki kjörgengan segja hann sekan um uppreisn vegna árásarinnar. Hann hafi kvatt til hennar og þess vegna megi hann ekki bjóða sig fram til embættis. Verjendur Trumps segja meðal annars að ákvæðið ekki eigi við þar sem árásin á þinghúsið hafi ekki verið einhvers konar uppreisn. Þess í stað hafi um óeirðir verið að ræða. Eins og áður segir fer málflutningur fram í dag en ekki liggur fyrir hvenær dómarar munu skila úrskurði þeirra. Umdeildur hæstiréttur Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur þó ekki komist óskaddaður frá pólitískum deilum Bandaríkjamanna undanfarin ár. Þá hafa fregnir af vinskap dómara við bandaríska auðjöfra og ríkulegar gjafir til dómara komið verulega niður á hæstarétti að undanförnu. Fréttir af slíku má finna á undirsíðu Vísis um Hæstarétt Bandaríkjanna. Kannanir hafa á undanförnum árum sýnt fram á að verulega hefur dregið úr trausti almennings í Bandaríkjunum til hæstaréttar. Sex dómarar af níu voru skipaðir af forseta úr Repúblikanaflokknum og þrír dómaranna voru skipaðir af Trump. Undanfarin ár hafa dómararnir ítrekað tekið afstöðu í pólitískum deilumálum íhaldsmönnum Bandaríkjanna í vil. Meðal annars má nefna að hæstiréttur felldi rétt kvenna til þungunarrofs úr gildi, meinuðu yfirvöldum að setja hömlur á vopnaburð á almannafæri og drógu úr getu opinberra stofnana til að skikka fyrirtæki til að draga úr mengun. Hæstiréttur hefur einnig heimilað fordómafullu fólki að neita samkynhneigðum um þjónustu og var það gert á grunni mjög umdeildrar lögsóknar.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Trump nýtur ekki friðhelgi, í bili Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er ekki með friðhelgi gegn ákærum. Þetta er úrskurður áfrýjunardómstóls í Washington DC en málið fer líklega fyrir hæstarétt Bandaríkjanna. 6. febrúar 2024 15:25 Þrýst á hæstarétt vegna kjörgengis Trumps Maine varð í gær annað ríki Bandaríkjanna þar sem Donald Trump, fyrrverandi forseta, var meinað að vera á kjörseðlum í nóvember á næsta ári. Hæstiréttur Colorado hafði áður komist að sömu niðurstöðu þar og hafa lögsóknir, sem ætlað er að koma í veg fyrir kjörgengi Trumps, verið höfðaðar í á annan tug ríkja til viðbótar. 29. desember 2023 16:00 Hæstiréttur neitar að flýta máli Trumps Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur neitað beiðni Jack Smith, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, um flýtimeðferð varðandi það hvort Donald Trump, fyrrverandi forseti, njóti enn þeirrar friðhelgi frá lögsóknum sem fylgir forsetaembættinu. Um sigur fyrir Trump er að ræða. 23. desember 2023 14:01 Má ekki vera á kjörseðlinum í Colorado Hæstiréttur Colorado ríkis hefur fjarlægt Donald Trump af kjörseðli ríkisins í aðdraganda forsetakosninganna og vísar til framgöngu forsetans eftir síðustu forsetakosningar. 20. desember 2023 00:31 Sögðu þungunina ekki ógna lífi móðurinnar nóg Hæstiréttur Texas komst að þeirri niðurstöðu í gær að hin 31 árs gamla Kate Cox megi ekki fara í þungunarrof, þó fóstri hennar sé ekki hugað líf. Þar með sneri dómstóllinn niðurstöðu neðra dómstigs í ríkinu sem sagði hana mega það eftir að fóstur hennar greindist með banvænan kvilla. 12. desember 2023 09:50 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Sjá meira
Trump nýtur ekki friðhelgi, í bili Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er ekki með friðhelgi gegn ákærum. Þetta er úrskurður áfrýjunardómstóls í Washington DC en málið fer líklega fyrir hæstarétt Bandaríkjanna. 6. febrúar 2024 15:25
Þrýst á hæstarétt vegna kjörgengis Trumps Maine varð í gær annað ríki Bandaríkjanna þar sem Donald Trump, fyrrverandi forseta, var meinað að vera á kjörseðlum í nóvember á næsta ári. Hæstiréttur Colorado hafði áður komist að sömu niðurstöðu þar og hafa lögsóknir, sem ætlað er að koma í veg fyrir kjörgengi Trumps, verið höfðaðar í á annan tug ríkja til viðbótar. 29. desember 2023 16:00
Hæstiréttur neitar að flýta máli Trumps Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur neitað beiðni Jack Smith, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, um flýtimeðferð varðandi það hvort Donald Trump, fyrrverandi forseti, njóti enn þeirrar friðhelgi frá lögsóknum sem fylgir forsetaembættinu. Um sigur fyrir Trump er að ræða. 23. desember 2023 14:01
Má ekki vera á kjörseðlinum í Colorado Hæstiréttur Colorado ríkis hefur fjarlægt Donald Trump af kjörseðli ríkisins í aðdraganda forsetakosninganna og vísar til framgöngu forsetans eftir síðustu forsetakosningar. 20. desember 2023 00:31
Sögðu þungunina ekki ógna lífi móðurinnar nóg Hæstiréttur Texas komst að þeirri niðurstöðu í gær að hin 31 árs gamla Kate Cox megi ekki fara í þungunarrof, þó fóstri hennar sé ekki hugað líf. Þar með sneri dómstóllinn niðurstöðu neðra dómstigs í ríkinu sem sagði hana mega það eftir að fóstur hennar greindist með banvænan kvilla. 12. desember 2023 09:50