Frumvarp vegna húsnæðis í Grindavík væntanlegt síðar í vikunni Heimir Már Pétursson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 6. febrúar 2024 19:01 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi frumvarpið í dag. Vísir/Arnar Forsætisráðherra væntir þess að frumvarp um uppgjör á íbúðarhúsnæði í Grindavík verði kynnt síðar í vikunni. Hún segir frumvarpið lúta að því að fólki verði gert kleift að koma sér fyrir á nýjum stað, óháð því hvort hús þeirra hafi verið metin sem tjónuð af Náttúruhamfaratryggingu eða ekki. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í samtali við fréttamann að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármála- og efnahagsráðherra hafi haldið utan um frumvarpið. „Og eins og gefur að skilja þarf að hnýta ýmsa hnúta til þess að búa vel um það. En ég á von á því að það verði rætt milli flokka á Alþingi í kjölfar fundar okkar í dag þar sem við fórum yfir stöðu málsins.“ Samtal við banka og lífeyrissjóði gengið ágætlega Þá segist Katrín vænta þess að hægt verði að kynna málið í lok vikunnar. Hún segir frumvarpið lúta að því að fólki verði gert kleift að kaupa sér húsnæði og koma sér fyrir á nýjum stað. „Að þau sitji við sama borð, þau sem geta ekki búið í Grindavík vegna aðstæðna, og þau sem hafa fengið húsin metin af náttúruhamfaratryggingu sem tjónað hús,“ segir Katrín. „Því það er auðvitað þannig að meðan það er ekki metið öruggt að vera í bænum þá er staðan auðvitað mjög flókin þó að þú sért ekki með tjónað hús.“ Katrín segir að með frumvarpinu sé verið að skoða eins konar forkaupsrétt inn í þá vinnu. Þá segir hún mikilvægt að bankar og lífeyrissjóðir komi að málinu sem veðhafar í húsunum. „Og það samtal hefur staðið yfir og gengið ágætlega en því er ekki lokið. Og ég vonast náttúrlega til þess að því verði ljúki þá líka í þessari viku.“ Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Húsnæðismál Alþingi Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í samtali við fréttamann að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármála- og efnahagsráðherra hafi haldið utan um frumvarpið. „Og eins og gefur að skilja þarf að hnýta ýmsa hnúta til þess að búa vel um það. En ég á von á því að það verði rætt milli flokka á Alþingi í kjölfar fundar okkar í dag þar sem við fórum yfir stöðu málsins.“ Samtal við banka og lífeyrissjóði gengið ágætlega Þá segist Katrín vænta þess að hægt verði að kynna málið í lok vikunnar. Hún segir frumvarpið lúta að því að fólki verði gert kleift að kaupa sér húsnæði og koma sér fyrir á nýjum stað. „Að þau sitji við sama borð, þau sem geta ekki búið í Grindavík vegna aðstæðna, og þau sem hafa fengið húsin metin af náttúruhamfaratryggingu sem tjónað hús,“ segir Katrín. „Því það er auðvitað þannig að meðan það er ekki metið öruggt að vera í bænum þá er staðan auðvitað mjög flókin þó að þú sért ekki með tjónað hús.“ Katrín segir að með frumvarpinu sé verið að skoða eins konar forkaupsrétt inn í þá vinnu. Þá segir hún mikilvægt að bankar og lífeyrissjóðir komi að málinu sem veðhafar í húsunum. „Og það samtal hefur staðið yfir og gengið ágætlega en því er ekki lokið. Og ég vonast náttúrlega til þess að því verði ljúki þá líka í þessari viku.“
Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Húsnæðismál Alþingi Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira