Ellefu sagt upp hjá Arion banka Atli Ísleifsson skrifar 5. febrúar 2024 11:16 Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banka. Vísir/Vilhelm Ellefu starfsmönnum hefur verið sagt upp störfum hjá Arion banka. Nýtt skipurit tekur gildi í dag og fækkar forstöðumönnum bankans um 13 prósent við breytingarnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Þar segir að helsta breytingin felist í því að upplifun viðskiptavina sé ekki lengur eitt af stoðsviðum bankans og þar með fækkar sviðum og framkvæmdastjórum úr átta í sjö. „Upplifun viðskiptavina var stofnað árið 2021 með það að markmiði að bæta upplifun viðskiptavina af þjónustu og þjónustuleiðum bankans og efla samstarf Arion banka og Varðar. Á þessu tímabili hefur traustur grunnur verið lagður hvað varðar þjónustu Arion og upplifun viðskiptavina og að sama skapi hefur samstarf Varðar trygginga og Arion banka styrkst og skilað góðum vexti tryggingafélagsins. Nú er komið að ákveðnum kaflaskilum í starfsemi Arion samstæðunnar sem kalla á breytt skipulag og aukna samlegð. Markmið breytinganna er að sameina sérþekkingu og reynslu í ríkari mæli en áður, stytta boðleiðir og auka enn við hraða í þróun þjónustunnar. Öll fyrirtækjaþjónusta mun heyra undir fyrirtækja- og fjárfestingarbankasvið, en áður sinnti viðskiptabankasvið þjónustu við lítil og meðalstór fyrirtæki á landsbyggðinni. Gagnamál munu alfarið heyra undir upplýsingatæknisvið og markaðsmál undir bankastjóra þar sem fyrir er samskiptasvið bankans. Einnig færast sérfræðingar í upplifun viðskiptavina og þjónustuleiðum inn í viðskiptaeiningar og þar með nær viðskiptavinum. Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni.Vísir/Vilhelm Að auki taka gildi ýmsar breytingar á innra skipulagi sviða Arion banka sem hafa það að markmiði að auka skilvirkni, samræma og einfalda stjórnskipulag og fækka stjórnendalögum. Við þessar breytingar fækkar forstöðumönnum bankans um 13%, en alls munu 11 starfsmenn hætta störfum hjá Arion banka í dag,“ segir í tilkynningunni. Greint var frá því í síðustu viku að Steinunn Hlíf Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri upplifunar viðskiptavina hjá Arion banka, hefði komist að samkomulagi við bankann um starfslok eftir að hafa gegnt starfinu og átt sæti í framkvæmdastjórn bankans frá árinu 2021. Starfslok Steinunnar Hlífar eru ekki hluti af þeim ellefu sem sem nú hefur verið sagt upp. Kveðja kært samstarfsfólk Haft er eftir Benedikt Gíslasyni, bankastjóra Arion banka, að markviss vinna síðustu ára hafi skilað bankanum skýrri sýn sem muni gegna lykilhlutverki í þróun þjónustu Arion banka og dótturfélaga, viðskiptavinum til góða. „Þjónustusvið bankans taka nú við mikilvægum verkefnum sem öll miða að því að efla okkar þjónustu. Markmið skipulagsbreytinganna er jafnframt að auka slagkraft og skilvirkni í allri okkar starfsemi með enn öflugri einingum, þéttu samstarfi og einföldun skipulags. Við kveðjum í dag kært samstarfsfólk sem ég óska velfarnaðar á nýjum vettvangi,“ segir Benedikt. Arion banki Vinnumarkaður Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Steinunn Hlíf samdi um starfslok Steinunn Hlíf Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri upplifunar viðskiptavina hjá Arion banka, hefur komist að samkomulagi við bankann um starfslok eftir að hafa gegnt starfinu og átt sæti í framkvæmdastjórn bankans frá árinu 2021. 30. janúar 2024 15:35 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Þar segir að helsta breytingin felist í því að upplifun viðskiptavina sé ekki lengur eitt af stoðsviðum bankans og þar með fækkar sviðum og framkvæmdastjórum úr átta í sjö. „Upplifun viðskiptavina var stofnað árið 2021 með það að markmiði að bæta upplifun viðskiptavina af þjónustu og þjónustuleiðum bankans og efla samstarf Arion banka og Varðar. Á þessu tímabili hefur traustur grunnur verið lagður hvað varðar þjónustu Arion og upplifun viðskiptavina og að sama skapi hefur samstarf Varðar trygginga og Arion banka styrkst og skilað góðum vexti tryggingafélagsins. Nú er komið að ákveðnum kaflaskilum í starfsemi Arion samstæðunnar sem kalla á breytt skipulag og aukna samlegð. Markmið breytinganna er að sameina sérþekkingu og reynslu í ríkari mæli en áður, stytta boðleiðir og auka enn við hraða í þróun þjónustunnar. Öll fyrirtækjaþjónusta mun heyra undir fyrirtækja- og fjárfestingarbankasvið, en áður sinnti viðskiptabankasvið þjónustu við lítil og meðalstór fyrirtæki á landsbyggðinni. Gagnamál munu alfarið heyra undir upplýsingatæknisvið og markaðsmál undir bankastjóra þar sem fyrir er samskiptasvið bankans. Einnig færast sérfræðingar í upplifun viðskiptavina og þjónustuleiðum inn í viðskiptaeiningar og þar með nær viðskiptavinum. Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni.Vísir/Vilhelm Að auki taka gildi ýmsar breytingar á innra skipulagi sviða Arion banka sem hafa það að markmiði að auka skilvirkni, samræma og einfalda stjórnskipulag og fækka stjórnendalögum. Við þessar breytingar fækkar forstöðumönnum bankans um 13%, en alls munu 11 starfsmenn hætta störfum hjá Arion banka í dag,“ segir í tilkynningunni. Greint var frá því í síðustu viku að Steinunn Hlíf Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri upplifunar viðskiptavina hjá Arion banka, hefði komist að samkomulagi við bankann um starfslok eftir að hafa gegnt starfinu og átt sæti í framkvæmdastjórn bankans frá árinu 2021. Starfslok Steinunnar Hlífar eru ekki hluti af þeim ellefu sem sem nú hefur verið sagt upp. Kveðja kært samstarfsfólk Haft er eftir Benedikt Gíslasyni, bankastjóra Arion banka, að markviss vinna síðustu ára hafi skilað bankanum skýrri sýn sem muni gegna lykilhlutverki í þróun þjónustu Arion banka og dótturfélaga, viðskiptavinum til góða. „Þjónustusvið bankans taka nú við mikilvægum verkefnum sem öll miða að því að efla okkar þjónustu. Markmið skipulagsbreytinganna er jafnframt að auka slagkraft og skilvirkni í allri okkar starfsemi með enn öflugri einingum, þéttu samstarfi og einföldun skipulags. Við kveðjum í dag kært samstarfsfólk sem ég óska velfarnaðar á nýjum vettvangi,“ segir Benedikt.
Arion banki Vinnumarkaður Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Steinunn Hlíf samdi um starfslok Steinunn Hlíf Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri upplifunar viðskiptavina hjá Arion banka, hefur komist að samkomulagi við bankann um starfslok eftir að hafa gegnt starfinu og átt sæti í framkvæmdastjórn bankans frá árinu 2021. 30. janúar 2024 15:35 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Steinunn Hlíf samdi um starfslok Steinunn Hlíf Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri upplifunar viðskiptavina hjá Arion banka, hefur komist að samkomulagi við bankann um starfslok eftir að hafa gegnt starfinu og átt sæti í framkvæmdastjórn bankans frá árinu 2021. 30. janúar 2024 15:35