Þjóðarsátt Ásgerður Pálsdóttir skrifar 5. febrúar 2024 09:00 Eldra fólk á Íslandi, þessi fimmtíu þúsund manns sem er kominn yfir 67 ára aldur, er alls ekki einsleitur hópur þó í umtalinu virðist það vera svo. Það sem þessi hópur á sameiginlegt er að vera fæddur fyrir 1957 að öðru leiti er hann bara þverskurður af þjóðfélaginu. Efnahagsleg staða og tekjur eru á breiðu bili frá því að eiga miklar eignir og mikla innkomu tekna og til þess að eiga litlar eða engar eignir og hafa ekkert sér til framfærslu nema eftirlaun frá TR sem eru nú rúmlega þrjú hundruð og þrjátíu þúsund krónur á mánuði. Sjötíu þúsund krónum lægri en lágmarkstaxti á vinnumarkaði. Verðbólga og háir vextir hafa leikið þennan hóp grátt eins og aðra þjóðfélagsþegna. Eins og jafnan bitnar ástandið harkalegast á þeim sem minnst hafa milli handa. Landssamtök eldra fólks hafa á undanförnum árum vakið athygli á miklum skerðingum á greiðslum frá Tryggingastofnun ríkisins, vegna lífeyrisgreiðslna og krafist þess að þær verði endurskoðaðar. Frítekjumark vegna greiðslna úr lífeyrissjóði er nú 25 þúsund krónur og hefur verið óbreytt frá 2017. Okkar krafa er að það verði 100 þúsund krónur og fundnar verði leiðir til að bæta kjör þess hluta eldra fólks sem býr við fátækt. Á fjölmennri ráðstefnu LEB í október 2023, var eftirfarandi samþykkt: Sértækar aðgerðir fyrir þau verst settu: Sérstakt skattþrep / Hækkun persónuafsláttar, – taki fyrst og fremst til lífeyristaka Minni eða engar skerðingar hjá þeim sem eru undir viðurkenndu framfærsluviðmiði Þau lægstu fái sérstakar greiðslur sem fjari út í hlutfalli við tekjur. Almennar aðgerðir sem koma þeim best sem eru með lágar- og miðlungstekjur: Hækkun frítekjumarks í 100.000 kr. Frítekjumarkið er 25 þúsund krónur og hefur ekki hækkað síðan í ársbyrjun 2017. Kæmi þeim best sem eru með lægstan lífeyri. Ellilífeyrir verði aldrei lægri en lægsti kauptaxti. Hann er núna 315 þúsund, tæplega 90 þúsund undir lágmarkstaxta. Árlegar hækkanir lífeyris og frítekjumarka fylgi launavísitölu. Nú þegar mikið er rætt um þjóðarsátt þarf að líta til allra þjóðfélagshópa. Allir vilja stefna að bættum lífskjörum og vilja ná niður verðbólgu og vöxtum. Þar þurfa líka allir að koma að borði, bæði þeir sem eru á vinnumarkaði og þeir sem fá sín laun í lífeyri, Samtök eldra fólks og eldri félagsmenn í stéttarfélögum hafa nú leitað til þeirra sem sitja við samningaborðið og óskað eftir liðsstyrk þeirra til að bæta kjör þeirra sem eru horfnir af vinnumarkaði og búa við bág kjör, enda eru þeir langflestir fyrrum félagsmenn launþegasamtakanna. Þessi hópur hefur ekki samningsrétt um sín mál en hann er stór og fer stækkandi og vill að á hann sé hlustað. Hækkið frítekjumarkið, minnkið skerðingar til þeirra sem eru undir viðurkenndu framfærsluviðmiði og að ellilífeyrir verði ekki lægri en lægsti kauptaxti á vinnumarkaði. Þá verður fyrst hægt að tala um þjóðarsátt. Höfundur er formaður Félags eldri borgara í Húnaþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Eldra fólk á Íslandi, þessi fimmtíu þúsund manns sem er kominn yfir 67 ára aldur, er alls ekki einsleitur hópur þó í umtalinu virðist það vera svo. Það sem þessi hópur á sameiginlegt er að vera fæddur fyrir 1957 að öðru leiti er hann bara þverskurður af þjóðfélaginu. Efnahagsleg staða og tekjur eru á breiðu bili frá því að eiga miklar eignir og mikla innkomu tekna og til þess að eiga litlar eða engar eignir og hafa ekkert sér til framfærslu nema eftirlaun frá TR sem eru nú rúmlega þrjú hundruð og þrjátíu þúsund krónur á mánuði. Sjötíu þúsund krónum lægri en lágmarkstaxti á vinnumarkaði. Verðbólga og háir vextir hafa leikið þennan hóp grátt eins og aðra þjóðfélagsþegna. Eins og jafnan bitnar ástandið harkalegast á þeim sem minnst hafa milli handa. Landssamtök eldra fólks hafa á undanförnum árum vakið athygli á miklum skerðingum á greiðslum frá Tryggingastofnun ríkisins, vegna lífeyrisgreiðslna og krafist þess að þær verði endurskoðaðar. Frítekjumark vegna greiðslna úr lífeyrissjóði er nú 25 þúsund krónur og hefur verið óbreytt frá 2017. Okkar krafa er að það verði 100 þúsund krónur og fundnar verði leiðir til að bæta kjör þess hluta eldra fólks sem býr við fátækt. Á fjölmennri ráðstefnu LEB í október 2023, var eftirfarandi samþykkt: Sértækar aðgerðir fyrir þau verst settu: Sérstakt skattþrep / Hækkun persónuafsláttar, – taki fyrst og fremst til lífeyristaka Minni eða engar skerðingar hjá þeim sem eru undir viðurkenndu framfærsluviðmiði Þau lægstu fái sérstakar greiðslur sem fjari út í hlutfalli við tekjur. Almennar aðgerðir sem koma þeim best sem eru með lágar- og miðlungstekjur: Hækkun frítekjumarks í 100.000 kr. Frítekjumarkið er 25 þúsund krónur og hefur ekki hækkað síðan í ársbyrjun 2017. Kæmi þeim best sem eru með lægstan lífeyri. Ellilífeyrir verði aldrei lægri en lægsti kauptaxti. Hann er núna 315 þúsund, tæplega 90 þúsund undir lágmarkstaxta. Árlegar hækkanir lífeyris og frítekjumarka fylgi launavísitölu. Nú þegar mikið er rætt um þjóðarsátt þarf að líta til allra þjóðfélagshópa. Allir vilja stefna að bættum lífskjörum og vilja ná niður verðbólgu og vöxtum. Þar þurfa líka allir að koma að borði, bæði þeir sem eru á vinnumarkaði og þeir sem fá sín laun í lífeyri, Samtök eldra fólks og eldri félagsmenn í stéttarfélögum hafa nú leitað til þeirra sem sitja við samningaborðið og óskað eftir liðsstyrk þeirra til að bæta kjör þeirra sem eru horfnir af vinnumarkaði og búa við bág kjör, enda eru þeir langflestir fyrrum félagsmenn launþegasamtakanna. Þessi hópur hefur ekki samningsrétt um sín mál en hann er stór og fer stækkandi og vill að á hann sé hlustað. Hækkið frítekjumarkið, minnkið skerðingar til þeirra sem eru undir viðurkenndu framfærsluviðmiði og að ellilífeyrir verði ekki lægri en lægsti kauptaxti á vinnumarkaði. Þá verður fyrst hægt að tala um þjóðarsátt. Höfundur er formaður Félags eldri borgara í Húnaþingi.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar