Suðurnesjabær býður Höllu velkomna til Sandgerðis Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. febrúar 2024 16:29 Halla við opnun veitingastaðar síns í Leifsstöð. Halla María Svansdóttir, veitingakona í Grindavík sem rekið hefur veitingastaðinn hjá Höllu í heimabæ sínum hefur samið við Suðurnesjabæ um aðstöðu í Vörðunni í Sandgerði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bænum. Eins og Vísir hefur greint frá hefur Halla leitað að atvinnuhúsnæði til leigu í eitt til tvö ár í kjölfar atburðanna í Grindavík. Hjá Höllu hefur verið rekinn í Grindavík frá árinu 2016 og áherslan lögð á heimilislegan og hollan mat. Um leið hefur verið reynt að svara kalli viðskiptavinarins. Halla fór í útrás árið 2018 og opnaði Hjá Höllu á Keflavíkurflugvelli sem notið hefur mikilla vinsælda. Bærinn hafði samband Suðurnesjabær segir í tilkynningu sinni að Halla hafi verið einn þeirra fyrirtækjaeigenda sem leitað hafi að húsnæði til að halda starfsemi sinni gangandi. „Svo vel vill til að í Vörðunni í Sandgerði er tilbúið framleiðslueldhús, sem hefur verið lítið notað mörg undanfarin ár. Suðurnesjabær hafði samband við Höllu fyrir nokkru síðan og benti henni á þann möguleika að nýta eldhúsið fyrir sína starfsemi.“ Segir bærinn að gengið hafi verið frá samningum við fyrirtæki Höllu um leigu á eldhúsinu. Ásamt vinnslueldhúsi muni Halla verða með afgreiðslu þar sem viðskiptavinir munu geta sótt sínar pantanir. Hún muni auk þess framleiða þar vörur fyrir fyrirtækja-og veisluþjónustu sína, ásamt vörum fyrir veitingastaðinn Hjá Höllu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Óvissan hefur verið mikil hjá Grindvíkingum undanfarin ár. Rætt var við Höllu í Íslandi í dag árið 2021 þegar gaus í Fagradalsfjalli. Keflavíkurflugvöllur Veitingastaðir Grindavík Suðurnesjabær Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá bænum. Eins og Vísir hefur greint frá hefur Halla leitað að atvinnuhúsnæði til leigu í eitt til tvö ár í kjölfar atburðanna í Grindavík. Hjá Höllu hefur verið rekinn í Grindavík frá árinu 2016 og áherslan lögð á heimilislegan og hollan mat. Um leið hefur verið reynt að svara kalli viðskiptavinarins. Halla fór í útrás árið 2018 og opnaði Hjá Höllu á Keflavíkurflugvelli sem notið hefur mikilla vinsælda. Bærinn hafði samband Suðurnesjabær segir í tilkynningu sinni að Halla hafi verið einn þeirra fyrirtækjaeigenda sem leitað hafi að húsnæði til að halda starfsemi sinni gangandi. „Svo vel vill til að í Vörðunni í Sandgerði er tilbúið framleiðslueldhús, sem hefur verið lítið notað mörg undanfarin ár. Suðurnesjabær hafði samband við Höllu fyrir nokkru síðan og benti henni á þann möguleika að nýta eldhúsið fyrir sína starfsemi.“ Segir bærinn að gengið hafi verið frá samningum við fyrirtæki Höllu um leigu á eldhúsinu. Ásamt vinnslueldhúsi muni Halla verða með afgreiðslu þar sem viðskiptavinir munu geta sótt sínar pantanir. Hún muni auk þess framleiða þar vörur fyrir fyrirtækja-og veisluþjónustu sína, ásamt vörum fyrir veitingastaðinn Hjá Höllu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Óvissan hefur verið mikil hjá Grindvíkingum undanfarin ár. Rætt var við Höllu í Íslandi í dag árið 2021 þegar gaus í Fagradalsfjalli.
Keflavíkurflugvöllur Veitingastaðir Grindavík Suðurnesjabær Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira