Brennisteinslykt í tómlegri Grindavík Bjarki Sigurðsson skrifar 5. febrúar 2024 19:11 Hér hefur vegurinn farið alveg í sundur. Vísir/Sigurjón Verðmætabjörgun hélt áfram í Grindavík í dag. Fjölmiðlar fóru inn í bæinn í fyrsta sinn í þrjár vikur og fengu að virða fyrir sér skemmdirnar og nýja hraunið. Fjölmiðlar fengu að fara í dag til Grindavíkur í fyrsta sinn í þrjár vikur. Síðasta ferð fyrir það var tveimur dögum eftir eldgos en síðan þá hefur bænum verið meira og minna haldið lokað. Helsta mál á dagskrá var verðmætabjörgun hjá íbúum bæjarins. Sjá má frá heimsókn fréttamanns í bæinn í innslaginu hér fyrir neðan. Klippa: Búist við gosi Brennisteinslykt í bænum Fjölmiðlamenn fengu þó ekki að fylgjast með henni heldur var þeim ekið í langferðabíl á staði sem lögreglan hafði ákveðið fyrirfram. Staðirnir voru allir í jaðri bæjarins, fjarri öllum íbúum. Það var þó nokkuð sláandi að sjá það sem búið var að ákveða að við mættum sjá. Það var mikil brennisteinslykt í bænum og enn rauk upp úr hrauninu á nokkrum stöðum. Það var nokkuð bersýnilegt að hraunið var enn sjóðandi heitt, hitinn sást stíga upp. Nýjasta hraun landsins er við jaðar Grindavíkur.Vísir/Sigurjón Atvinnustarfsemi lömuð Farið var bæði á iðnaðarsvæði bæjarins og hafnarsvæðið. Atvinnustarfsemi bæjarins hefur verið að miklu leyti lömuð síðan bærinn var rýmdur í nóvember og nýlega þurfti eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Grindavíkur, Stakkavík, að ráðast í hópuppsögn. Grindavík hefur alla tíð verið mikið sjávarþorp. Höfnin var þó afar tómleg í dag, þar mátti einungis sjá einn gamlan trébát. Höfnin var mjög tómleg.Vísir/Björn Steinbekk Einnig voru varnargarðarnir, sem stóðu fyrir sínu að miklu leyti þegar gos hófst fyrir þremur vikum síðan, skoðaðir. Þar mátt sjá hvar streymi hraunflæðisins var stýrt í burtu frá húsnæði líftæknifyrirtækisins ORF. Þungt og mikil sorg Með í fjölmiðlaferðinni voru sérsveitarmaður og upplýsingafulltrúi Almannavarna. Hún segir verðmætabjörgun hafa gengið vel. „Ég hef heyrt í viðbragðsaðilum sem hafa verið í bænum þessa tvo daga. Það er enginn sem getur lýst því með orðum hvernig það er að vera hérna og þessi tilfinning að horfa á fólk í þessari stöðu. Við getum ekki ímyndað okkur þetta en viðbragðsaðilar hafa talað um að þetta hafi verið mjög þungt og mikil sorg,“ segir Hjördís. Hjördís Guðmundsdóttir er samskiptastjóri Almannavarna.Vísir/Sigurjón Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira
Fjölmiðlar fengu að fara í dag til Grindavíkur í fyrsta sinn í þrjár vikur. Síðasta ferð fyrir það var tveimur dögum eftir eldgos en síðan þá hefur bænum verið meira og minna haldið lokað. Helsta mál á dagskrá var verðmætabjörgun hjá íbúum bæjarins. Sjá má frá heimsókn fréttamanns í bæinn í innslaginu hér fyrir neðan. Klippa: Búist við gosi Brennisteinslykt í bænum Fjölmiðlamenn fengu þó ekki að fylgjast með henni heldur var þeim ekið í langferðabíl á staði sem lögreglan hafði ákveðið fyrirfram. Staðirnir voru allir í jaðri bæjarins, fjarri öllum íbúum. Það var þó nokkuð sláandi að sjá það sem búið var að ákveða að við mættum sjá. Það var mikil brennisteinslykt í bænum og enn rauk upp úr hrauninu á nokkrum stöðum. Það var nokkuð bersýnilegt að hraunið var enn sjóðandi heitt, hitinn sást stíga upp. Nýjasta hraun landsins er við jaðar Grindavíkur.Vísir/Sigurjón Atvinnustarfsemi lömuð Farið var bæði á iðnaðarsvæði bæjarins og hafnarsvæðið. Atvinnustarfsemi bæjarins hefur verið að miklu leyti lömuð síðan bærinn var rýmdur í nóvember og nýlega þurfti eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Grindavíkur, Stakkavík, að ráðast í hópuppsögn. Grindavík hefur alla tíð verið mikið sjávarþorp. Höfnin var þó afar tómleg í dag, þar mátti einungis sjá einn gamlan trébát. Höfnin var mjög tómleg.Vísir/Björn Steinbekk Einnig voru varnargarðarnir, sem stóðu fyrir sínu að miklu leyti þegar gos hófst fyrir þremur vikum síðan, skoðaðir. Þar mátt sjá hvar streymi hraunflæðisins var stýrt í burtu frá húsnæði líftæknifyrirtækisins ORF. Þungt og mikil sorg Með í fjölmiðlaferðinni voru sérsveitarmaður og upplýsingafulltrúi Almannavarna. Hún segir verðmætabjörgun hafa gengið vel. „Ég hef heyrt í viðbragðsaðilum sem hafa verið í bænum þessa tvo daga. Það er enginn sem getur lýst því með orðum hvernig það er að vera hérna og þessi tilfinning að horfa á fólk í þessari stöðu. Við getum ekki ímyndað okkur þetta en viðbragðsaðilar hafa talað um að þetta hafi verið mjög þungt og mikil sorg,“ segir Hjördís. Hjördís Guðmundsdóttir er samskiptastjóri Almannavarna.Vísir/Sigurjón
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira