„Við erum bara eins og ein stór fjölskylda“ Lovísa Arnardóttir og Kristján Már Unnarsson skrifa 8. febrúar 2024 10:09 Fjölnir er fjórtán ára Grindvíkingur sem fór í morgun með mömmu sinni, Sólnýju, að skoða gosið. Stöð 2 Sólný Pálsdóttir, kennari og ljósmyndari frá Grindavík, var við Reykjanesbraut í morgun til að sjá eldgosið. Með henni í för var fjórtán ára sonur hennar, Fjölnir Sveinsson. „Við vorum í Urriðaholtinu og erum búin að búa þar síðustu vikur,“ segir Sólný en heimili þeirra í Grindavík er í Efrahópi þar sem hraun rann yfir þrjú hús í síðasta gosi. „Þetta var mjög sárt og erfitt og tók á,“ segir Sólný og að Grindvíkingum hafi öllum liðið eins og þau væru að missa húsið sitt þegar húsin fóru undir. „Við erum bara eins og ein stór fjölskylda.“ Sólný segir þetta fimmta gosið og að það róaði hana alltaf að koma aðeins nær til að sjá gosið. „Við ákváðum bara að taka rúnt í morgun og hann var á leið í skólann og það var svo freistandi að taka hann með,“ segir Sólný. En er þetta róandi, þetta eldgos? „Það er svo erfitt að útskýra en það er svo mikill léttir þegar þetta kemur upp. Það er svo langur fyrirvari og það má ekki gleyma því að við erum búin að vera fjögur ár í þessari atburðarás,“ segir Sólný og að það hafi verið gríðarlegur léttir að sjá staðsetningu gossins í morgun. Hún vonar að hraunið fari ekki yfir Svartsengi. Þetta sé alvarlegur atburður en skásti staðurinn. „Þetta er sérstök tilfinning, þessi léttir sem fylgir og hvað þá að fá tækifæri að sjá þetta sjálfur. Það er ómetanlegt.“ Hittast enn stundum Fjölnir sagði þetta rosalega skrítið en léttara að sjá þetta. Hann gengur nú í skóla í Urriðaholti í Garðabæ og er að fara að fermast. „Við hittumst alveg stundum og spilum saman í tölvunni,“ segir Fjölnir spurður hvort hann hitti gömlu skólafélaga sína. Sólný sagði húsið þeirra hafa farið illa, það sé sprunga við það og þau geri ekki ráð fyrir að búa aftur í því. „En ef að, og vonandi, einhvern tímann verður byggilegt í Grindavík. Þá verðum við fyrst heim. En það verður ekki fyrr en allt er komið á hreint. Við erum alveg búin að sætta okkur við það að við erum ekki að fara heim á morgun.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Ekki tekið ákvörðun um að loka varnargarðinum Viðbragðsaðilar á vettvangi gossins hyggjast ekki loka varnargarðinum við Grindavíkurveg að svo stöddu. Skarð er á varnargörðunum við Svartsengi og verður unnið í því að minnka það í dag. 8. febrúar 2024 09:43 „Þetta er upplifun lífsins!“ Ferðamenn sem voru staddir á hóteli Bláa lónsins í morgun þegar það var rýmt vegna yfirvofandi elgoss, voru himinlifandi yfir upplifuninni. Einhverjir vöknuðu við jarðskjálfta og óskuðu þess heitast að gos væri að hefjast. 8. febrúar 2024 09:37 Mögulegt að hraunið nái Grindavíkurvegi um hádegisbil Fréttastofu hafa borist nokkrar ábendingar frá áhugamönnum um að hraun gæti náð Grindavíkurvegi um hádegisbil og Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, segir það mögulegt. 8. febrúar 2024 09:33 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira
„Við vorum í Urriðaholtinu og erum búin að búa þar síðustu vikur,“ segir Sólný en heimili þeirra í Grindavík er í Efrahópi þar sem hraun rann yfir þrjú hús í síðasta gosi. „Þetta var mjög sárt og erfitt og tók á,“ segir Sólný og að Grindvíkingum hafi öllum liðið eins og þau væru að missa húsið sitt þegar húsin fóru undir. „Við erum bara eins og ein stór fjölskylda.“ Sólný segir þetta fimmta gosið og að það róaði hana alltaf að koma aðeins nær til að sjá gosið. „Við ákváðum bara að taka rúnt í morgun og hann var á leið í skólann og það var svo freistandi að taka hann með,“ segir Sólný. En er þetta róandi, þetta eldgos? „Það er svo erfitt að útskýra en það er svo mikill léttir þegar þetta kemur upp. Það er svo langur fyrirvari og það má ekki gleyma því að við erum búin að vera fjögur ár í þessari atburðarás,“ segir Sólný og að það hafi verið gríðarlegur léttir að sjá staðsetningu gossins í morgun. Hún vonar að hraunið fari ekki yfir Svartsengi. Þetta sé alvarlegur atburður en skásti staðurinn. „Þetta er sérstök tilfinning, þessi léttir sem fylgir og hvað þá að fá tækifæri að sjá þetta sjálfur. Það er ómetanlegt.“ Hittast enn stundum Fjölnir sagði þetta rosalega skrítið en léttara að sjá þetta. Hann gengur nú í skóla í Urriðaholti í Garðabæ og er að fara að fermast. „Við hittumst alveg stundum og spilum saman í tölvunni,“ segir Fjölnir spurður hvort hann hitti gömlu skólafélaga sína. Sólný sagði húsið þeirra hafa farið illa, það sé sprunga við það og þau geri ekki ráð fyrir að búa aftur í því. „En ef að, og vonandi, einhvern tímann verður byggilegt í Grindavík. Þá verðum við fyrst heim. En það verður ekki fyrr en allt er komið á hreint. Við erum alveg búin að sætta okkur við það að við erum ekki að fara heim á morgun.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Ekki tekið ákvörðun um að loka varnargarðinum Viðbragðsaðilar á vettvangi gossins hyggjast ekki loka varnargarðinum við Grindavíkurveg að svo stöddu. Skarð er á varnargörðunum við Svartsengi og verður unnið í því að minnka það í dag. 8. febrúar 2024 09:43 „Þetta er upplifun lífsins!“ Ferðamenn sem voru staddir á hóteli Bláa lónsins í morgun þegar það var rýmt vegna yfirvofandi elgoss, voru himinlifandi yfir upplifuninni. Einhverjir vöknuðu við jarðskjálfta og óskuðu þess heitast að gos væri að hefjast. 8. febrúar 2024 09:37 Mögulegt að hraunið nái Grindavíkurvegi um hádegisbil Fréttastofu hafa borist nokkrar ábendingar frá áhugamönnum um að hraun gæti náð Grindavíkurvegi um hádegisbil og Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, segir það mögulegt. 8. febrúar 2024 09:33 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira
Ekki tekið ákvörðun um að loka varnargarðinum Viðbragðsaðilar á vettvangi gossins hyggjast ekki loka varnargarðinum við Grindavíkurveg að svo stöddu. Skarð er á varnargörðunum við Svartsengi og verður unnið í því að minnka það í dag. 8. febrúar 2024 09:43
„Þetta er upplifun lífsins!“ Ferðamenn sem voru staddir á hóteli Bláa lónsins í morgun þegar það var rýmt vegna yfirvofandi elgoss, voru himinlifandi yfir upplifuninni. Einhverjir vöknuðu við jarðskjálfta og óskuðu þess heitast að gos væri að hefjast. 8. febrúar 2024 09:37
Mögulegt að hraunið nái Grindavíkurvegi um hádegisbil Fréttastofu hafa borist nokkrar ábendingar frá áhugamönnum um að hraun gæti náð Grindavíkurvegi um hádegisbil og Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, segir það mögulegt. 8. febrúar 2024 09:33