Stúlkan fæddist aðeins tuttugu mínútum eftir að þau mættu á spítalann.
„Fallega stelpan okkar kom í heiminn kl 14:22 á laugardaginn 03.02.24,“ skrifar Arnar og birtir fallegar myndir af stúlkunni ásamt systrum sínum.
„Hetjan mín hún María og barni heilast vel en pabbinn þarf á áfallahjálp að halda.“
Fyrir eiga þau eina dóttur. Arnar á tvö börn úr fyrra sambandi.
María og Arnar byrjuðu að stinga saman nefjum árið 2017. Nokkur aldursmunur er á parinu en Arnar er fæddur árið 1973 og María árið 1989. Því munar 16 árum á þeim.