Fékk SMS í tæka tíð og þarf að kaupa hund Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. febrúar 2024 13:53 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Sigurður Ingi Jóhannsson í Kryddsíldinni. Vísir/hulda margrét Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins þarf að standa við loforð sem hann gaf eiginkonu sinni og dóttur í Kryddsíldinni og kaupa hund á heimilið þar sem þær stóðu við sinn hluta áskorunar. Hann segist örlítið móðgaður yfir því hvað SMS barst seint frá mæðgunum sem er til marks um að þær hafi ekki horft á þáttinn. Í Kryddsíldinni á Stöð 2 sem fram fór venju samkvæmt á síðasta degi ársins 2023 voru formenn flokkanna beðnir um að greina frá áramótaheiti. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar sagðist ætla að elda meira. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra ætlar að fara í sumarfrí með fjölskyldunni og Sjálfstæðismaðurinn Bjarni Benediktsson ætlar upp á Herðubreið, drottninguna sjálfa, svo eitthvað sé nefnt. Gísli Rafn Ólafsson, Bjarni Benediktsson og Kristrún Frostadóttir hlæja yfir góðu gríni í þættinum.vísir/hulda margrét Miðflokksmaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var með skýr áramótaheit. „Það er náttúrulega bara þetta hefðbundna, að grennast og verja meiri tíma með fjölskyldunni. Hundurinn má ekki hata bréfbera Þá ljóstraði hann upp um að eiginkona hans og dóttir hefðu óskað eftir nýjum hundi eftir að Emma, gamli hundurinn lést. „Þær vilja nýjan hund. Ég hef sagt að það komi til greina en það verður að vera hundur sem geltir ekki eins mikið og þessi Terrier. Og fer ekki úr hárum. Og helst einhvern sem hatar ekki bréfbera eins og Emma mín gerði.“ „Ef þær eru að fylgjast með þá geta þær sent á mig SMS fyrir klukkan sex í kvöld og þá skal ég samþykkja þennan hund.“ „Nú verður einhver að hringja í þær strax og láta þær vita,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Einhver kjaftað frá á ögurstundu Og viti menn. SMS barst í tæka tíð. „Fresturinn var til klukkan 18:00 en ég fékk SMS frá konunni klukkan 17:36, sem sýndi mér að þær hafi ekki verið að horfa... ég móðgaðist örlítið við því en einhver hafði kjaftað frá á síðustu stundu,“ segir Sigmundur. Hann þarf því að standa við loforðið. Hundurinn sem er líklega væntanlegur í vor verður af annarri tegund en Emma. „Þetta á víst að vera Havanese tegund, sem ég hef ekki mikið vit á en þetta varð fyrir valinu hjá þeim.“ Hefur áður lofað hundi Fimmtán ár eru síðan Sigmundur þurfti að standa við sambærilegt loforð. „Það er þannig tilkomið að ég lofaði konunni því að við myndum fá hund ef ég yrði formaður Framsóknarflokksins enda taldi ég litlar líkur á því að ég þyrfti að standa við það en það verður ekki hjá því komist núna," sagði Sigmundur í viðtali árið 2009. Kryddsíld Hundar Dýr Gæludýr Miðflokkurinn Tengdar fréttir Ætlar upp á drottninguna á árinu Formenn þingflokkanna fóru yfir áramótaheit sín fyrir árið 2024 í Kryddsíld á gamlársdag. Þar kenndi ýmissa grasa, loforð um sumarfrí, minna álag og nýjan hund. Áætlanir um að verða öflugri en nokkru sinni fyrr og loforð um minna mas. Utanríkisráðherra ætlar að hætta að grána, hitta vini og klífa drottningu íslenskra fjalla, Herðubreið. 1. janúar 2024 19:35 Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Sjá meira
Í Kryddsíldinni á Stöð 2 sem fram fór venju samkvæmt á síðasta degi ársins 2023 voru formenn flokkanna beðnir um að greina frá áramótaheiti. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar sagðist ætla að elda meira. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra ætlar að fara í sumarfrí með fjölskyldunni og Sjálfstæðismaðurinn Bjarni Benediktsson ætlar upp á Herðubreið, drottninguna sjálfa, svo eitthvað sé nefnt. Gísli Rafn Ólafsson, Bjarni Benediktsson og Kristrún Frostadóttir hlæja yfir góðu gríni í þættinum.vísir/hulda margrét Miðflokksmaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var með skýr áramótaheit. „Það er náttúrulega bara þetta hefðbundna, að grennast og verja meiri tíma með fjölskyldunni. Hundurinn má ekki hata bréfbera Þá ljóstraði hann upp um að eiginkona hans og dóttir hefðu óskað eftir nýjum hundi eftir að Emma, gamli hundurinn lést. „Þær vilja nýjan hund. Ég hef sagt að það komi til greina en það verður að vera hundur sem geltir ekki eins mikið og þessi Terrier. Og fer ekki úr hárum. Og helst einhvern sem hatar ekki bréfbera eins og Emma mín gerði.“ „Ef þær eru að fylgjast með þá geta þær sent á mig SMS fyrir klukkan sex í kvöld og þá skal ég samþykkja þennan hund.“ „Nú verður einhver að hringja í þær strax og láta þær vita,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Einhver kjaftað frá á ögurstundu Og viti menn. SMS barst í tæka tíð. „Fresturinn var til klukkan 18:00 en ég fékk SMS frá konunni klukkan 17:36, sem sýndi mér að þær hafi ekki verið að horfa... ég móðgaðist örlítið við því en einhver hafði kjaftað frá á síðustu stundu,“ segir Sigmundur. Hann þarf því að standa við loforðið. Hundurinn sem er líklega væntanlegur í vor verður af annarri tegund en Emma. „Þetta á víst að vera Havanese tegund, sem ég hef ekki mikið vit á en þetta varð fyrir valinu hjá þeim.“ Hefur áður lofað hundi Fimmtán ár eru síðan Sigmundur þurfti að standa við sambærilegt loforð. „Það er þannig tilkomið að ég lofaði konunni því að við myndum fá hund ef ég yrði formaður Framsóknarflokksins enda taldi ég litlar líkur á því að ég þyrfti að standa við það en það verður ekki hjá því komist núna," sagði Sigmundur í viðtali árið 2009.
Kryddsíld Hundar Dýr Gæludýr Miðflokkurinn Tengdar fréttir Ætlar upp á drottninguna á árinu Formenn þingflokkanna fóru yfir áramótaheit sín fyrir árið 2024 í Kryddsíld á gamlársdag. Þar kenndi ýmissa grasa, loforð um sumarfrí, minna álag og nýjan hund. Áætlanir um að verða öflugri en nokkru sinni fyrr og loforð um minna mas. Utanríkisráðherra ætlar að hætta að grána, hitta vini og klífa drottningu íslenskra fjalla, Herðubreið. 1. janúar 2024 19:35 Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Sjá meira
Ætlar upp á drottninguna á árinu Formenn þingflokkanna fóru yfir áramótaheit sín fyrir árið 2024 í Kryddsíld á gamlársdag. Þar kenndi ýmissa grasa, loforð um sumarfrí, minna álag og nýjan hund. Áætlanir um að verða öflugri en nokkru sinni fyrr og loforð um minna mas. Utanríkisráðherra ætlar að hætta að grána, hitta vini og klífa drottningu íslenskra fjalla, Herðubreið. 1. janúar 2024 19:35