Mun koma fram fyrir hönd Ísraels í Malmö Atli Ísleifsson skrifar 7. febrúar 2024 07:47 Hin tvítuga Eden Golan mun flytja framlag Ísraels á Eurovision í Malmö í maí. Ljóst er að lagið verður flutt á herbresku. Eurovision Rússnesk-ísraelska söngkonan Eden Golan verður fulltrúi Ísraels í Eurovision sem fram fer í Malmö í Svíþjóð í maí næstkomandi. Þetta varð ljóst í gærkvöldi þar sem dómnefnd í þáttunum Kochav Haba komst að þeirri niðurstöðu að hin tvítuga Golan skyldi flytja framlag Ísraels. Það kemur svo í ljós síðar hvert lagið verður sem verður flutt. Víða um álfuna, ekki síst á Íslandi, eru háværar raddir um að rétt væri að meina Ísrael þátttöku í Eurovision vegna árása Ísraela á Gasa. Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hefur þó hafnað slíku og segist vilja halda sig við þá stöðu keppninnar að vera ópólitískur viðburður sem sameinar fólk um allan heim í gegnum tónlist. SVT segir frá því að ísraelska ríkissjónvarpið hafi árið 1999 fallið frá kröfum um að fulltrúi landsins skyldi flytja framlagið landsins á þjóðtungu landsins, það er hebresku, en ríkissjónvarpið Kan 11 hefur nú ákveðið að framlagið í ár skuli flutt á herbresku. Þá hefur dómnefndin sömuleiðis ákveðið að velja skuli „mest verðuga lagið til að koma fram fyrir Ísraels hönd í ljósi þess flókna tímabils sem Ísrael hefur gengið í gegnum síðustu mánuði,“ að því er fram kemur í frétt Jerusalem Post. Ljóst má vera að það verði að minnsta kosti tveir ísraelskir tónlistarmenn sem munu stíga á Eurovision-sviðið í maí en fulltrúi Lúxemborgar verður ísraelska söngkonan Tali Golergant og mun hún flytja lagið Fighter. Lúxemborg verður með í Eurovision í ár í fyrsta sinn í langan tíma, en landið tók síðast þátt árið 1993. Lúxemborg er þó enn eitt sigursælasta landið í Eurovision, enda hefur það landað sigri í heil fimm skipti – 1961, 1965, 1972, 1973, 1983. Eurovision Ísrael Tónlist Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
Þetta varð ljóst í gærkvöldi þar sem dómnefnd í þáttunum Kochav Haba komst að þeirri niðurstöðu að hin tvítuga Golan skyldi flytja framlag Ísraels. Það kemur svo í ljós síðar hvert lagið verður sem verður flutt. Víða um álfuna, ekki síst á Íslandi, eru háværar raddir um að rétt væri að meina Ísrael þátttöku í Eurovision vegna árása Ísraela á Gasa. Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hefur þó hafnað slíku og segist vilja halda sig við þá stöðu keppninnar að vera ópólitískur viðburður sem sameinar fólk um allan heim í gegnum tónlist. SVT segir frá því að ísraelska ríkissjónvarpið hafi árið 1999 fallið frá kröfum um að fulltrúi landsins skyldi flytja framlagið landsins á þjóðtungu landsins, það er hebresku, en ríkissjónvarpið Kan 11 hefur nú ákveðið að framlagið í ár skuli flutt á herbresku. Þá hefur dómnefndin sömuleiðis ákveðið að velja skuli „mest verðuga lagið til að koma fram fyrir Ísraels hönd í ljósi þess flókna tímabils sem Ísrael hefur gengið í gegnum síðustu mánuði,“ að því er fram kemur í frétt Jerusalem Post. Ljóst má vera að það verði að minnsta kosti tveir ísraelskir tónlistarmenn sem munu stíga á Eurovision-sviðið í maí en fulltrúi Lúxemborgar verður ísraelska söngkonan Tali Golergant og mun hún flytja lagið Fighter. Lúxemborg verður með í Eurovision í ár í fyrsta sinn í langan tíma, en landið tók síðast þátt árið 1993. Lúxemborg er þó enn eitt sigursælasta landið í Eurovision, enda hefur það landað sigri í heil fimm skipti – 1961, 1965, 1972, 1973, 1983.
Eurovision Ísrael Tónlist Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira