Hlær að samsæriskenningum um Swift og Super Bowl Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. febrúar 2024 10:32 Taylor Swift í faðmi kærastans, Travis Kelce. getty/Rob Carr Yfirmaður NFL-deildarinnar, Roger Goodell, blæs á samsæriskenningar tengdar Taylor Swift og Super Bowl sem fer fram á sunnudaginn. Eins og allir vita er Swift í sambandi með Travis Kelce, leikmanni Kansas City Chiefs sem mætir San Francisco 49ers í Super Bowl. Höfðingjarnir eiga titil að verja en þeir hafa komist í Super Bowl fjórum sinnum á síðustu fimm árum. Fólk með ríkt ímyndunarafl á hægri væng stjórnmálanna í Bandaríkjunum hefur haldið því fram að samband Swifts og Kelces og sú staðreynd að Chiefs sé komið í Super Bowl sé allt hluti af samsæri að tryggja endurkjör Joes Biden Bandaríkjaforseta. Goodell hlær að þessum samsæriskenningum. „Ég er ekki svona góður handritshöfundur. Það er kjaftæði að þetta sé allt fyrirfram ákveðið. Þetta er ekki þess virði að eyða orðum í,“ sagði Goodell. Hann kveðst hæstánægður með áhrif Swifts á NFL. „Hún er einstakur flytjandi, einn af þeim bestu. Taylor Swift áhrifin eru bara jákvæð. Travis og Taylor eru yndislegt ungt fólk og virðast vera mjög hamingjusöm. Hún veit hvað góð skemmtun er og ég held að þess vegna elski hún NFL. Það er frábært að hún sé hluti af þessu.“ Swift þarf að hafa sig alla við ef hún ætlar að geta mætt á Super Bowl. Á laugardaginn spilar hún nefnilega á tónleikum í Tókýó. Eftir þá þarf hún að koma sér til Las Vegas þar sem Super Bowl fer fram. Flugið frá Tókýó til Las Vegas tekur 10-12 klukkutíma. Bandaríkjamenn kjósa sér forseta 5. nóvember. Biden býður sig fram til endurkjörs en líklega verður andstæðingur hans úr Repúblikanaflokknum sá sami og 2020; Donald Trump. NFL Tónlist Joe Biden Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Ofurskálin Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Komast Eyjamenn aftur í bikarúrslitaleikinn? Hatar samfélagsmiðla Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Dagskráin í dag: Hollywood-lið Wrexham, Körfuboltakvöld og margt fleira Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Sjá meira
Eins og allir vita er Swift í sambandi með Travis Kelce, leikmanni Kansas City Chiefs sem mætir San Francisco 49ers í Super Bowl. Höfðingjarnir eiga titil að verja en þeir hafa komist í Super Bowl fjórum sinnum á síðustu fimm árum. Fólk með ríkt ímyndunarafl á hægri væng stjórnmálanna í Bandaríkjunum hefur haldið því fram að samband Swifts og Kelces og sú staðreynd að Chiefs sé komið í Super Bowl sé allt hluti af samsæri að tryggja endurkjör Joes Biden Bandaríkjaforseta. Goodell hlær að þessum samsæriskenningum. „Ég er ekki svona góður handritshöfundur. Það er kjaftæði að þetta sé allt fyrirfram ákveðið. Þetta er ekki þess virði að eyða orðum í,“ sagði Goodell. Hann kveðst hæstánægður með áhrif Swifts á NFL. „Hún er einstakur flytjandi, einn af þeim bestu. Taylor Swift áhrifin eru bara jákvæð. Travis og Taylor eru yndislegt ungt fólk og virðast vera mjög hamingjusöm. Hún veit hvað góð skemmtun er og ég held að þess vegna elski hún NFL. Það er frábært að hún sé hluti af þessu.“ Swift þarf að hafa sig alla við ef hún ætlar að geta mætt á Super Bowl. Á laugardaginn spilar hún nefnilega á tónleikum í Tókýó. Eftir þá þarf hún að koma sér til Las Vegas þar sem Super Bowl fer fram. Flugið frá Tókýó til Las Vegas tekur 10-12 klukkutíma. Bandaríkjamenn kjósa sér forseta 5. nóvember. Biden býður sig fram til endurkjörs en líklega verður andstæðingur hans úr Repúblikanaflokknum sá sami og 2020; Donald Trump.
NFL Tónlist Joe Biden Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Ofurskálin Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Komast Eyjamenn aftur í bikarúrslitaleikinn? Hatar samfélagsmiðla Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Dagskráin í dag: Hollywood-lið Wrexham, Körfuboltakvöld og margt fleira Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Sjá meira