Bandaríkjamenn veðja meira en 23 milljörðum dollara á Super Bowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2024 17:01 NFL áhugakona stillir sér upp á milli mynda af leikstjórnendunum, Patrick Mahomes og Brock Purdy. Getty/Candice Ward Super Bowl leikurinn fer fram í Las Vegas í ár, „höfuðborg“ veðmála og spilavíta í Bandaríkjunum. Það vantar heldur ekki veðmálin á leikinn á sunnudaginn. Í raun verða sett alls konar met í veðmálum á stærsta íþróttaleik ársins í Bandaríkjunum. Það er búist við því 68 milljónir Bandaríkjamanna veðji á leikinn eða einn af hverjum fjórum. A record number of Americans are expected to wager an estimated $23.1 billion on the Super Bowl LVIII game, according to an American Gaming Association survey.That's 26% of all American adults. #SuperBowl pic.twitter.com/SQ8Xciq4zh— DW Sports (@dw_sports) February 6, 2024 Spáð er að þeir veðji meira en 23 milljörðum dollara á Super Bowl eða meira en þrjú þúsund og eitt hundrað milljörðum íslenskra króna. Það er 35 prósent aukning frá því á leiknum í fyrra en þetta eru spátölur frá American Gaming Association eða bandaríska veðmálasambandinu. Þótt að búist sé við því að meira en 23 milljarðar Bandaríkjadala verði veðjað á leikinn þá eru aðeins 1,5 milljarður af þeim hluti af löglegum veðmálum. Fjöldi veðjar nefnilega á leikinn á svörtum markaði til að forðast bæði gjöld og skatta af vinningunum. Spár AGA taka þau veðmál engu að síður með í útreikninga sína. AGA estimates Super Bowl LVIII wagers could reach $23.1bn https://t.co/aBzC72yKMX— Gaming America (@_GamingAmerica) February 6, 2024 Ellefu prósent Bandaríkjamanna eða 28,7 milljónir manna, munu veðja á leikinn hjá löglegum aðilum. Flestir veðja á leikinn í Las Vegas eða 12,8 prósent hópsins en 12,4 prósent veðja á hann í New York og 9,6 prósent í New Jersey. Það er líka hægt að veðja á allt milli himins og jarðar þegar kemur að þessum leik hvort sem það eru hlutir í leiknum sjálfum eða það sem er í gangi í kringum leikinn og í hálfleik. Bandaríkjamenn flykkjast líkja að sjónvarpinu á sunnudagskvöldið og um 73 prósent þeirra ætla að horfa á leikinn samkvæmt könnunum. Það er tíu prósent aukning frá því í fyrra og flestir skrifa það á áhrifin frá Taylor Swift sem er kærasta stjörnuleikmanns Kansas City Chiefs. San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs mætast í leiknum um Ofurskálina í ár en Super Bowl hátíðin er að sjálfsögðu sýnd beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 22.00 á sunnudaginn með upphitun fyrir leikinn en leikurinn sjálfur byrjar síðan upp úr klukkan 23.30. NFL Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Endanlegt Ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir „Endanlegt Ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Sjá meira
Í raun verða sett alls konar met í veðmálum á stærsta íþróttaleik ársins í Bandaríkjunum. Það er búist við því 68 milljónir Bandaríkjamanna veðji á leikinn eða einn af hverjum fjórum. A record number of Americans are expected to wager an estimated $23.1 billion on the Super Bowl LVIII game, according to an American Gaming Association survey.That's 26% of all American adults. #SuperBowl pic.twitter.com/SQ8Xciq4zh— DW Sports (@dw_sports) February 6, 2024 Spáð er að þeir veðji meira en 23 milljörðum dollara á Super Bowl eða meira en þrjú þúsund og eitt hundrað milljörðum íslenskra króna. Það er 35 prósent aukning frá því á leiknum í fyrra en þetta eru spátölur frá American Gaming Association eða bandaríska veðmálasambandinu. Þótt að búist sé við því að meira en 23 milljarðar Bandaríkjadala verði veðjað á leikinn þá eru aðeins 1,5 milljarður af þeim hluti af löglegum veðmálum. Fjöldi veðjar nefnilega á leikinn á svörtum markaði til að forðast bæði gjöld og skatta af vinningunum. Spár AGA taka þau veðmál engu að síður með í útreikninga sína. AGA estimates Super Bowl LVIII wagers could reach $23.1bn https://t.co/aBzC72yKMX— Gaming America (@_GamingAmerica) February 6, 2024 Ellefu prósent Bandaríkjamanna eða 28,7 milljónir manna, munu veðja á leikinn hjá löglegum aðilum. Flestir veðja á leikinn í Las Vegas eða 12,8 prósent hópsins en 12,4 prósent veðja á hann í New York og 9,6 prósent í New Jersey. Það er líka hægt að veðja á allt milli himins og jarðar þegar kemur að þessum leik hvort sem það eru hlutir í leiknum sjálfum eða það sem er í gangi í kringum leikinn og í hálfleik. Bandaríkjamenn flykkjast líkja að sjónvarpinu á sunnudagskvöldið og um 73 prósent þeirra ætla að horfa á leikinn samkvæmt könnunum. Það er tíu prósent aukning frá því í fyrra og flestir skrifa það á áhrifin frá Taylor Swift sem er kærasta stjörnuleikmanns Kansas City Chiefs. San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs mætast í leiknum um Ofurskálina í ár en Super Bowl hátíðin er að sjálfsögðu sýnd beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 22.00 á sunnudaginn með upphitun fyrir leikinn en leikurinn sjálfur byrjar síðan upp úr klukkan 23.30.
NFL Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Endanlegt Ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir „Endanlegt Ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Sjá meira